Nú eru allir flokkar í kapphlaupi við að skipa á lista og safna meðmælum. Gamal kunnug andlit birtast allt í einu, þekkt úr öðru samhengi, og vilja fara á þing. Þetta eru kannski leikarar, tónlistamenn eða aðrir. En spurningin er hvort þetta ágæta fólk eigi erindi á Alþingi, bara að vera andlit og safna atkvæðum? Taka skal fram að bloggritari hefur ekkert á móti ofangreindu fólki, það er vel að fleiri en lögfræðingar veljast á þing.
Það að fara á þing snýst nefnilega um margt annað en að vera þekkt andlit og fólk verður að hafa ýmislegt til brunns að bera. Það þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu á íslensku samfélagi, fyrr og nú, hvernig gangverk þjóðfélagsins virkar, hafa þekkingu á efnahagsmálum, heilbrigðismálum, menntamálum, samgöngumál, á atvinnulífinu, á utanríkismálum, stjórnkerfinu og margt fleira. Margt af þessu fólki sem ætlar á þing í fyrsta sinn veit ekki nema hluta af því sem til þarf að vera góður þingmaður.
Góður þingmaður þarf að hafa a.m.k. lágmarksþekkingu á ofangreindum málaflokkum, en hann verður líka að vera vel ritfær, mælskur, framfærinn, geta tengst fólki og síðan en ekki síst að geta skrifað lög. Þegar lagatextar sem koma frá hinu háa Alþingi eru lestnir, þá er þeir oft ansi illa skrifaðir og geta þegar á hólminn er komið leitt til lagaflækja og dómsmála.
Dæmi um afar illa skrifuð lög eru útlendingalögin frá 2017 sem bloggritari las og hristi strax höfuðið yfir. Pólitísk múgsefjun átti sér þá stað og allir vildu vera í flokki góða fólksins. Raunsæið var ekkert og ekkert hugsað fram í tímann.
Sama gerði hann er hann las útlendingalögin frá því í vor, þar sem menn slepptu mikilvægu ákvæði um að geta rekið erlenda glæpamenn úr landi ef þeir fremja glæpi á Íslandi. Nei, pólitíkin kom í veg fyrir vandaða löggjöf. Stundum gera ný lög ástand verra. Komið er á aftur hálfgerða einokun í slátrun dýra og fótur er settur fyrir löglega atvinnustarfsemi.
Hér er verið að tala um hvalveiðar en líka strandveiðar. Enginn fyrirsjáanleiki er í sjávarútvegi nema hjá stórútgerðinni. Ekki má gleyma orkumálin en algjört frost hefur verið á þeim vettvangi í ríkisstjórn VG.
Spurningin er hvort hinn almenni þingmaður hafi einhver áhrif? Talandi ekki um ef hann er í stjórnarandstöðu? Nær hann að smeigja í gegn nýjum og góðum lögum? Nei, mjög líklega ekki. Hann þjónar þeim eina tilgangi að ýta á já eða nei hnappinn eftir því sem flokksforystan segir til um. Og hann þarf að samþykkja eða réttara sagt að stimpla öll fínu lögin sem koma í gegnum EES en eru ESB lög sem Íslendingar kyngja með beitu og öngli.
Og þó, ef menn eru fylgnir sjálfum sér, eru í smáflokki, geta þeir gert ursla. Það hafa tveir þingmenn Miðflokksins marg sannað á þessu þingi. Aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lítið sést, nema kannski forystumenn þessara stjórnar andstöðuflokka.
Og bloggritari endar á fólkinu sem beinlínis vinnur gegn hagsmunum Íslands. Hugtakið landráðafólk er ef til vill of sterkt hugtak, því að þetta fólk, oft í einfeldni sinni, veit ekki betur og heldur að það sé að gera góða hluti. Það eltir einhverja hugmyndafræði fram í rauðan dauðann, alveg sama hversu vitlaus hún hefur reynst í eldi sögunnar. Þetta fólk hefur ekki lesið Íslandssöguna og veit ekki af hverju hér er yfir höfuð sjálfstætt lýðveldi og lýðræði.
Þeir einstaklingar sem ætla á þing, þekkja ekki sjálfstæðisbaráttu Íslendingar í 175 ár, og ætla að afhenda tiltölulega nýlegt frelsi í hendur annarra en Íslendinga, ættu að sitja heim og ekki valda Ísland og íslenskt þjóðfélag óbætanlegan skaða.
Bloggar | 26.10.2024 | 12:31 (breytt kl. 13:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 26. október 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020