Af hverju höldum við upp á 1. maí daginn?

Prófaðu að spyrja næsta einstakling sem þú sér og spurðu spurninguna. Flestir munu segja að þetta sé frídagur verkalýðs og ætlaður til kröfugerða. Það er rétt svar en ræturnar liggja dýpra.

Fyrsta maí, var upphaflega forn vorhátíð á norðurhveli jarðar. Líkt og kristnir menn  tengdu sínar hátíðar við fornar og heiðnar hátíðir, líkt og jólin, reyndu forystumenn verkalýðs á 19. öld að tengja þennan dag við kröfur.

1. maí tengdist verkalýðshreyfingunni þar með seint á 19. öld eftir að verkalýðsfélög og sósíalistahópar tilnefndu hann sem stuðningsdagur verkafólks fyrir betri vinnuskilyrðum, sanngjörnum launum og styttri vinnutíma.

Árið 1889 tilnefndi alþjóðlegt samband sósíalistahópa og verkalýðsfélaga 1. maí sem dag til stuðnings verkafólki, til minningar um Haymarket-uppreisnina í Chicago (1886). Fimm árum síðar, ákvað forseti Bandaríkjanna, Grover Cleveland, óánægður með sósíalískan uppruna verkamannadagsins, að skrifa undir lög um að gera verkalýðsdaginn - sem þegar var haldinn í sumum ríkjum fyrsta mánudaginn í september - að opinberum frídegi í Bandaríkjunum til heiðurs verkamönnum. Kanada fylgdi í kjölfarið ekki löngu síðar.

Hvernig varð dagur verkalýðsins að almennum frídegi?

Fyrsti verkalýðsdagurinn í Bandaríkjunum var haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 5. september 1882 í New York borg.

Í Evrópu var 1. maí sögulega tengdur heiðnum hátíðum í dreifbýli eins og áður sagði, en upphaflegri merkingu dagsins var smám saman skipt út fyrir nútíma tengsl við verkalýðshreyfinguna.

Í Sovétríkjunum tóku leiðtogar nýju hátíðina eða frídaginn að sér og töldu að það myndi hvetja verkafólk í Evrópu og Bandaríkjunum til að sameinast gegn kapítalismanum. Dagurinn varð merkilegur frídagur í Sovétríkjunum og í austurblokkarlöndunum, með áberandi skrúðgöngum, þar á meðal einni á Rauða torginu í Moskvu, undir stjórn æðstu stjórnarliða og kommúnistaflokksins, þar sem verkamanninum var fagnað og hernaðarmátt Sovétríkjanna sýnt. Vestrænir njósnarar töldu leiðtoganna sem röðuðu sig upp til að sjá hverjir voru raunverulega við völd og í hvaða röð.

Í Þýskalandi varð verkalýðsdagurinn opinber frídagur árið 1933 eftir uppgang nasistaflokksins. Það er kaldhæðnislegt að Þýskaland afnam frjáls verkalýðsfélög daginn eftir að fríið var stofnað og eyðilagði þýsku verkalýðshreyfinguna nánast.

Með upplausn Sovétríkjanna og fall kommúnistastjórna í Austur-Evrópu seint á 20. öld minnkaði mikilvægi stórra maíhátíða á því svæði. Í tugum landa um allan heim hefur 1. maí hins vegar verið viðurkenndur sem almennur frídagur og almenningur heldur áfram að halda upp á hann með lautarferðum og veislum á meðan  tilefnið ætti að vera mótmæli og fjöldafunda til stuðnings verkafólki. Að vísu brjótast út mótmæli á þessum degi og iðulega eru það róttækir vinstrimenn sem standa fyrir þeim og einstaka sinnum nasistahreyfingar.

1. maí á Íslandi

Á Íslandi göngum við skrúðgöngur niður á torg viðkomandi bæjar eða borgar. Þar hlustum við á ræður stéttafélags forkólfa sem eru oftar en ekki eru ekkert heitt í hamsi. Þeir enda á ofurlaunum í samanburði við skjólstæðinga sína. En svona er goggunnarröðin hjá manninum.

Nóta bene, stéttarbaráttan lýkur aldrei. Það sem hefur áunnist, getur verið tekið í burtu á morgun.  Mál málanna hefur verið stytting vinnunnar. Margt hefur áunnist.  Áður fyrr unnu menn þar til þeir gátu ekki meir, en svo var ákveðið að eðlileg vinnuvika ætti að vera 40 klst. Menn hafa fært sig í að hafa 36 klst vinnuviku. En það er ekkert sem mælir á móti því að vinnuvikan sé bara 25 klst. Framleiðsluaukinginn er svo mikil að furða vekur að vinnutíminn skuli þó vera þetta ennþá daginn í dag.

Margar byltingar hafa verið í gangi og allar hafa þær leitt til hagræðingar og fækkun starfsfólks. Fyrsta iðnbyltingin notaði vatns- og gufuorku til að vélvæða framleiðsluna. Önnur notaði raforku til að búa til fjöldaframleiðslu. Þriðja notaði rafeindatækni og upplýsingatækni til að gera framleiðslu sjálfvirkan. En fjórða byltingin er í gangi og fáir taka eftir. Gervigreindin og rótbótar eru að taka yfir og þetta þýðir fækkun starfa og styttingu vinnutímans.

En sem betur fer verður alltaf þörf á mannlegum samskiptum. Í heilbrigðisþjónustunni og menntakerfinu svo eitthvað sé nefnt þurfum við á fólki að halda. Það verður alltaf einhverjir sem vinna en það er óþarfi að hið fámenna vinnuafl sé keyrt út í vinnu eins og gerist með heilbrigðisstarfsfólk, lögreglumenn og kennara og aðrar mikilvægar stéttir.


Bloggfærslur 1. maí 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband