Hvernig þróast stríðsátökin í Miðausturlöndum?

Það er að komast skýrari mynd á átökin og hvert þau stefna. Svona stefna þau líklega. Ísraelar loka og taka yfir landamæri Gaza við Egyptaland og koma þannig í veg fyrir frekari smygl á vopnum til svæðisins.

Ef mið er tekið af Líbanon stríðinu 1982, linna þeir ekki látum fyrr en Hezbollah er svipt völdum. Þannig var það með PLO, hersveitir þeirra voru reknar úr landi og fullur sigur í höfn.

Varðandi Íran, þá sjá Ísraelar (búnir að bíða lengi eftir tækifæri) til að ráðast á kjarnorku framleiðslu stöðvar þeirra. Valið er á milli þess að taka út kjarnorkugetu Írans eða olíu framleiðslu þeirra en 50% af útflutningi þeirra er olía og gas.

Þessi leið mun leiða til olíuskorts og átök við nágrannaríki og því ekki líkleg. En þeir verða að taka út kjarnorkuvopna framleiðslu Írana, annars hangir sú hætta stöðugt yfir. Svo munu þeir halda áfram að drepa háttsetta leiðtoga innan Írans og hjálpa andspyrnuhreyfingar ásamt CIA að velta ríkisstjórninni úr sessi.


Bloggfærslur 9. október 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband