Bloggritari hélt að samtök her andstæðinga sem kalla sig í dag Samtök hernaðarandstæðinga væri liðin tíð, úrelt fyrirbrigði. En svo er ekki. Wikipedia segir um þessi samtök (eða eru þetta fámennur hópur sem hittist í kaffi nokkrum sinnum á ári eða yfir bjór og sendir frá sér vígreifar ályktanir við og við?) eftirfarandi:
"Samtök hernaðarandstæðinga (áður Samtök herstöðvaandstæðinga) eru íslensk félagasamtök sem eru þekkt fyrir áralanga baráttu fyrir brotthvarfi bandaríska hersins frá Íslandi. Samtökin berjast gegn hervaldi og ofbeldi sem leið til að leysa deilumál þjóða. Þau krefjast þess einnig að Ísland segi sig úr NATO. Hernaðarandstæðingar eru friðarsinnar og hafa barist gegn stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðsrekstur út um heim svo sem við stríðin í Írak, Afganistan og Líbíu. Einnig berjast þau fyrir banni við framleiðslu kjarnorkuvopna og gegn stuðningi Íslands við kjarnorkuvopnasefnu Bandaríkjanna og NATO."
Hljómgrunnur þessa hóps er ekki meiri en það að meirihluti Íslendingar hefur kosið að styðja veru Íslands í NATÓ í gegnum tíðina enda flestallt fólk raunsætt á lífið og tilveruna. En hvaða fólk er þetta? Jú auðvitað er svarið einfalt. Þetta fólk kemur úr rana svokallaða menntaelítuna, úr Háskóla Íslands og úr skori stjórnmálafræðinnar og sagnfræðinnar, úr Hugvísindadeild háskólans sem hefur tekið upp voke menninguna hráa og allar -isma dillur sem hálærðir spekingar hefur dottið í hug, alsgáðir eða drukknir.
Já, þetta eru vinstri róttæklingar sem kjósa VG, Sósíalistaflokk Íslands og Pírata. Nú eru þessi flokkar komnir á ruslahaug sögunnar en hugmyndafræðin deyr ekki svo glatt. Lengi vel voru til Stalínistar, þrátt fyrir afhjúpun glæpaverka hans, héldu áfram að vera slíkir. Man eftir síðasta þeirra sem endaði sem vitavörður, þar sem hann gat lesið rauða kverið óáreittur.
Eftirfarandi listi formanna her(stöðva)andstæðinga lýsir vel þennan hóp og hvaðan þeir koma:
Stefán Pálsson, sagnfræðingur 1999-2000
Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur 2000-2001
Stefán Pálsson, sagnfræðingur 2001-2015
Auður Lilja Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur 2015-2018
Guttormur Þorsteinsson, sagnfræðingur 2018-
Þetta segir manni að sagnfræðideildin innan HÍ er mesta vinstri bæli landsins og mesta furða að menn komist óskaddaðir á sál eftir þriðja til fimm ára dvöl þar innan dyra sem fræðimenn!
En hernaðarandstæðingar eru dæmdir til að vera taparar, því mannlegt eðli breytist ekki og stríð verða áfram hvort sem þeim líkar betur eða verr. Segi eins og maðurinn: Sed adhuc rotat!
Bloggar | 13.12.2024 | 15:50 (breytt kl. 17:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 13. desember 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020