Einka utanríkisstefna núverandi utanríkisráðherra

Bloggritari verður ávallt áhyggjufullur er hann sér að núverandi utanríkisráðherra er að tjá sig í fjölmiðlum.  Það er næsta öryggt að nýmæli eru á ferðinni þegar hann opnar muninn um alþjóðamál.

Allir þekkja einkastríð ráðherrans gegn Pútín, diplómatastríðið sem hann háði án þess að spyrja kóng eða prest. Svo eru það frægu vopnasendingarnar til Úkraínu sem nema meira en fjármagnsgatið sem Landhelgisgæslan er að biðja stjórnvöld um að fylla. Fáir vita af því að það á að senda 1,5 milljarða króna á næsta fjárlagaári til stríðs sem er tapað og samið verður um friður á útmánuðum næsta árs. Á meðan er eina eftirlitsvél LHG kyrrsett, vegna þess að það eru ekki til peningar til að gera við tærða hreyfla vélarinnar.

Svo eru það kosningaafskiptin í Georgíu, smá ríki í Kákasus sem fæstir Íslendingar vita af að er til eða finna á landabréfakorti. Allar aðgerðir utanríkisráðherrans snúa að Rússlandi.

En utanríkisráðherra á í útistöðum við fleiri óvini. Annað ríki, efst á fjandmannalistanum er Ísrael. "Ísland virðir handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins á hendur Netanjahú." segir RÚV.

Ætla mætti að mikil samstaða sé um þessa handtökuskipan meðal ríkja. En er það svo? Margir líta svo á að handtökuskipanin sé af pólitískum rótum og einkum persónulegum forsendum viðkomandi saksóknara.

Að sjálfsögðu eru Bandaríkin ekki sammála þessu, né Ísrael en fleiri ríki eru ekki sammála. Má þar nefna Argentínu, Austurríki, (Australía svaraði í véfréttastíl), Búlgaría, Kína kom með véfrétta svar en önnur eru sammála þessari handtökuskipan, þá einna helst ríki sem teljast vera vinstri sinnuð.

En lítum okkur nær og hvað segja Norðurlöndin? Danmörk styður alþjóðadómstólinn, Finnland líka, Noregur einnig, Svíþjóð er með óljóst svar.  Utanríkisráðherra er þar með að "herma" eftir ályktanir annarra Norðurlandaþjóða.  Þýskaland er á báðum áttum en Ungverjaland hefur boðið Netanjahú í heimsókn! 

Nokkur önnur ríki hafa tekið afstöðu með eða á móti.  En skráðar þjóðir í Sameinuðu þjóðunum eru rúmlega 200 talsins og mikill meirihluti segir ekki neitt.

Mapping State Reactions to the ICC Arrest Warrants for Netanyahu and Gallant

Hvers vegna utanríkisráðherra er að taka afstöðu í pólitísku álitamáli, starfandi í starfsstjórn, er óskiljanlegt. Hvað með þá gullnu reglu að þeigja þegar ekki er þörf á að tala? Það er enginn að þrýsta á svör frá Íslandi, meiri hluti þjóða hefur ekki myndað neina afstöðu, og öllum er sama hvað Ísland segir.

Þegar utanríkisráðherra örríkis heldur að hann sé drottning, en ekki peð á alþjóða skákborðinu, er illt í efni. Eina sem þetta brölt leiðir af sér er að vekja athygli á Ísland á röngum forsendum og búa til öfluga óvini. Minni hér á blendnar móttökur Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til Íslands. Þar var bitið í höndina sem fæðir og verndar.


Bloggfærslur 24. nóvember 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband