Vinstri stjórn í hægra landi?

Pólitískt landslag hefur sannarlega breyst á síðastliðnum áratugum. Hinn pólitíski ás, vinstri-hægri er varla lengur marktækur. Hvers vegna? Jú, flokkarnir eru með sparðatíning í sínum stefnuskrám, pínkulítið af vinstri, miðju og hægri stefnumálum. Erfitt er því að flokka flokkanna eftir hægri-vinstri línum. 

Tökum dæmi. Flokkur fólksins. Hann er með dæmigerðar sósíaldemókratískar áherslur í velferðamálum en virðist vera harðlínuflokkur í hælisleitendamálum.

Sama gildir um Viðreisn. Stefnuskráin eru ekki nógu skýr. Bloggritari fylgist náið með íslenskri pólitík en á enn í fullt í fangi með að átta sig á stefnu flokksins. Jú, innganga í ESB er á stefnuskránni, en hvað annað? Það vantar að kynna stefnuna skýrara. En svo eru það flokkar sem eru afar skýrir í sínum stefnumálum, Samfylkingin, Miðflokkurinn og VG eru allt flokkar þar sem fólk gekk að vísu hvert stefndu.  Mjög auðvelt að kjósa þessa flokka eftir vinstri-hægri ás.

Þessi óvissa endurspeglast í niðurstöðum kosninganna 2024. Fylgið dreifist mjög jafnt yfir þessa sex flokka sem urðu eftir á þingi. Bara ein skýr niðurstaða kom fram frá kjósendum; þeir höfnuðu harðlínu vinstri stefnu VG, Pírata og Sósíalistaflokk Íslands.

Hvort vildu kjósendur stefna til vinstri eða hægri ef litið er á fylgi Samfylkingarinnar (20,8%) og Sjálfstæðisflokksins(19,4%)? Munar aðeins rúmu einni prósentu á milli í fylgi. En ef við flokkum Flokk fólksins (13,8%) og Viðreisn (15,8%) sem demókratíska flokka, þá er niðurstaðan að við erum að fá vinstri stjórn í vinstri landi. Ef litið er á Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn (12,1%) sem einu hreinu hægri flokkarnir, eru hægri menn með 32% sem er ansi slappt frá sjónarhorni hægri afla í landinu. Kannski má túlka niðurstöðuna að fólk hafi ekki verið að kjósa til vinstri eða hægri, bara að fá miðju moð (Framsókn fékk á baukinn og er í skammarkróknum fyrir aðgerðaleysi og stefnuleysi á öllum sviðum) og leiðtoga sem það líkar við.

En svo er það aukaafurð þessara kosninga. Við erum farin að eltast við ESB og bókun 35 verður að líkindum lögum. ESB málið á dagskrá, þjóðinni að forspurðri. Ekki var þetta kosningamál og ESB flokkarnir lofuðu að málið (aðildarumsókn) færi ekki á dagskrá. Korteri eftir kosningar er sagt að málið fari í þjóðarkvæði. 

Að lokum. Kjósendur í Bandaríkjunum og Evrópu eru að óska eftir skýra stefnu í öllum málum. Í efnahagsmálum, utanríkismálum og menningarmálum. Valkosturinn er skýr þar. Wokeismi eða íhaldsemi. Bandaríkjamenn kusu hefðbundin gildi og íhaldssemi. Kjósendur í Evrópu eru á sömu skoðun og eru að ýta sósíaldemókratískum flokkur frá völdum eftir áratuga einokun valda. Þeir leita til hægri, en ekki á Íslandi. Hvers vegna?


Bloggfærslur 30. desember 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband