Liggja valkyrjurnar í valnum strax í upphafi?

Menn vilja kalla stjórnina sem nú er verið að reyna að mynda valkyrjustjórn.  Hljómar sem skemmtilegt heiti á ríkisstjórn en er kannski fyrirboði um hvernig stjórnin verður.

Til gaman má geta að valkyrjur, í norrænni goðafræði, eru hópur meyja sem þjónaði guðinum Óðni og voru sendar af honum á vígvellina til að velja hina vegnu sem áttu sæti í Valhöll.

Þessir forboðarar riðu til vígvallarins á hestum, með hjálma og skjöldu; í sumum tilfellum flugu þær um loft og sjó. Sumar Valkyrjur höfðu vald til að valda dauða þeirra kappa, sem þær vildu ekki; aðrar, einkum hetju valkyrjur, vörðu líf og skip þeirra sem þeim voru kærar. Fornnorrænar bókmenntir vísuðu í hreinar yfirnáttúrulegar valkyrjur og einnig í valkyrjur manna með ákveðna yfirnáttúrulega krafta.

Efa má að formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins séu gættar yfirnátttúrlega krafta en þær hafa vald yfir flokkum sínum. Valkyrjur eru vígreifar og því má búast við þær snúist hver á móti annarri áður en langt um líður. Kannski er betri viðlíking að líkja þeim við prímadonnur. Allir vita hvernig er að umgangast slíkar konur.

Slúður berst af því að nú fái Flokkur fólksins aðeins tvo ráðherra en réttast væri að hann fengi þrjá ef miðað er við kosningarfylgi. Aðeins formaður Viðreisnar hefur reynslu af ráðherrastörfum og því má búast við að þegar rennur af þeim víman af því að komast til valda og dagleg störf taka við, þá súrni í Ásgarði og þær snúist hver gegn annarri.

Ætli það verði eins og í þessu myndbandi, þær koma askvaðandi inn en skilja allt eftir í rúst!


Bloggfærslur 17. desember 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband