"Spekingar” spjalla: Pallborðsumræða Varðbergs um öryggis- og varnarmál Íslands

Verst eyddi tími minn í vikunni var að horfa á pallborðsumræðu Varðbergs - samtaka um vestræna samvinnu sem ber heitið "Utanríkisstefna á umbrotatímum. Öryggi, varnir og alþjóðasamskipti í viðsjárverðum heimi." Enginn þátttakenda hafði raunverulega þekkingu, ekki  einu sinni sem leikmenn á viðfangsefninu, nema kannski Sjálfstæðismaðurinn Kolbrún.

Fundurinn byrjaði á upphlaup stuðningsmanna Palestínu araba og tók nokkrar mínútur að koma fólkinu út. Svo byrjaði umræðan.

Fyrst var spurt hver afstaða stjórnmálaflokkanna níu eru til varnarmála almennt. Menn óðu úr einu í annan en í blálok svaranna gátu flestir stunið upp (eftir að fundarstjórinn Bogi Ágústsson þrýsti á) að þeir væru fylgjandi NATÓ, nema VG að sjálfsögðu en fulltrúi Pírata sagði sem er að skoðun þeirra eru jafnmargar og flokksmenn eru! Sumir með, sumir á móti. Dæmigert stjónleysingja svar.

Best var svar Sjálfstæðismannsins Kolbrúnar sem er núverandi utanríkisráðherra enda Sjálfstæðismenn á heimavelli á þessu sviði. Hún ásamt einum öðrum viðmælanda tókst að minnast á mikilvægi varnarsamninginn við Bandaríkin sem er einmitt ástæðan fyrir því að Ísland er herlaus þjóð og getur verið það. Án varnarsamningsins frá 1951, væru Íslendingar í vondum málum og hefðu verið það í kalda stríðinu og stefnir í aftur.

Svo var spurt um hvaða ógnanir steðji að Íslandi. Nú misstu þátttakendur algjörlega raunveruleikaskyn og um hvað þessi fundur fjallar um. Menn fóru að tala um loftslagsvá og margt annað heimskulegt en sumir minntust á stríðið í Gaza og Úkraínu sem er ágætt að hafa í huga, en óbeint geta þessi stríð haft áhrif á öryggi Íslands ef þau leiða til þess að þriðja heimsstyjöldin brýst út.  Algjör steypa kom frá fulltrúa Samfylkingunnar sem er ekki vert að hafa eftir. Kristrún hlýtur að vera hugsi um afstöðu vinstri arms Samfylkingarinnar.

Svo var spurt um framlag Íslands til varnarmála í ljósi kosningu Trumps en hann hefur krafist (samkvæmt samþykkt NATÓ- ríkja frá 2014, áður en hann tók við völdum) að aðildarríki greiði 2% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Nánast öll ríki hafa náð þessu markmiði en að sjálfsögðu ekki hið herlausa Íslands sem hefur þótt bætt við 1,5 milljarða króna í varnarmál, úr 5,5 milljörðum í 7 milljarða króna sem fer reyndar beint í stríðsreksturinn í Úkraínu. Stríð sem kemur okkur ekki beint við.  Raunframlag hefur lækkað með tilliti til verðbólgu og staðið í stað. 0,1% fer í varnarmál Íslands áræddi fundarstjóri viðmælendur sína.

Enn óðu viðmælendur úr einu í annað, talað um Sameinuðu þjóðirnar, um vopnaframleiðendur sem tengist ekki vörnum Íslands á neinn hátt við o.m.fl. óskynsamlegt. Umræðustjóri varð að endurtaka spurninguna, því viðmælendur skildu hana ekki. Spurning var Trump og krafan um 2% framlag til varnarmála. Fulltrúar Lýðræðisflokksins og Flokk fólksins (ruglaðist á Monroe kenningunni) vildu halda áfram að treysta Bandaríkin í varnarmálum. Fulltrúi Pírata talaði um aðild að ESB! Fulltrúi Sósíalistaflokksins þurfti að láta endurtaka spurninguna í þriðja sinn! En svo kom svarið: Við eigum ekki að elta Bandaríkin! Ísland úr NATÓ og herinn burt vantaði bara í lokin. Fulltrúi Framsóknar talaði um ágæti NATÓ og var búinn að gleyma spurningunni um varnarframlag Íslands eins og hinir viðmælendurnir. Fulltrúi Viðreisnar svaraði beint spurningunni beint og vildi auka framlög til varnarmála. VG datt úr sambandi og þurfti að fá spurninguna í fjórða sinn. Óbeint svar var: Ísland úr NATÓ (herinn reyndar farinn burt í bili). Fulltrúi Miðflokksins, sem mætti seint á fundinn, talaði um mikilvægi varnarsamningsins og viðveru í NATÓ; efla eigi samstarf Norðurlanda þjóða. Óljóst var svar fulltrúans um hversu mikið eigi að eyða í varnarmál. Fulltrúi Sjálfstæðismanna var málefnaleg í svörum og greinilega með þekkingu á málaflokknum, spurði hvort það sé eðlilegt að við séum að eyða 0,1% í varnarmál á meðan aðrar þjóðir eru að eyða 2-3% í varnarmál. Hún spurði, erum við verðugir bandamenn? Endurskoða eigi varnarstefnu Íslands í ljósi heimsmála. Fulltrúi Samfylkinginnar var búin að gleyma spurningunni og svarið í samræmi við það.

Svo var það spurningin hvor Norðurlöndin eigi að eiga aukin þátt í vörnum Íslands. Kolbrún var fylgjandi því sem og aðrir þátttakendur.

Svo misstu fundarstjórendur sjálfir raunveruleikaskynið og fóru að tala um stríðið á Gasa! Hvað kemur það vörnum Íslands við? Þarna lét bloggritari staða numið enda umræðan komin út í móa!

Niðurstaðan af fundinum er algjört þekkingaleysi þátttakenda (utan Kolbrúnu) og þeir í engu sambandi við fundarefnið. Kannski er niðurstaðan að eini flokkurinn sem virkilega hefur áhuga á málaflokknum og þekkingu er Sjálfstæðisflokkurinn.

Ef einhver virkilega nennir að horfa á þessa leiðinlegu umræðu (mæli eindregið á móti því, þótt ég sé áhugamaður um málaflokkinn), þá er fundurinn á Facebook: https://fb.me/e/i7oHZKCIG


Spursmál og Kristrún...og meiri skattar!

Össur Skarphéðinsson sagði að Kristrún hafi tekið þáttastjórnanda í nefið.  Hann er að misskilja hlutverk þáttastjórnanda og spurningin er ekki hvort hún vinni spurningakeppni, heldur hvort hún svari skilmerkilega spurningum sem lagðar eru fyrir hana.

Fyrst var spurt um innri mál flokksins og þá einstaklinga sem eru að valda flokknum erfiðleika. Gott og vel, engin landsmálapólitík þar. En svo var farið í orkumál. Kristrún var spurð út í orkumál.  Flokkurinn segist vilja virkja fyrir 5 terravatt stundir en þegar hún var spurð út í framkvæmd, var fátt um svör. Hvammsvirkjun sagði hún en þá bent Stefán á að það væri dropi í hafi.

Flokkar og forystumenn slengja einhverja fullyrðu fram sem kosningaloforð en geta ekki bakkað hana með raunverulega áætlun um framkvæmd. Kristrún gat ekki svarað þessu almennilega.

Kristrún vill hækka veiðigjöld um helming á útgerðina. Sem sagt, auknir skattar á útgerðina. Hvað þýðir það í raun? Fjárfestinga möguleikar atvinnugreinarinnar minnkar þar með.

Kristrún vill skattleggja ferðaþjónustuna meira. Gjaldtaka á ferðmenn og ferðamannastaði.

Hækka tekjuskattinn. Kristrún neitar því en fékk þá að sjá myndband af sjálfri sér tala um hún útilokar ekki hærri tekjuskatt. En í viðtalinu neitaði hún því alveg. Segir að álögur á almenning séu nógu háar.

ehf gatið....hækkun fjármagnstekju skattsins. Hún vill meina að þetta lendi á þau 10% þjóðarinnar sem er mestu tekjurnar.

En Kristrún kom eftir sem áður með góða punkta um ýmsa hluti, t.d. ekki að hækka virðisauka skatt á ferðþjónustuna.

Spursmál: Kristrún svarar fyrir áform um skattahækkanir


Bloggfærslur 14. nóvember 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband