Kosningasvik stjórnmálaflokka kosta þá völdin

Fólk kýs eftir því hvort viðkomandi flokkur sem það fylgir passar við lífskoðanir þess. Nú fara skoðanir einstaklinga ekki 100% saman við stefnu flokks. Því er margt fyrirgefið og fólk skilur að í ríkisstjórnarsamstarfi þarf að gefa eftir sum stefnumál.

Það er annað mál þegar flokkur yfirgefur stefnu sín að mestu leyti ótilneyddur. Flokkurinn segist fylgja ákveðinni stefnu, en þegar hann fær völdin, er ekkert gert. Aðgerðaleysi er líka stefna.

Óþol kjósenda er meira í dag en nokkrum sinn fyrr í sögunni.  Liðin er sú tíð, að fólk fylgi flokkum umhugsunarlaust og alltaf. Kynslóð eftir kynslóð kaus fólk kannski kommúnistaflokk, sósíaldemókrataflokk eða hægri flokk. Á þetta treystu til dæmis sósíaldemókratar í Svíþjóð. Fólk kaus flokkinn til valda í næstum heila öld. Sá tími er liðinn.

Þeir flokkar sem stóðu ekki við stefnu sína síðastliðinn áratug eru að fá reisupassann.  Íhaldsflokkurinn í Bretlandi sagðist vilja harða innflytjenda stefnu en settu met í ólöglegum innflutningi hælisleitenda. Verkamannaflokkurinn hefur gert meira í að loka landamærunum á fjórum mánuðum en Íhaldið.

Demókrataflokkurinn komst til valda í Bandaríkjunum fyrir 4 árum með Joe Biden í fararbroddi og sagði að hann væri saklaus miðjumaður, sem væri mannasættir. En raunin var önnur. Önnur eins öfga vinstristefna hafa Bandaríkjamenn aldrei séð áður. Bernie Sanders, sem telst vera róttækasti öldungardeildaþingmaður Bandaríkjanna er til hægri við Joe Biden (eða fólkið sem stjórnar honum). Svo ætluðu Demókratar að halda leiknum áfram, eftir sviðna jörð, með Kamala Harris, sem reyndi að leyna vinstri öfga stefnu sinni en nú létu kjósendur ekki plata sig. Trump vann forsetakosningarnar með yfirburðum. Af hverju? Af því að það veit að hann stendur við orð sín.

Nú stefnir í mikinn kosninga ósigur Sjálfstæðisflokksins og VG. Ástæðan er einföld, báðir flokkar svikum grundvallarstefnu sína og þar með kjósendur sína. VG er líklega að þurrkast út (engin eftirsjá að þeim en við fáum í staðinn Sósíalistaflokk Íslands sem gæti verið snýtt úr nös VG). Það er eins og formaður Sjálfstæðisflokksins trúi ekki að flokkurinn muni bíða afhroð í komandi kosningum. Hann situr sem fastast eins og fyrrum formaður Íhaldsflokksins, Rishi Sunak. Dagar hans eru taldir eftir kosningarnar. Flokkurinn mun gera uppreisn og á næsta landsþingi sem verður fámennt, verður honum velt úr sessi.

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 18. nóvember 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband