Í ljós kom að það varð aðeins hlé á aðförinni að stjórnarskrá Íslands er Sjálfstæðisflokkurinn fór frá völdum. Það vakti og vekur enn undrun bloggritara að Sjálfstæðisflokkurninn skuli hafa stutt þetta mál, að því virðist gegn grunngildum flokksins. Sjálfstæðismál ekki lengur á dagskrá hjá flokknum?
En sjálfstæðismál virðast horfin úr huga núverandi og fyrrverandi Sjálfstæðismanna sem nú eru í Viðreisn. Hvað hélt fólk eiginlega að það fengi úr pökkunum er skoðanakannanir sýndu að tveir flokkar með mesta fylgið, Samfylkingin og Viðreisn vildu ljóst sækja um aðild að ESB? Að það sé í lagi að kjósa þessa flokka? Auðvitað fáum við ESB aðildarkosningu (í lok kjörtímabilsins svo að málið eyðileggi ekki ríkisstjórnarsamstarfið) og bókun 35 verði samþykkt á þessu þingi!
Það er næsta ljóst að bókun 35 verður samþykkt, með samsetninguna á Alþingi eins og hún er. Þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins (margir hverjir) munu styðja málið og leiða í lög. Flokkur fólksins ætlar bara að segja já! Skoðun mín hefur ekkert breyst, segir Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og þingmaður Flokks fólksins, spurður hvort skoðun hans á bókun 35, um að frumvarpið feli í sér stjórnarskrárbrot, hafi breyst. Sjá slóð: Bókun 35 enn stjórnarskrárbrot
Þingmaðurinn segir að bókunin sé stjórnarskrábrot en ætlar samt ekki að standa í vegi fyrir að málið fari í gegnum þingið! "Þetta er ekkert stórmál, þannig séð" segir þingmaðurinn. Þetta kallar maður að standa fast á prinsippum, þannig séð! Og hann ætlar ekki að "slíta ríkisstjórn", þannig séð! Fyrir hvaða prinsippum standa þeir þingmenn sem segjast vera mótfallnir ákveðnum málum, sem þeir segja að standi ekki stjórnarskrá, en ætlar samt ekki að gera neitt í málinu? Af hverju eru þeir á þingi yfir höfuð.
Nýjir þingmenn stjórnarflokkanna vinna nú stjórnarskráeið er þeir setjast á Alþingi, vitandi vísir að þeir ætla að brjóta þann eið í þingstörfum. Í gegnum aldir hafa eiðar Íslendinga haft gildi og verið jafngildir undirskriftum. Eiður var óbrjótanlegur og menn misstu æruna ef þeir brutu hann sem var mesti álitshnekkir sem hægt var að bíða. Á miðöldum voru menn drepnir ef þeir gengu á bak orða sinna.
En hvað gerist þegar bókunin verður samþykkt? Ekkert að því virðist. Nýr dagur rennur upp á ný og lífið gengur sinn vanagang að því virðist. Ekkert hefur breyst...eða hvað? Jú, tifandi tímasprengja hefur verið sett af stað. Þegar örlagaríkir tímar renna upp, þeir gera það alltaf, þá getur reynt á hvort íslensk lög eða evrópsk séu rétthærri. Og það skiptir máli. Hefur einhver gleymt ICESAVE málinu? Hvernig hefði það farið ef bókun 35 hafi þá verið samþykkt? Það liggur í eðli málsins, að íslenskir hagsmunir fara ekki alltaf saman við heildarhagsmuni ESB. Þeir hagsmunir eru sniðnir að stærstu aðildarríkjum ESB.
Þegar Ísland var undir stjórn Dani, var landið ekki nýlend, heldur hjálenda. Virðist ekki vera mikill munur á og er ekki. Sérstaklega ekki ef landsmenn eru komnir undir vilja og duttlunga erlendra stórvelda.
Stórskáldið sagt eitt sinn: En þegar á íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." (Eldur í Kaupinhafn. 13. kafli. Arnas Arnæus.). Menn geta túlkað þessi orð eins og þeir vilja í þessu samhengi.
P.S. Hvað ætlar forseti vor að gera? Skrifa undir?
Bloggar | 28.12.2024 | 11:46 (breytt kl. 17:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 28. desember 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020