Það eru ekki bara efnahagslegar afleiðingar af komandi valdatöku Trumps heldur líka pólitískar. Óvinaríki eins og Venesúela og Rússland hafa þegar óskað Trump til hamingju með sigurinn.
Snúum okkur að hræðsluáróðrinum sem óvinir Trumps eru þegar byrjaðir að predika. Þeir segja að með því að reka tugir milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi, muni það skaða efnahag ríkisins. Þessi postular taka þá ekki með í myndina kosnaðinn af ólöglegum innflytjendum.
Nú er leitað á náðir ChatGPT:
"Áætlaður heildarkostnaður á ári vegna ólöglegra hælisleitenda: 58-60 milljarðar dollara
Þessi heildarkostnaður inniheldur bæði beinan kostnað (heilsugæslu, menntun, löggæslu) og nokkurn óbeinan kostnað (t.d. samfélagsþjónustu, réttarmeðferð). Hins vegar er rétt að taka fram að þetta er gróft mat, þar sem ekki eru allir óskráðir innflytjendur hælisleitendur og ekki er allur kostnaður beint að rekja til mála sem tengjast hæli.
Hagnaður í tekjum
Á hinni hliðinni leggja innflytjendur án skráningar, þar á meðal hælisleitendur, til milljarða með sköttum, sérstaklega sölu- og eignarsköttum. Fjárlagaskrifstofa þingsins (CBO) áætlaði að að meðaltali greiði óskráðir innflytjendur um 10-15 milljarða dollara árlega í skatta.
Nettókostnaðaráætlun
Ef maður dregur frá áætluð skattframlög gæti nettókostnaður innflytjenda án skráningar, þar með talið hælisleitenda, verið á bilinu 45-50 milljarðar dollara á ári. Þetta er áætluð tala, mjög háð þeirri stefnu sem er til staðar og hvernig kostnaði er stjórnað á ríkis- og sambandsstigi." Tilvísun í ChatGPT endar.
Nú eru vinstrilingarnir farnir að predika að tolla- og efnahagstefna Trumps muni leiða til efnahagshruns. Þessir "snillingar" eru fljótir að gleyma seinustu valdatíð Trumps, þar sem efnahagurinn blómstraði og hörð tollastefna hans leiddi til gífurlegs hagvöxt í Bandaríkjunum, sögulega lága verðbólgu, orkuverð í lágmarki og dagvöruverð í lægstu hæðum.
Efnahagur Bandaríkjanna eftir skattalækkanir og verndatolla
Trump boðar skattalækkanir, það þýðir minni tekjur. Það eru nokkrar leiðir til að mæta tekjutapi fyrir ríkissjóð (sama lögmál gildir fyrir Ísland). Stækka þjóðarkökuna sem Trump ætlar að gera með því að gera Bandaríkin að mesta olíu- og gasríki heims. Það geta Bandaríkjamenn auðveldlega, því að þeir eiga mestu orkulindir heims og hvetur til innlenda framleiðslu aukningu á öllum sviðum. Svo er það verndartolla stefna Trump sem vinstri menn hafa gagnrýnt harðlega en minnast ekki á að Biden tók ekki þessa tolla af þegar hann tók við völdum. Hann hélt þeim gagnvart Kína! Eru viðskiptin á milli ríkjanna eitthvað verri?
Keðjuverkun mun eiga sér stað. Fólk vill gleyma að orkan (sama hvaðan hún kemur) knýr efnahagslíf þjóðfélagsins. Íslendingar eru mjög heppnir að vera að mestu orku óháðir og geta treyst á innlenda orku. Ef Íslendingar þyrftu að nota erlenda olíu myndi það kosta þjóðfélagið tugir ef ekki hundruð milljarða króna árlega. Ef orkuverð er lágt, er allur fyrirtækjakostnaður lágur, það þýðir lægra vöruverð og hærri laun. Verðbólga helst lág og fjárfestingar í hámarki = þjóðarkakan stækkar. Er ekki hagsældartímabil framundan ef friður kemst á og efnahagur blómstrar?
Meira segja Íslendinga græða á þessari efnahagsuppsveifu Bandaríkjanna. Kíkjum á tollakjör Íslands gagnvart Bandaríkjunum. Ísland hefur "Normal Trade Relations (NTR) duty rate" eða "Most Favoured Nation (MFN) duty rate" stöðu gagnvart Bandaríkjunum. Þetta þýðir að íslenskar vörur njóta lægri toll- eða tollfríðinda, til dæmis á drykkjarvörum, sem eru undanþegnar tolla samkvæmt þessum kjörum. Hins vegar þarf engu að síður að greiða sérstakan vörugjald eða áfengisgjald eins og innlendir framleiðendur í Bandaríkjunum, ef varan fellur undir slíka gjaldtöku.
Þetta stöðugildi tryggir Íslandi ákveðin efnahagsleg kjör í viðskiptum við Bandaríkin, sem er mikilvægt fyrir útflutningsaðila á ákveðnum vörumarkaði.
Áður en við látum tilfinningar okkar gagnvart persónunni Trump leggja þoku yfir skynsemi okkar, ættum við að hafa í huga að samskipti ríkjanna hefur verið gífurleg sterk og ná til seinni heimsstyrjaldar. BNA voru fyrst til að viðurkenna íslenska lýðveldið og hafa lagt sitt til íslensku þjóðarkökuna (Varnarlið var stór hluti af íslensku efnahagslífi um áratugaskeið). Bandaríkin hafa líka verndað okkur og sparað okkur herkostnað en án Bandaríkjanna hefðu Íslendingar neyðst til að stofna íslenskan her. Það væri því heimskulegt að móðgast og vinna gegn stjórn Trumps næstu fjögur árin; það er gegn íslenskum hagsmunum!
Bloggar | 8.11.2024 | 19:01 (breytt kl. 22:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Úrslit kosninganna í Bandaríkjunum og í Evrópu undanfarið er skýr skilaboð almennra borgara til ráðamanna að fólk almennt er búið að fá nóg af öfga vinstri stefnu. Almennt hafa vinstri flokkar farið langt til vinstri, líka Demókrataflokkurinn sem hafði haldið sig á miðjunni.
Fólk vill almennt ekki opin landamæri, skattaáþján, afskipti ríkisvaldsins af einkalífi fólks og skert tjáningarfrelsi. Það vill eiga fyrir nauðþurfum, viðhalda fjölskylduna, vinna sín störf og fá að tjá sig sem borgarar í lýðræðisríki.
Fjölmiðlar reyndu að mála Donald Trump sem Hitler endurborinn en fólk vissi sem var, að Trump hafði sannað sig sem forseti og forsetatíð hans var farsæl. Engin stríð, efnahagurinn blómstraði, lítið atvinnuleysi og kaupmáttur almennt var góður. Allir hópar, líka minnihlutahópar, gekk vel.
Held að flestum Íslendingum sé illa við Trump, enda búið að mála hann sem mann sem er ekki húsum hæfur. Engin getur þó bent með rökum af hverju hann var svona vondur forseti (utan orðbragð hans). Íslenskir fjölmiðlar hafa copy/paste fréttaumfjöllun bandaríska megin fjölmiðla sem hefur hingað til verið mjög neikvæð gagnvart Trump og Repúblikana almennt. Eina sem Íslendingar ættu að hafa áhyggjur af, er hvernig samskiptin verða við Bandaríkin í kjölfar valdaskiptanna vestan hafs.
Meginfjölmiðlar eru búnir að missa allan trúverðleika gagnvart almenning og traustið er farið. Hvort þeir misstu trúverðleikan við að taka niður Trump eða nýja fjölmiðlabyltingin, með samfélagsmiðlana hafi þarna spilað megin rullu, er erfitt að segja.
Megin mistök almennings og fjölmiðla er að rugla saman persónu og pólitíska stefnu. Það heldur að maður sem er tungulipur og kurteis í tali sé góður leiðtogi. Raunveruleikinn er annar. Enginn verður leiðtogi nema að hafa bein í nefinu og vera valdafíkill. Persónan skiptir minna máli en pólitísk stefna hennar. Þori að fullyrða að allir stjórnmálaleiðtogar hafa einhver leyndarmál að fela.
Bloggar | 8.11.2024 | 10:49 (breytt kl. 10:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 8. nóvember 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020