Fólk virðist ekki skilja taktík Trumps, þrátt fyrir öll þessi ár sem hann hefur verið í sviðsljósinu. Hún er einföld, hann biður/heimtar meira en hann ætlar sér að fá. Hann lætur viðsemjanda sinn eða sína fá sjokk meðferð með kröfum sínum. Eins og komið hefur verið inn á hér í fyrri greinum, þá snýst Panama skurðsmálið um að reka Kínverja í burtu þaðan en Hong Kong fyrirtæki rekur tvær hafnir við skurðinn. Einnig, telja sumir, að ætlunin sé fá lægri gjöld á bandarísk skip sem fara í gegnum skurðinn og er nauðsynlegt í komandi viðskiptastríði Kína og BNA.
Snúum okkur aftur að Grænlandi. þrjár ástæður fyrir kröfur hans. Bráðnun norðurskautsins þýðir að nýjar siglingarleiðir eru að opnast til Asíu og það gæti jafnvel þýtt að hægt er að sigla þessa leið í stað Panamaskurðsins.
Önnur ástæða er sjaldgæfir málmar og efni eins og úraníum, gull o.m.fl.
Þriðja ástæðan er að fjarlægð Bandaríkjanna frá Rússlandi er hætt að skipta máli. Komnar eru fram eldflaugar sem fljúga á ótrúlegum hraða og fara ekki eftir ákveðnum brautum. Má hér nefna Kinzhal eldflaugina. Mikill hraði hennar - sem getur náð Mach 10 í stuttan tíma - og hæfni til að stjórna á flugi hjálpar henni að forðast loftvarnir. Viðbragðstími loftvarnarkerfis Bandaríkjanna minnkar því sem nemur. Það er ástæðan fyrir að Bandaríkjamenn eru í fyrsta sinn að tala um að koma sér upp Iron Dome loftvarnarkerfi eins og Ísraelar hafa.
Með því að koma sér upp loftvarnarkerfi á Grænlandi aukast líkurnar á að verjast kjarnorkuvopna árás frá Rússlandi. Bandaríkjamenn hafa síðan í seinni heimsstyrjöld haft herstöð á Grænlandi sem kallaðst Thule Air Base (flugherstöðin Thule) en bandaríski geimherinn hefur tekið stöðina yfir og kallast hún Pituffik geimstöð (e. Space Base). Hún er í dag ekki nóg fyrir varnir Bandaríkjanna.
Fáir hafa velt fyrir sér af hverju Bandaríkjamenn yfirgáfu eina mikilvægustu herstöð sína í Norður-Atlantshafi, Keflavíkur herstöðina 2006 og af hverju þeir töldu sig geta það. Ástæðan var einföld þá, Bandaríkjaher réði ekki við að vera í tveimur stríðum í einu og þeir töldu sig geta skilið hana eftir hálfvirka því að þá sáu gervihnettirnir um að vakta hafið og herþotur frá austurströnd Bandaríkjanna aðeins 2 klst að komast hingað. Það er bara ekki nóg í dag.
En ef Kaninn kaupir Grænland (sem er algjörlega út í hött að gerist), þá geta þeir raðað eldflauga palla og herstöðvar eftir austurströnd Grænlands og verið í stuttu skotfæri við Rússland. Þetta vita Rússar og eru væntnalega ekki kátir með þessi áform. Og þetta gæti verið peð í skák Trumps í friðarviðræðum um Úkraínu.
Fyrir Íslendinga væru þetta ekki góðar fréttir, því að hernaðarlegt mikilvægi Keflavíkurflugvallar minnkar sem því nemur, hún jafnvel óþörf. Bandarískir hershöfðingjar hafa bölvað yfir þessa ákvörðun Bush stjórnarinnar og viljað koma hingað í fulla viðveru allar götur síðan en það kann að vera óþarfi ef Grænland lætur Kanann fá fleiri herstöðvar. Þess vegna hefur bloggritari alltaf varað við að treysta á aðra um varnir Íslands. Við getum bókað það að ekkert Iron Dome kerfi verður sett upp á Íslandi ef þriðja heimsstyrjöldin verður, kannski THAAD loftvarnarkerfi sett upp í kringum Keflavíkurflugvöll.
En það er annar vinkill á þessu máli. Viðbrögð Dana. Danski ráðherrann Troels Lund Poulson boðar nú (í gær) mikilli innspyrningu fjármagns sem á að fara í varnir Grænlands. $1,5 milljarða eða hátt í 200 milljarða íslenskra króna. Í þessum pakka eru tvö herskip, tveir langdrægir drónar og tvö sleðahundateymi. Spánýir borgaralegir flugvellir verða framlengdir til að geta tekið á móti F-35 herþotur. Með hræðslu þvingunum hefur Trump náð sínu fram.
En karlinn vill meira. Nú eru kröfur um að aðildarríki NATÓ leggi fram 5% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál! Úr 2% sem aðeins 23 af 32 aðildarríkjum hafa náð. Pólverjar eru komnir upp í 4%.
Hvar stendur Ísland í þessu öllu og prósentuhlutfall til varnamál af vergri landsframleiðslu? Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að útgjöld til varnarmála verði um 6,5 milljarðar króna. Þar sem nákvæm VLF fyrir 2024 er ekki þekkt, er hægt að áætla hlutfallið með því að miða við VLF ársins 2023.
Samkvæmt hagspá Greiningardeildar Landsbankans var VLF árið 2023 um 4.321 milljarðar króna. Ef við miðum við þessa tölu, þá eru útgjöld til varnarmála um 0,15% af VLF (6,5 milljarðar / 4.321 milljarðar * 100). Af þessum 6,5 milljarða fara 1,5 milljarðar í Úkraínustríðið! Fyrr eða síðar hlýtur Trump að rekast á Ísland á landabréfakortinu eða í skýrslum og byrja að spyrja. Skiptir Ísland máli fyrir okkur? Getum við lagt niður herstöðina í sparnaðarskyni? Geta þeir (Íslendingar) ekki borgað meira en 0,15% og lagt til mannskap til varnar? Og svo framvegis.
Brúðumeistarinn Trump togar í spottana og litlu brúðukarlarnir um allan heim dansa eftir hugdettum karlsins. Hefur nýi forseti Íslands nokkuð óskað karlinum til hamingju með sigurinn?
Bloggar | 25.12.2024 | 13:43 (breytt kl. 13:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ingólfur Jónsson frá Prestbakka (f. 1918, d. 1993) var lengi kennari við Réttarholtsskóla og kenndi hann mér kristin fræði er ég var unglingur. Hann var einn af fáum kennurum sem villingarnir báru náttúrulega virðingu fyrir og þeir verstu voru stilltir hjá karli.
Ég vissi þá ekki að hann var þá hálfgerður sérkennari sem hafði lag á seinfær börn og gat ráðið við vanstilltustu börn. En flestir þekkja hann sem laga höfund og tengja hann við jólalög.
Það þekkja allir hið sígilda jólalag "Bjart er yfir Betlehem" eftir hann og man ég er lagið var sungið í Bústaðarkirkju og hann sat mér við hlið og presturinn sagði frá því að hann væri höfundur texta. Mikið var ég hissa og ekki minnkaði virðingin. En mikið væru nútíma jól fátæklegri án laga hans en hann var gott ljóðskáld, þótt ekki væri meira sagt.
Bloggar | 25.12.2024 | 00:50 (breytt kl. 00:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 25. desember 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020