ESB flokkar hársbreidd frá því að ná meirihluta á Alþingi

Hér er um að ræða Viðreisn og Samfylkinguna.  Báðir flokkar hafa á stefnuskrá sinni að koma Ísland inn í ESB. Báðir flokkar eru ekki að ota þessari stefnu að kjósendum en munu þeir "lauma" aðildar umsókn inn ef báðir flokkar fara í ríkisstjórn saman? Samanlagt eru þeir með rúmlega 40% fylgi og þurfa ekki annað en varaskeifu, til að komast yfir 50%, svo sem Sósíalistaflokkinn ef hann kemst inn eða Pírata.

Wikipedia segir þetta: "Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands afhenti Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, umsóknina með formlegum hætti þann 23. júlí 2009. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, hafði þó afhent umsóknina í Stokkhólmi 17. júlí."

Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi í kosningunum 2013 og stjórnarandstöðuflokkarnir Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur tóku við stjórnartaumunum. Báðir flokkarnir höfðu ályktað um það í aðdraganda kosninga að stöðva aðildarviðræður. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir:

Gæsalappir

Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“

 

Síðan hefur málið eiginlega legið í salti. Mun Samfylking læðast afan að þjóðinni eins og Össur gerði á sínum tíma og taka upp þráðinn? Kjósendur þessara flokka, sem vilja kannski ekki endilega aðild að ESB, fá þá kannski köttinn í sekkinn. En þeir fá alveg örugglega skattahækkanir í jólagjöf nú eftir kosningarar.


Bloggfærslur 17. nóvember 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband