Nú er DV farið á flug eins og fuglinn Íkarus. Nú láta Evrópusambandsinnar sig dreyma um að Norðmenn séu á leiðinni í ESB með breyttri alþjóðlegri stöðu og tekur DV undir þetta. Forsendurnar eru langsóttar.
Ímyndað er að Bandaríkjamenn yfirgefi einu bandamenn sína í heiminum, Evrópuþjóðirnar, sem hafa alltaf staðið með Bandaríkjunum og yfirgefi NATÓ einhliða.
Trump getur ekki yfirgefið NATÓ, því að Evrópa er fyrsta vörn Bandaríkjanna gegn árásum úr austri og suðaustri. Frá Rússland og alla leið niður í rauða hálfmánann. Án Evrópu væru Bandaríkjamenn í vondum málum. Austurströndin berskjölduð og það væri enginn Noregur til að loka fyrir kafbátaferðir Rússa fyrir Kólanskagann, (og ekkert Ísland né GIUK hliðið) væri austurströndin galopin. Helstu birgðastöðvar Bandaríkjanna fyrir næsta stríð eru einmitt í Noregi. Keflavíkurflugvöllurinn er framlínu herstöð sem brjálæði væri að yfirgefa að fullu eða herstöðvarnar í Noregi eða Bretlandi.
Annað mál er með vesturströnd Bandaríkjanna, þar er hið gríðarlega stóra haf, Kyrrahafið, nokkuð góð vörn. Þannig að reyna að tengja NATÓ - aðild Evrópuþjóða við EES- saminginn eða inngöngu í ESB er fjarstæðukennt.
Noregur er í sömu stöðu og Sviss, forríkt land, fjallaland með góðar varnir og eru bæði ríkin í góðri stöðu gagnvart Evrópusambandinu.
Í grein DV segir að Norðmenn telji sig þurfa að sækja um inngöngu í ESB ef Ísland færi í ESB. Þarna er blaðamaðurinn að hlusta á norska ESB-aðildarsinna, ekki raunverulegan vilja almennings. Ef eitthvað er, þá eru Íslendingar og Norðmenn í verri stöðu ef Trump ætlar sér að fara í tollastríð við ESB. Hann er búinn að hóta því að leggja 10% tolla á sambandið sem hann gerir örugglega. Þessi tollar munu ekki falla á Ísland eða Noreg eða aðrar EFTA þjóðir, því við erum ekki í sambandinu. Noregur og Ísland eru of mikilvæg lönd fyrir varnir austurstrandar BNA að þeir geri eitthvað svo heimskulegt.
ESB hefur 5% af mannkyninu innanborðs og það kemur ekki í stað ótal fríverslunarsamninga sem Ísland/EFTA hafa gert. Íslendingar hafa gert fríverslunarsamninga við ótal ríki, sjá fyrri grein mína.
ESB, EES og fríverslunarsamningar
Og staða Íslands gagnvart efnahagsveldið Bandaríkin er nokkuð góð. Ísland hefur sérstaka stöðu samkvæmt svokölluðum Normal Trade Relations (NTR) tollakjörum (áður nefnt Most Favoured Nation, MFN). Þessi staða tryggir Íslandi betri viðskiptakjör en mörgum öðrum ríkjum utan WTO eða ríkjum sem ekki njóta NTR-tollkjara. En hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Engir tollar eru á mörgum vörum. Bandaríkin leggja almennt enga tolla á margar íslenskar útflutningsvörur, sérstaklega iðnaðarvörur og sjávarafurðir, vegna NTR-tollkjara. Þetta gerir íslenskum fyrirtækjum kleift að flytja vörur til Bandaríkjanna á hagkvæmari hátt en mörg önnur lönd.
NTR-staðan er byggð á reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), þar sem Ísland og Bandaríkin eru bæði aðilar. Þetta þýðir að Ísland nýtur sama tollakosts og önnur ríki sem hafa NTR-stöðu, nema sérstaklega samið hafi verið um annað.
Engin undanþága frá sérsköttum. Þó að tollar séu ekki lagðir á margar íslenskar vörur, þarf Ísland að greiða innlenda skatta (að sjálfsögðu!), líkt og bandarískir framleiðendur. Þetta eru gjöld sem Bandaríkin leggja almennt á allar vörur, hvort sem þær eru innfluttar eða framleiddar innanlands. Til dæmis fellur excise tax (sérskattur) undir þetta, sem allir framleiðendur og innflytjendur þurfa að greiða.
Ísland nýtur þess að vera í hópi ríkja sem fá bestu kjörin í tollum, njóta því ákveðin samkeppnisforskot gagnvart mörgum öðrum þjóðum, nema þau ríki sem hafa undirritað tvíhliða fríverslunarsamninga við Bandaríkin.
Er ekki kominn tími á að Evrópusinnar hætti að beygja sannleikann í áróðri sínum? Það er mjög erfitt fyrir venjulegan borgara að átta sig hver fullur sannleikur er, oft er otað að honum hluta af heildarmyndinni, en kostir og ókostir aldrei bornir saman.
Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Bloggar | 25.11.2024 | 09:09 (breytt kl. 09:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 25. nóvember 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020