Ísöld versus hnattræn hlýnun

Nútímamaðurinn heldur að hann sé almáttugur og hann geti stjórnað nátttúrunni.  Hann getur það að vissu leyti en ekki öllu. Mesta vá sem hann er ábyrgur fyrir er mengun og eyðing vistkerfa; plantna og dýra. Hann er hins vegar nokkuð vanmáttugur gagnvart hitastigi jarðar. 

Maðurinn heldur að útblástur loftegundina CO2 (sem hann ber lítið ábyrgð á, náttúran blæs mest af henni í andrúmsloftið), breyti hitastigi jarðar.  Sannleikurinn er að jörðin gengur í gegnum tímabil sem við upplifum sem ísaldir eða hlýindaskeið.  Síðast ísöld var fyrir rúmum 10 þúsund árum.  

Af hverju eru hlýindaskeið eða kuldaskeið? Það síðarnefnda verður þegar minni af sólargeislum skín á norðurhvel jarðar. Jöklar skríða fram. Menn eru áhyggjufullir að jöklar hverfi á Íslandi og annars staðar, en gleyma að jöklar lúta sömu lögmálum og flóð og fjara, ganga fram og aftur.

Lögmálin sem hér liggja að baki er fjarlægð jarðar (braut jarðar gagnvart sólu) frá sólu og styrkur geisla sólar sem og halli jarðar. Í dag hallast ás jarðar 23,5 gráður frá brautarplani hennar um sólina. En þessi halla breytist. Á hringrás sem er að meðaltali um 40.000 ár er halli ássins breytilegur á milli 22,1 og 24,5 gráður. Vegna þess að þessi halla breytist geta árstíðirnar eins og við þekkjum þær orðið ýktar en líka tímabil hlýindaskeiða og kuldaskeiða.

Það er því alveg öruggt að kuldaskeið kemur aftur. Sumir segja að við séum að fresta næstu ísöld en það er lítið, því eins og áður sagði, er það nátttúran sem blæs mest af gróðurhúsa lofttegundum, ekki maðurinn.

 

Hér er sagt frá því þegar grunnvatn er uppdælt í miklu mæli hefur það áhrif á halla jarðar. Hver hefði trúað því að uppdæling grunnvatns myndi hafa þau áhrif að trufla snúning eða halla jarðar?

Why is earth tilting?


Bloggfærslur 26. nóvember 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband