DOGE er stefna Milton Friedman á sterum! Af hverju ekki á Íslandi?

Nýja niðurskurðar- og hagræðingar "ráðuneyti" Bandaríkjanna "DOGE" með Elon Musk og Vivek Ramaswamy í forsvari ætlar að skera upp ríkisbálkið og ekki bara það, heldur leggja stóran hluta þess niður. Argentína reið á vaðið um árið og er að uppskera í þessum skrifuðum orðum uppskeruna.

Engar slíkar fyrirætlarnir eru í gangi á Íslandi og ef eitthvað er boða allir flokkar, utan Lýðræðisflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Ábyrgðar framtíðar og Miðflokkurinn, óbreytta skattastefnu og jafnvel hærri skatta = Samfylkingin. Ekki á einu sinni að skera niður eitt stöðugildi hjá hinu opinbera - ríkinu. Nýjasta nýtt í stækkun bálknsins er mannréttindastofnun Íslands sem á að sóa peningum í tilgangslaust hjal árið um kring.

Já, bálknið stækkar, reglugerðabunkanir verða að pappírsfjöllum, og Íslendingar hæstánægðir með að kjósa yfir sig skattaflokka og aukin ríkisafskipti. Gott ef þeir láta ekki plata sig í ESB í þessum kosningum.  Verði þeim að góðu á morgun. Þetta kusuð þið og ekki kvarta næstu 4 árin yfir verðbólgu, háu matvælaverði, skattaáþján, háu orkuverð, skort á húsnæði, lélegu velferðakerfi sem og heilbrigðiskerfi og opnum landamærum. Ykkar er og var valið.

 

 

 


Kamelljónið Trump sigrar alla andstæðinga

Umdeildasti forseti Bandaríkjanna síðari tíma, jafnvel frá upphafi, er Donald Trump. Það er fáir forsetar sem ná að vera eins hataðir eða elskaðir eins og hann. Andrew Jackson kemst næst honum og svo má minna á Abraham Lincoln sem nú er í dýrlingatölu en var hataðar af andstæðingum sínum, svo mikið að hann var drepinn.

Meiri segja tap í síðustu forseta kosningum 2020 hefur reynst honum heilladrjúpt. Í stað 8 ára valdtíðar, nær valdatíð hans 12 ár, beint og óbeint, og hann getur bent á 4 ára valdatíð Joe Biden sem víti til varnaðar. Eflaust munu áhrif hans eftir næsta valdskeið ná langt fram í tímann.

Aðrar eins árásir pólitískra andstæðinga hans hefur ekki sést síðan...?  Á meðan hann gengdi embætti sætti hann stanslausum rannsóknum, sem hann var sýknaður af og hann var ákærður fyrir embættisafglöp tvisvar sinnum og í bæði skiptin sýknaður. Eftir að hann lét af embætti, var hann látinn í friði en um leið og hann sagðist ætla að bjóða sig fram aftur, rigndi yfir hann ákærður, bæði opinberar ákærur og einkamála ákærur.  Nú þegar hann er að verða forseti á ný, hafa allar ákærurnar fallið um sjálfa sig enda af pólitískum rótum. 

En það er ekki nóg að taka hann af lífi pólitískt, heldur á að taka hann bókstaflega af lífi. Reynt hefur verið að drepa hann í tvö skipti, sem auðljóslega mistókst, en morðsveitir Írana eru enn á eftir honum og leynast í mannhafinu í Bandríkjunum.

Trump er kjaftfor, sjálfhverfur og valdafíkill.  En hann á líka sínar góðu hliðar, en það er trygglindi og fyrirgefning (síðasta dæmi er Mark Zuckenberg, eigandi Facebook). Þannig að hann er eins og hann er.  En fyrir okkur hin, sem látum ekki persónunina trufla okkur, skiptir máli hvað hann gerir sem forseti.  Hingað til hefur það verið jákvætt sem hann hefur gert.

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 29. nóvember 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband