Sjálfstæðisflokkurinn stendur sig einn flokka vel í varnarmálum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið málaflokkinn sig varða og ekki látið standa við orðin tóm. Utanríkisráðherrann okkar hefur verið skellegg í varnarmálum og ekki gleymt því að hún er í senn utanríkis- og varnarmálaráðherra. Það sem bloggritara greinir á við hann er pólitíkin, þ.e.a.s. afskipti af erlendum stríðum og ágreiningi milli ríkja. 

Ritari hefur bent á að herstöðin á Keflavíkurflugvelli hefur verið opin og í "fullum rekstri" um árabil. Það sem hefur breyst er að fleiri NATÓ-ríki koma að rekstrinum og varanleg viðveru hermanna. Herstöðin er því sannarlega orðin að NATÓ herstöð. Að meðaltali dvela um 300-400 hermenn á varnarsvæðinu í Reykjanesbæ. Þetta má lesa í nýrri skýrslu: Samantekt um áherslur og aðgerðir í varnarmálum

Mikil uppbygging á sér stað á svæðinu og Helguvík er að breytast í flotastöð en það er t.d. verið að byggja lengri viðlegukant í höfninni og byggja olíutanka og margt fleira sem ekki er talið upp hér. Í raun risa uppbygging og fjárfest fyrir tugir milljarða.  NATÓ og Bandaríkjamenn borga að mestu reikninginn en Íslendingar leggja sitt fram.

Til marks um að það er ekki verið að tjalda til einnar nætur er að það er verið að reisa ný fjölbýlishús fyrir hermenn innan varnarsvæðisins.  Það endurspeglar í raun limbóið sem varnarmálin eru í, því að Kaninn skildi eftir hverfi íbúðahúsa, blokka hverfi, sem Íslendingar eignuðust og eru í ábúð fjölskylda. Hvar eru þá nýju íbúðirnar fyrir hermennina? Og hverjar eru þá framtíðaráætlanir varðandi herstöðina? Ætlar Bandaríkjaher að koma til baka formlega séð?

Viss óvissa hefur verið eytt er varðar þátttöku Íslendinga sjálfra en þeir takið á sig meiri stjórnsýslulega ábyrgð. Athygli vekur að um 100 manns starfar beint eða óbeint við varnarmál á vegum Íslands, hérlendis og erlendis og varnarmálaskrifstofa hefur verið efld með ráðningu sérfræðinga.

Aðrar stofnanir og ráðuneyti hafa tekið á sig meiri ábyrgð, sérstaklega dómsmálaráðuneytið, Landhelgisgæslan, ríkislögreglustjóri og íslenska netöryggissveitin (CERT-IS). Á grundvelli þjónustusamnings felur utanríkisráðuneytið varnarmálasviði Landhelgisgæslu Íslands framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna á Íslandi. Þetta er allt gott og blessað en limbóið varðandi stjórnsýslulega ábyrgð er enn viðvarandi. Það vantar sérstaka stofnun - Varnarmálastofnun - til að halda utan um alla þræði.

Framlög Íslendinga hafa aukist árlega umtalsvert. Frá rúmum milljarði 2016 til sex og hálfan milljarð árið 2024.  Athygli vekur að fjárframlagið eykst milli áranna 2023 og 2024 um milljarð. Hvers vegna? Jú, það á að eyða þessum peningum að hluta til í tilgangslaust stríð í Úkraínu.

Í kafla sem ber heitið: "Framlög í sjóði til stuðnings Úkraínu" á bls. 13 (sem kemur varnarmálum Íslands ekkert við, er lagt í alþjóðlegan sjóð til stuðnings Úkraínu sem Bretar leiða (InternationalFund for Ukraine - IFU) sem styður kaup á hergögnum. Á mannamáli þýðir þetta að Íslendingar eru að kaupa vopn og senda til stríðsaðila!

Svo segir: "Ísland leiðir ásamt Litáen ríkjahóp sem styður verkefni sem tengjast sprengjuleit og -eyðingu í Úkraínu og í tengslum við þann hóp hefur verið settur á fót sjóður til að styðja slík verkefni." Er hér um fjárframlag að ræða eða bein þátttaka í sprengjuleit og -eyðingu?

En það er samt margt jákvætt við framlag Íslands til Úkraínu en ætti ekki að flokkast undir varnarmál heldur neyðaraðstoð. Til dæmis kaup á færanlegu sjúkrahúsi í 10 gámaeiningum sem bráðamóttöku læknir sagði mér að væri betri en bráðamóttaka Landsspítalans! Meiri afkastageta og fleiri legurými! Er ekki hér ekki rangt gefið? Kostnaðurinn kemur á óvart, aðeins 1,1 milljarður. Í skýrslunni segir: "Sjúkrahúsið samanstendur af tíu gámaeiningum sem mynda fullbúið sjúkrahús sem starfað getur sjálfstætt og án stuðnings svo dögum skiptir. Sjúkrahúsið var afhent Úkraínu haustið 2023." Af hverju ekki að setja svona bráðabirgða sjúkrahús fyrir framan Borgarspítalann gamla á meðan það er verið að reisa nýja Landsspítalann?

Lítum aftur á bls. 16 á töflu um fjárlög til varnarmála. Þar kemur í ljós að Íslendingar byrja að senda peninga til Úkraínu árið 2022 og nam sú upphæð hálfan milljarð. Árið 2023 er upphæðin komin upp í tvo milljarða og 2024 er upphæðin komin í 2,2 milljarða.  Þetta þýðir að þriðjungur fjármagns sem er ætlað í varnarmál fer í erlent stríð. Hvernig fer þetta fram hjá fjölmiðlamönnum og hvers vegna er ekki spurt af hverju framlag til stríðs í erlendu ríki er sett undir varnarmál Íslands? Við getum ímyndað okkur rökin en kannski væri betra að aðskilja reikninginn? Ekki segja að þetta sé tengt NATÓ, það hernaðarbandalag er ekki í formlegu stríði við Rússa. Við erum ekki skyldug til að senda peninga til Úkraínu, við gætum gert þetta undir hatti mannúðaraðstoðar.

Þetta tengist heldur ekki kröfunni að 2% af vergri landsframleiðslu fari í varnarmál samkvæmt samþykkt NATÓ ríkjanna frá 2014. Aðeins 23 af 32 NATÓ-rikjum hefur tekist að ná því markmiði. Ísland mun seint ná 2% markmiðinu. Hef lesið (selt það ekki dýrara) að um 0,02% fari í varnarmál og þar af þriðjungur í erlent í stríð!

Það er eðlilegt að Landhelgisgæslan sjái um "líkamlega" framkvæmd varnarmála í rekstri ratsjárstöðva, þátttöku í varnaræfingum o.s.frv.

Lokakafli skýrslunnar heitir Næstu skref er sagt að hafin er vinna við að móta varnarmálastefnu til lengri tíma. Þessi vinna mun fara fram í samráði við  utanríkismálanefnd Alþingis, þjóðaröryggisráð og önnur ráðuneyti og stofnanir.  Það er vel en Íslendingar geta ekki endalaust treyst á að erlendir hermenn eða erlend ríki geti verndað Ísland. Ekkert ríki í heimi er herlaust og Ísland er það ekki heldur í raun. Við höfum bara úthýst herþjónustan til NATÓ-ríkja. Við getum alveg tekið yfir fleiri varnaþætti, jafnvel stofnsett heimavarnarlið eða smáher.

Svo er það framtíðin.  Það varð ljóst þegar Bandaríkin þurftu að berjast á tveimur vígstöðvum, í Írak og Afganistan, að þeir réðu ekki við verkefnið og það gegn veikum andstæðingum.  Samkvæmt herkenningu þeirra á Bandaríkjaher að getað háð tvö stríð samtímis en það er alveg ljóst að ef hann lentir í átökum við alvöru herveldi, svo sem Kína, þá er jafnvel hætta á að hann tapi þeirri viðureign. Hvað gera Íslendingar þá? Þá er hætta á að margir aðilar fari af stað. Munum eftir Kóreustyrjöldinni þegar Bandaríkjamenn börðust beint við Kínverja, hingað var sent herlið því talið var á heimsstyrjöld. En geta þeir það næst? Bandaríkjaher er enn öflugusti her heims en hann hefur samt sín takmörk.

Að lokum, hvernig munu valkyrjurnar taka á varnarmálum? Verða þau tekin alvarlega? Stendur það ekki enn sú fullyrðing að Sjálfstæðisflokkurinn einn taki málið föstum tökum? 

En við megum ekki gleyma því að Landhelgisgæslan er fjársvelt. Ekki einu sinni til aurar fyrir hreyfla á einu eftirlitsflugvél hennar. Það hefði mátt eyða þessum tveimur milljörðum sem fara í ár til Úkraínu í að kaupa nýja hreyfla eða efla starfsemi hennar á annan hátt. Kannski gætu menn vera séðir og tengt varnarfjárlög beint við LHG og sett alla varnarþætti undir hennar umsjón? Það verður hins vegar ekki gert nema með breyttum lögum.  Þarna skapast tækifæri fyrir LHG að fara beint í sjóði NATÓ sem eru digrir þessi misseri og geta kostað starfsemi hennar.


Bloggfærslur 10. desember 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband