Dæmisaga: EKKI ÞRÆTA VIÐ "ASNA"
Asninn sagði við tígrisdýrið:
- "Grasið er blátt".
Tígrisdýrið svaraði:
- "Nei, grasið er grænt."
Umræðan hitnaði og þeir ákváðu að leggja málið fyrir gerðardóm og fóru fyrir ljóninu, konungi frumskógarins.
Þegar komið var að skógarrjóðrinu, þar sem ljónið sat í hásæti sínu, byrjaði asninn að hrópa:
- "Hátign, er það satt að grasið sé blátt?"
Ljónið svaraði:
- "Satt, grasið er blátt."
Asninn flýtti sér og hélt áfram:
- "Tígrisdýrið er mér ósammála og stangast á og ónáðar mig, vinsamlegast refsið honum."
Konungur sagði þá:
- "Tígrisdýrinu verður refsað með 5 ára þögn."
Asninn hoppaði glaðlega og hélt leiðar sinnar, sáttur og endurtók:
- "Grasið er blátt"...
Tígrisdýrið sætti sig við refsingu sína, en síðan spurði hann ljónið:
- "Yðar hátign, hvers vegna hefur þú refsað mér?, enda veist þú sjálfur að grasið er grænt."
Ljónið svaraði:
- "Raunar er grasið grænt."
Tígrisdýrið spurði:
- "Svo hvers vegna ertu að refsa mér?".
Ljónið svaraði:
- Það hefur ekkert með spurninguna að gera hvort grasið sé blátt eða grænt.
Refsingin er vegna þess að það er ekki mögulegt fyrir hugrakka og gáfulega veru eins og þig að eyða tíma í að rífast við asna og koma þar ofan á og trufla mig með þessari spurningu."
Versta tímasóunin er að rífast við heimskingjann og ofstækismanninn sem er sama um sannleikann eða raunveruleikann, heldur aðeins sigur trúar hans og sjónhverfinga. Aldrei eyða tíma í rök sem eru ekki skynsamleg...
Það er til fólk sem, sama hversu mikið af sönnunargögnum og sönnunargögnum við leggjum fyrir það, hefur ekki getu til að skilja.
Þegar fáfræðin öskrar þegir greindin. Kyrrð þín og ró er meira virði."
Glórulausir vinstri menn, vilja tug milljarða flugvöll ofan í mitt eldgosasvæði í Hvassahrauni; þeir vilja strætóbrú yfir Fossvoginn fyrir strætisvagn sem gengur á 15 mínútna fresti fyrir 8 milljarða; þeir vildu og fengu bragga sem kostar innan við 10 milljónir fyrir hálfan milljarð; þeir vilja borgarlínu sem kostar 140 milljarða (eða miklu meira) og þeir vilja skrautbrú yfir Ölfusá sem á að kosta 14 milljarða. Ekki hægt að spara og fara ódýrari leið?
Er hægt að rökræða við asna? Skynsamt og greint fólk verður bara að kjósa kjánana í burtu. Það er eina leiðin.
Bloggar | 4.10.2024 | 20:08 (breytt 5.10.2024 kl. 11:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekki hægt annað en að taka undir orð Frosta Sigurjónsonar um Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sem virðist vera að búa til einka utanríkisstefnu, þvert í hefðir og venjur sem hafa myndast í íslenskri utanríkisstefnu síðan utanríkisþjónustan var formlega stofnuð 1940.
Rauði þráðurinn síðan þá, hefur verið að skipta okkur ekki með beinum hætti af valdabrölti stórveldana og allra síst ef þau fara í stríð. Við höfum skipað okkur í raðir vestrænna ríkja og sótt herskjól til þeirra en þagað eða miðlað ef vopnin eru dregin fram.
Það er eins og utanríkisráðherra geti ekki sagt nei, eða beðið um undanþágur varðandi álögur á eldsneyti flugvéla sem hér lenda, né sagt nei við flutningagjalda (mengunarskatta) sem lagt er á innflutning vara með skipum. Hún þorir ekki að segja nei við bókun 35, þótt hún beinlínis fari í bága við stjórnarskránna. Og hún eltir galna Biden stjórnina í stríðsbrölti hennar sem nær ekki nokkri átt. Engum dettur í hug að nota diplómatanna, hvorki Bandaríkjamenn né Íslendingar eða aðrir vestrænir leiðtogar.
Syndalistinn er langur en kannski er mesta afhroðið bein þátttaka í Úkraínu stríðinu með vopnasendingum og slit stjórnmálasambands við Rússland. Nokkuð sem engum utanríkisráðherra datt í hug á dögum kalda stríðsins sem á köflum var ansi heitt. Engin sjálfstæð utanríkisstefna er í gangi, það er íslensk utanríkisstefna. Hópurinn er bara eltur.
James Bond Sjálfstæðisflokksins með svísu hópinn í kringum sig er að draga aldargamlan hægri flokk niður í svaðið, hægt og rólega. Skyldi flokkurinn ná að verða hundrað ára 2029? Eða skellir formaðurinn í lás í Valhöll eftir næstu kosningar? Geri ráð fyrir að hann láti sig hverfa áður en að skuldadögum kemur....
Fer hörðum orðum um Þórdísi Einn versti utanríkisráðherra sem við höfum haft
Bloggar | 4.10.2024 | 13:23 (breytt kl. 20:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 4. október 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020