ESB, EES og fríverslunarsamningar

Kjósendur eru alveg andvaralausir gagnvart úlfum í sauðargærum. Það eru tveir slíkir á ferðinni sem hafa á stefnuskrá sinni að færa Ísland undir erlend yfirráð, hið yfirþjóðlega vald í Brussel.  Það eru Viðreisn og Samfylkingin.  Útópían hjá þessum flokkum er að ganga í Evrópusambandið og það eitt sér á að leysa allan vanda Íslands. Inngangan í ESB er á stefnuskrá flokkanna en er ekki yfirlýst stefna fyrir komandi kosningar.

En hvað gera þessir tveir flokkar ef þeir lenda saman í ríkisstjórn? Með kannski 40-45% fylgi? Þurfa ekki annað en hjálpardekk eins og Sósíalistaflokk Íslands eða Pírata til að hrynda stefnumál sín fram? Auðvitað verður þessu stefnumáli hrynt fram eins og þegar Jóhanna Sigurðardóttir hratt af stað aðildar umsóknarferli árið 2010. Þá myndaði Samfylkingin ríkisstjórn með VG sem þóttust ekki vilja í sambandið.

Það er ekki nóg að við séum múlbundin eins og asnar við ESB í gegnum EES, heldur vilja flokkarnir að við föllum undir klafa sambandsins að fullu.  Nú þegar erum við undir oki þess í gegnum reglugerðar flóðið sem Alþingi stimplar á hverju þingi. Og bókun 35 vofir yfir eins og svipa yfir EES þrælum.

En heimurinn er stærri en Evrópa. Meira segja ESB er ekki öll Evrópa. Stór hluti Austur-Evrópu er ekki í ESB, t.d. Hvíta-Rússland og Rússland eða Úkraína.

EFTA-ríkin sem eru ekki í ESB, eru Lictenstein, Sviss, Noregur og Ísland. Og Sviss er það skynsamt að vera ekki í EES.

EFTA er eins og ESB var í upphafi, fríverslunarsamband. Sem slíkt, hefur EFTA gert marga fríverslunarsamninga sem Ísland nýtur góðs af, sem það gerði ekki ef það væri í ESB. 

Íslendingar gera sig ekki almennt hversu umfangsmikið þetta fríverslunarkerfi er.  Lítum á ríki sem eru með fríverslunarsamninga við EFTA og byrjum á Afríku: Egyptaland; Flóasamstarfsráð (Gulf cooperation Councel); Ísrael, Jórdanía, Líbanon; Marokkó; Palestínu yfirvöld (e. Palestinian Autority); Tollabandalag Suður-Afríku ríkja (SACU); Túnis.

Í Ameríku er það Kanada; Kólumbía; Ekvador; Mexíkó og Perú. Mið-Ameríkuríki (Kosta Ríka, Gvatemala, Hondúras og Panama)

Í Asíu er það Hong Kong/Kína; Indónesía; Filipseyjar; Suður-Kórea; Singapor og Indland.

Í Evrópu er það Albanía; Bosnía og Hersegóvía; Georgía, Svartfjallaland; Norður-Makadónía; Serbía; Tyrkland; Úkraína og Moldóvía.

Eru Íslendingar ekki betur settir utan ESB með alla þessa fríverslunarsamninga sem við hefðu ekki getað gert ef við værum í ESB?  Kíkið bara á risamarkaðanna sem eru Íslendingum opnir. Indland og Kína.

Það er Noregur sem bindur okkur við ESB með EES samningnum.  Vonandi gefast þeir upp á honum og þá er honum sjálfskrafa hætt.  Forsendur Norðmanna eru aðrar en Íslendinga og núverandi forsendur ólíkar þeim er við gengumst undir þegar við gengumst undir skuldbindingar EES samningsins.


Bloggfærslur 22. nóvember 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband