Drullupolla pólitík á lokametrunum - Hver er raunveruleg stefna flokkana?

Á loka sprettinum, er byrjað í örvæntingu að sletta drullu á andstæðinginn. Það sem gerðist fyrir langa löngu er rifjað upp. Þetta er áberandi varðandi Miðflokkinn sem fær á sig mestu sletturnar en aðrir líka.  Nú er Klaustursmálið rifjað upp og meintur yfirgangur formanns flokksins í Verkmenntaskóla Akureyrar velt upp eins og BBQ á kjöt.

Gott og vel, þetta er hluti af pólitíkinni og hefur alltaf verið. En kjósendur verða að hafa auga á boltanum, ekki manninum. 

Hvað eru flokkarnir virkilega að bjóða þeim upp á varðandi landsmálin? Sandkassaleikur stjórnmálamanna rétt fyrir kosningar skiptir okkur litlu máli. Við viljum fá ábyrga landsstjórn og mannsæmandi líf.  Kannski er ekki vitlaust að kíkja á stefnuskrá flokkanna og sjá hvað þeir boða? Kíkjum á grunnstefnu þeirra.

Stefna - Miðflokkurinn

Grunnstefna Viðreisnar 

Stefnumál Sjálfstæðisflokksins

Forgangsmál - Flokkur fólksins

Stefnur - Píratar

Grundvallarstefnumál - Framsókn

Stefna - Vinstri grænir

Stefna - Lýðræðisflokkurinn

Stefnulýsing - Samfylkingin

Svo mega kjósendur ekki gleyma að það getur verið langt bil á milli raunveruleika og orða á pappír.  Þá verða þeir að hafa í huga, hvað hafa stjórnmálaflokkarnir efnt? Kjósendur eru ekki svo vitlausir að þeir hafi gleymt hvað stjórnarflokkarnir hafa gert og ekki gert á kjörtímabilinu. Samanlagt samkvæmt síðustu könnun fá þeir 19% fylgi!!!  Það er þá kannski einhver von að kjósendur láti stjórnmálamennina sæta ábyrgð. Vonandi eru þeir ekki að fara úr öskunni í eldinn...það stefnir í ESB ríkisstjórn með Viðreisn og Samfylkinguna og einhverju varahjóli.


Bloggfærslur 23. nóvember 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband