Bráðaþjónusta Landsspítalans er til skammar

Fyrsta skref sjúklings inn í heilbrigðisþjónustuna er í gegnum heilsugæsluna eða bráðamóttökuna.  Ástandið er ekki gott á heilsugæslunni, þótt það sé ekki eins slæmt og hjá bráðamóttöku Landspítalans.  Það er skortur á heimilislæknum en sagt er að ástandið eigi eftir að batna vegna þess hversu margir eru í námi. Svo er annað mál hvort þeir skili sér í starfið.

Mörg mál er varðar slæma aðkomu sjúklinga að bráðamóttökunni hafa ratað í blöðin/fjölmiðla. Þau eru bara toppurinn á ísjakanum. Þegar bloggritari hefur komið þangað inn, er undantekningalaust bið upp á margar klukkustundir eftir þjónustu. Á meðan þarf fólk að hírast á hörðum stólum, sumt mjög kvalið. Sumir lognast út af. 

Svo þegar komið er inn af biðstofunni sem nóta bene er á annarri hæð og á fyrstu hæð, tekur við bráðastofur, yfirfullar og fólk á ganginum. Sem betur fer tekur ferlið aðeins skemmri tíma þegar hér er komið. Það er sem sagt plássleysi en það vantar líka mannskap sem er verra.

En varðandi plássið þá er hægt að redda því á skömmum tíma, ef vilji er fyrir hendi. Það er að koma upp bráðabirgðasjúkrahúsi (færanlegu) fyrir utan bráðamóttökuna í Fossvogi. Nóg er plássið þarna fyrir utan.  Við Íslendingar keyptum og gáfum Úkraínumönnum slíkt sjúkrahús, sem er hið besta mál og hefðum mátt hafa þau þrjú (í staðinn fyrir vopnasendingar þangað).  Kíkjum aðeins á fréttina um þetta sjúkrahús.

Íslendingar senda færanlegt neyðarsjúkrahús til Úkraínu

"Fram kemur að húsnæðið samanstandi af tíu gámaeiningum sem myndi fullbúið sjúkrahús sem hægt sé að reka sjálfstætt og án stuðnings svo dögum skiptir. 

„Hægt er að haga uppröðun eininganna eftir þörfum á hverjum tíma og tengja við önnur sjúkrahús sömu gerðar. Þar er m.a. að finna fullbúnar skurðstofur, gjörgæslurými, móttöku- og greiningarrými, stoðeiningar með rafstöð, súrefnispressu, sótthreinsiaðstöðu salernis- og bað- og þvottaaðstöðu auk sérhæfðra geymslurýma,“ segir í tilkynningunni.

Í tilkynningunni segir að afkastageta sjúkrahússins sé veruleg, legupláss fyrir fjörutíu sjúklinga hverju sinni og hægt að sinna 240 sjúklingum á sólarhring sem og allt að 24 alvarlega slösuðum."

Sem sagt, þetta bráðabirgðarsjúkrahús er með betri þjónustu en bráðamóttakan. Og hvað kostar svona bráðabirgðasjúkrahús? 1,1 milljarð króna.  Það væri hægt að hafa þetta sjúkrahús á meðan beðið er eftir nýja Landspítalanum. Eins og ástandið er í dag, er þetta til skammar fyrir velferðarþjóðfélag sem við segjumst tilheyra.

Tek það skýrt fram að starfsfólkið er skórkostlegt. Ábyrgðin er stjórnvalda.


Bloggfærslur 7. október 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband