Formaður Samfylkingarinnar berst við að gera flokkinn að hægri krataflokk

Flokkurinn hefur verið svo vinstrisinnaður undir forystu fyrrverandi formann flokksins, Loga Einarsson, að erfitt reyndist að greina á milli VG og Samfylkingarinnar á tímabili. Engum líkar vinstri öfgar og því fór fylgi flokksins niður í ræsið.

Eitthvað varð að gera og nýr formaður dreginn fram, sem kemur úr hægri arm flokksins. Þetta reyndist heillaskref og flokkurinn rauk upp úr lágmarksfylgi yfir í fjórðungsfylgi. Nú á að halda fylginu. En það hefur reynst erfitt. Fortíðardraugarnir hafa dúkkað upp og vilja inn á þing.  Aðrir öfgasinnaðir hafa hrökklast úr flokknum eins Sema Erla og Helga Vala. En aðrir þrjóskast við eins og Dagur B. Eggerts.

Sagan segir að gert hafi verið leynileg könnun á kjörfylgi Dags ef hann biði sig fram í landsmálin. Þar skítféll hann, engin eftirspurn er eftir honum. Samt ætlar kappinn að komast á þing, sama hvað tautar og raular. Skítt með það að hafa Reykjavíkurborg í rjúkandi rúst, skulduga upp í rjáfur. Og hann er settur í annað sæti í Reykjavíkurkjördæmi! Formaðurinn Kristrún Frostadóttir reynir að þvo hendur sínar af honum eins og Pilatus gerði forðum, og gefur kjósanda í "einkaskilaboðum" þau ráð að strika Dag af kjörseðli, þannig geti hann, kjósandinn, óhræddur kosið Samfylkinguna.

Af hverju er Dagur þá í öðru sæti, ef hann er ekki í náðinni hjá formanninum? Jú, málið snýst ekki bara um hæfi eða óhæfi, heldur pólitísk sambönd. Þegar flokksráðið kemur saman, er glatt á hjalla, allir heilsa öllum og klappa á bakið. Pólitísk vinátta og -sambönd eru mynduð. Kristrún, þótt valdamikil er innan flokksins, er nefnilega ekki einráð. Uppstillingarnefndir og aðrir innmúraðir flokksmenn hafa áhrif hvernig raðast á lista flokksins. Og hún þarf að sætta sig við joker eins og Dag B.

Eftir stendur kjósandinn með spurnarsvip.  Er flokkurinn að verða hægri krataflokkur eins og formaðurinn lofar? Eða munu leyfarnar af vinstri arminum sjá til þess að flokkurinn verði áfram jaðar vinstri flokkur? Það vita fáir en margir eru eftir í forystusveitinni. En eitt mun kjósandi vita örugglega, boðaðar verða skattahækkanir, bálknið þennst og ríkisafskipti af einkalífi einstaklingssins verða meiri...nema ef flokkurinn verði stoppaður af samstarfsflokkum í ríkisstjórn.  Og til kjósendurna sem kusu yfir sig skattahækkanir, þið höfðu val. Ekki kvarta.

P.S. Vont er að kalla stefnur eða fólk "öfga" eins og gert var hér að ofan. Betra væri að nota hugtakið "jaðar" en kannski fáir skilja það hugtak til fullnustu.


Bloggfærslur 27. október 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband