Hvaða kosningakerfi er sanngjarnt?

Nú kvarta vinstri jaðarflokkarnir (vill ekki nota öfga stimpilinn eins og vinstri nota á jaðar hægri menn, er of hlutdrægt hugtak) yfir lélegu gengi. Þeir skutu sig í fótinn með því að vera með of marga flokka á jaðrinum, þ.e.a.s. Sósíalistaflokkurinn, VG og Píratar. Þannig að þar er alveg stuðningur við vinstri jaðar stefnu ef fylgi þeirra er lagt saman.

En spurningin er hvort skattgreiðendur eigi að vera halda uppi flokkum sem ekki eiga erindi inn á þing? Miðað er við 2-4% fylgi almennt í Evrópu til þess að flokkurinn komist á ríkisjötuna. Af hverju í ósköpunum eigum við kjósendur að halda uppi slíkum flokkum? Náðu ekki einu sinni lágmarki sem er 5%. Þetta sama gildir um flokkanna sem komust á þing. Af hverju að hafa þingflokka ríkisrekna?

Kosningakerfið hérna er alveg nógu sanngjarnt. Það þarf ekki annað en að líta á kosningakerfin i enskumælandi löndum og sérstaklega á Bretland til að sjá hvers mörg dauð atkvæði falla dauð niður. Sigurvegarinn tekur allt í raun.

Sjá slóðina: Úrslit bresku þingkosinganna endurspeglar lýðræðishalla Bretlands

"Verkamannaflokkurinn fær 9,6 milljónir atkvæða en 412 sæti, Íhaldsflokkurinn fær 6,8 milljónir atkvæða en 121 sæti og UK Reform í Bretlandi fær 4 milljónir atkvæða en aðeins 4 sæti og Frjálslyndi demókrata flokkurinn fær 3,6 milljónir atkvæða og 71 sæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn fær 5 sæti með aðeins 172 þúsund atkvæði. Er eitthvað að þessari mynd?" segir í greininni.

Það er kannski frekar spurning hvort lágmarkið sé ekki of lágt sett? 5% eða 10%? og fá kannski sterkari ríkisstjórn eins eða tveggja stjórnarflokka.  Það er kannski hægt að vinsa úr örflokkanna með því að hafa þak meðmælenda mjög hátt. Það kemur því strax í ljós hvort viðkomandi flokkur á erindi í kosningabaráttu eða á þing.

Það er margt hér sem er kostnaðarsamt. Við eru hér með fokdýrt forsetaembætti, sem kostar milljarða að reka í örríki. Stofnanaríkið íslenska er yfirþyrmandi og kosnaðurinn að auki. 

Það er athyglisvert að Sameinuðu þjóðirnar eru að íhuga að koma upp "hagræðingadeild" í anda ríkisstjórnar Trump sem er ekki einu sinni byrjuð að starfa en farin að hafa áhrif um allan heim. En þetta er efni í aðra grein.

 


Bloggfærslur 3. desember 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband