Repúblikanaflokkurinn er nú Trump flokkur

Þeir sem fylgjast vel með bandarískri pólitík, komu þessi úrslit í nótt ekki á óvart. Kamala Harris reyndist vera gjörsamlega óhæfur frambjóðandi, ekki einu sinni með umboð frá eigin flokki, og hún ætlaði að beita sömu taktík og Joe Biden, að heyja kosingabaráttu úr kjallara. Harris misreiknaði sig illa, því að kjallara framboð var bara í boði í heimsfaraldri, ekki í venjulegu ástandi.

Bloggritari fylgist afar náið með bandarískri pólitík og veit enn ekki fyrir hvað Harris stóð fyrir. Hún skipti nefnilega um skoðun á öllum málum og hvort var hvað?  En miðað við málflutning hennar áður en hún fór í núverandi framboð, stóð hún fyrir wokisma, lögleysu (defund the police), árásir á jarðneytisframleiðslu, opin landamæri, skattahækkunum, útdeilingu gæða til sérhópa úr tómum ríkissjóði, ístöðuleysi í utanríkismálum og miðað við þessar áherslu, myndi hún sóma sér vel í VG sem formaður.

Það er einn demókrati sem er mjög ánægður með úrslitin, en það er Joe Biden sem þurfti að þola valdarán, útskúfun og niðurlægðingu.Nú getur hann sagt: Þið hefðuð átt að halda ykkur við mig og ég hefði sigrað (sem ekki var það sem stefndi í).

Mikill munur verður á forsetatíð Trump miðað við þeirri fyrri. Nú þekkir hann alla, veit hvernig stjórnkerfið virkar, veit strax frá byrjun hverjir reynast vel og hverjir ekki. Hann er með mikla reynslu að baki og hann hefur utan forsetis tíðar sinnar unnið markvisst að styðja kandidata sem styðja hans stefnu innan Repúblikanaflokksins. Nú er svo komið að það er engin andstaða lengur innan flokksins og því verðu auðveldara nú að hrynda stefnu hans áfram. Það lítur út fyrir að Fulltrúadeildin haldist, Öldungadeildin fellur líka í skaut Repúblikanaflokksins og Hæstiréttur Bandaríkjanna er í höndum Repúblikana, 6-3. 

Mál gegn Trump munu falla um sjálf sig. Hann mun vaða í spillta FBI og hreina ærlega innandyra, CIA fær líka útreið (varðhund djúpríkisins) og leyniþjónustan sem hefur átt í erfiðleikum með að halda honum á lífi, fær líka hreinsun. Djúpríkið verður áhyggjufullt vegna niðurskurðar framundan.

Milljónir manna verður hent úr landi, löglegir innflytjendur verða líka stöðvaðir og verður þetta fyrsta verk hans. Landamæraveggurinn heldur áfram að rísa og stjórnkerfið verður ærlega hreinsað. 

Elon Musk hefur fengið það hlutverk að skera niður. Það er svaka niðurskurður framundan, 80% niðurskurður á ríkisútgjöldum og á stofnunum. Spara á 2-3 trilljarða dollara og ríkissjóður á að skila afgangi. Ef einhver getur þetta, er það Elon Musk.

Robert Kennedy mun taka til með heilsu Bandaríkjamanna sem er slæm almennt.

Bandaríkin verða mesta olíuveldi heims undir stjórn Trumps. Tollastefna tekur við gagnvart ESB og Kína. Skattalækknir og reglugerðir teknar og niðurskornar. Verðbólga mun lækka, sem og orkuverð og matvælaverð.

Lögleysa verður úr sögunni með öflugri löggæslu og Trump mun segja "sanctury cities" eða "verndar borgir" stríð á hendur.

Herinn fær sína sneið og hættir að vera woke her.  Bandaríkin verða áfram í NATÓ, þrátt fyrir endurkomu Trumps, en NATÓ-ríkin verða að standa og sitja eins og hann segir.

Evrópa er ekki ánægð, a.m.k. í Vestur-Evrópu en Austur-Evrópa er þarna búin að fá bandamann gegn wokisma og opnum landamærum. Hvar Ísland stendur í þessu, veit enginn. Ekki einu sinni Trump sem hefur aldrei minnst á Ísland á nafn. Staða okkar verður því status quo, áfram útvarðar herstöð Bandaríkjanna.

Pútín segist ekki ætla að óska til hamingju en hann veit svo sem að sendinefnd fer á næstunni á fund hans til að leysa Úkraínustríðið. Hann er ánægður með það. Kínverjar hafa sætt sig við sína framtíð, búast við tollum og fresta Taívan ævintýri sínu líklegar þar til Trump endar sinn forseta feril. 

Spurning hvernig Íran bregst við, því nú hafa Ísraelar opin skotleyfi á landið. Mun hugmyndafræðin taka yfirhöndina eða almenn skynsemi? Því að í næstu hrynu munu Ísraelar ráðast á kjarnorkuver Írans og olíuinnviði. Arabaríkin  (súnní ríkin) munu kappkosta að styðja Ísrael, leynt og ljóst. Sádar eru einstaklega hrifnir af Trump.

Í stað þess að valdatíð Trump hefði verið 8 ár, ef hann hefði sigrað Joe Biden, stefnir í að valdatíð hans vari í 12 ár. 

Trump er og verður Trump, kjaftaskur, víg reifinn en burt séð frá persónuleika göllum (og kostum), mun hann drífa Bandaríkin áfram eins og fyrirtæki. Vinstrið verður áfram móðgað en valdalaust næstu tvö árin.

Trump breytti Repúblikanaflokknum úr elítuflokki yfir í breiðan borgaraflokk, eins og Sjálfstæðisflokkurinn var einu sinni, flokk verkamanna og millistéttarinnar. Flokk sem allir kynþættir geta kosið.  Repúblikanaflokkurinn er sannarlega Trump flokkur í dag.


Bloggfærslur 6. nóvember 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband