Utanríkis- og varnarmálastefna Miðflokksins og reglugerðafargan frá ESB/EES

Byrjum á utanríkis- og varnarmál.  Það er sjaldgæft að hægt sé að taka undir orð Björns Bjarnasonar en hann bendir réttilega á að Miðflokkurinn hafi ekki birt utanríkis- og varnarmálastefnu sína nú í kosningabaráttunni.  En það þýðir ekki að flokkurinn hafi ekki slíka stefnu.

Miðflokkurinn er borgaraflokkur og sem slíkur er hann líklega fylgjandi NATÓ og varnarsamstarfi við Bandaríkin.  Meira er það ekki sem hægt er að sjá. A.m.k. hefur flokkurinn ekki sýnt frumkvæði á sviði varnarmála.

Njáll Trausti Friðbergsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sýnt mikið frumkvæði á sviði varnarmála. Hann var flutningsmaður frumvarps um Rannsóknarsetur öruggis- og varnarmála á síðastliðnu þingi sem bloggritari var á móti.  Það hefði verið skynsamara að endurvekja Varnarmálastofnun, því stjórnsýslulega er málaflokkurinn í limbói. Þrjár stofnanir deila verkefnum hennar í dag og átti sú ráðstöfun aðeins að vera tímabundin en hefur verið föst síðan 2015.

En svo má sjá skýra stefnu Miðflokksins að öðru leyti. Landamærastefna er auðvitað utanríkisstefna að vissu leyti og helst vill flokkurinn fara úr Schengen samkomulaginu sem hefur leitt til opinna landamæra.

Miðað við orðræðu formanns flokksins er hann ekki hrifinn af ESB, líkt og þorri landsmanna. Gott ef hann hefur ekki horn í síðu EES og reglugerða farganið sem kemur þaðan árlega.

Réttilega má benda á sjálfstæði löggjafarvaldsins er skert, þegar evrópskar reglugerðir stjórna löggjöf Íslendinga. Það vekur furðu að utanríkisráðherra sem er að fara úr ríkisstjórn skuli enn halda á lofti frumvarp um bókun 35.  Það er enginn hljómgrunnur fyrir slíkum málflutningi í dag. Íslendingar hafa ekki vit á að segja upp EES samningnum og því verðum við að stóla á Norðmenn, að þeir gefist upp á honum.

Björn hefur því bæði rétt og rangt fyrir sér. Utanríkisstefna flokksins birtist á mörgum sviðum, en ekki öllum. Varnarmálastefna flokksins er óljós.


Bloggfærslur 10. nóvember 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband