Ákvörðunarfælni Íslendinga í gegnum aldir - vistarbandið

Eitt besta dæmið um ákvörðunarfælni Íslendinga er vistarbandið svonefnda. Gísli Gunnarsson prófessor í sagnfræði fjallaði um það í umdeildri sjónvarpsþáttaröð, kölluð "Þjóð í hlekkjum hugarfarsins" en margt þar var réttmæt gagnrýni, þótt íslenskt samfélag þar var málað mjög dökkum litum. En hvað er vistarband fyrir þá sem ekki vita?

Vistarbandið var lögbundin skylda sem kvað á um að allir landsmenn á Íslandi frá aldrinum 12 ára (síðar 16 ára) væru skyldugir til að vera í vist hjá húsbændum, ef þeir voru ekki sjálfstæðir bændur. Markmiðið með þessu fyrirkomulagi var að tryggja vinnuafl á býlum og koma í veg fyrir flakk og óreiðu í samfélaginu, auk þess að tryggja að bændur gætu stutt fjölskyldur sínar. Ákvæðin um vistarband voru fyrst formfest í Jónsbók frá 1281 og síðan í öðrum lögum eins og Piningsdómi frá 1490 og lögum sem byggja á Grágás, eldri lögbók Íslendinga.

Það eru enn skiptar skoðanir meðal fræðimanna hver hugsunin var á bakvið vistarbandið.  Var þetta eigingjörn hugsun stórbænda til að tryggja öruggt og ódýrt vinnuafl? Eða var þetta samtrygging, að allir eigi lögheimili, að hreppurinn komi til bjargar ef illa fer?

Í Grágás var kveðið á um að allir, nema þeir sem höfðu jarðir eða önnur verðmæti sem gætu tryggt lífsviðurværi þeirra, ættu að vera í vinnu hjá bændum. Þeir sem ekki fylgdu þessum lögum gætu átt yfir höfði sér refsingu eða fengið skipaðan húsbónda með lögum. Sjá textann úr Grágás.

„Sá maður skal vera í vist hjá húsbónda, sem ekki hefur jarðnæði eða fémæti nóg til lífsviðurværis, að hann verði í sjálfs sín forræði.“

Nú verðum við að muna að á Íslandi var stundaður sjálfsþurftarbúskapur og hungurvofan sveif ávallt yfir þessa frumstæða hagkerfi. Einhver samtrygging varð að vera til staðar. Tókum dæmi um hungursneyðir fram til 13. aldar áður en við lítum á samfélagslegu trygginguna gegn hungri og fátækt, hreppinn.

Ein fyrsta skráða hungursneyðin, þekkt sem Harðindin miklu og var árið 976. (var það undirrót þjóðflutnings til Grænlands?). Óvissir tímar einkenndu landið, og meðal annars er talið að veður hafi haft mikil áhrif á lífskjör og framleiðslu.

Hungursneyðin 1180-81 var skæð. Hafís og slæmt veður skapaði mikinn matarskort, og óvenju kalt ár var um veturinn. Nokkrar heimildir benda til þess að þetta hafi leitt til dauða meðal búfénaðar og stórfelldrar fátæktar í kjölfarið.

Svo voru hungursneyðir á Sturlungaöld. Á þessari öld var Ísland ekki aðeins að glíma við pólitískt óstöðugleika, heldur einnig endurtekin harðindi. Sérstaklega eru hungursneyðir skráðar á árunum 1250, 1270 og aftur á árunum 1295-1298. Á þessum árum varð mikið mannfall vegna hungurs og sjúkdóma sem breiddust út í kjölfar matarskortsins.  Það er því ekki furða að Íslendingar vildu hafa einhverja trygging gegn því að svelta í hel án þess að samfélagið bregðist við.

Hreppir urðu til á Íslandi snemma á 11. öld, þegar þeir voru formlega skipulagðir sem stjórnsýslueiningar í kjölfar aukinnar byggðar og þörf fyrir skipulagt félagslegt kerfi. Eflaust var það á ábyrgð höfðingjans/goðans/landnámshöfðingjann að tryggja frið og útdeilingu gæða. 

Meðal hlutverk hreppanna var að annast fátækraframfærslu, sinna samskiptum innan samfélagsins og halda uppi lögum og reglu á staðnum.

Í upphafi var hlutverk hreppanna nokkuð bundið við samfélagslegt eftirlit og fátækraframfærslu en með tíð og tíma jókst mikilvægi þeirra. Á miðöldum var hverjum hreppi skylt að tryggja fátækum lífsviðurværi með stuðningi sveitarinnar, og hreppsstjórn var ábyrga fyrir dreifingu bjargargagna og skattheimtu fyrir svæðið. Með skipulagi hreppa varð samfélagið skýrara afmarkað í smærri einingar, og það stuðlaði að meiri samheldni innan samfélaga.

Vísbending um að vistarbandið hafi alveg verið hugsað sem trygging en ekki aðgangur að ódýru vinnuafli er að í Jónsbók frá 1281 var ákvæði Grágásar á ný staðfest og útvíkkað með skýrari ákvæðum um skyldu bænda til að taka á móti vistarlausum og tryggja öllum lífsviðurværi.

En svo bregður við nýjan tón á 15. öld. Svarti dauði gekk yfir landið 1402-1404.  Enginn veit hversu mikið af fólki lést í þessari farsótt en heyrst hefur talan allt að 50%, jafnvel meira. Samfélagslegar afleiðingar var stórkostlegar og mikill vinnaflsskortur varð í landinu.  Þá verður vistarbandið að helsi. Kíkjum á lögin frá 15. öld um vistarbandið.

Alþingi samþykkir árið 1404 lög um vistarbandið. Jónsbók segir:

„Allir þeir, sem ekki eiga jörð eða eignir til að framfæra sig sjálfir, skulu vera í vist hjá húsbónda, og sá sem er vistarlaus og flakkandi skal látinn sæta refsingu.“

Nú er hótað öllu illu ef menn færu ekki í vist hjá bændum. Nú átti að tryggja vinnuafl með góðu eða illu. Ekki batnaði staðan hjá bændum er Englendingar hófu siglingar til Íslands 1412 og kepptu um vinnuaflið við íslenska höfðingja. Hinn fátæki almúgamaður gat í fyrsta sinn yfirgefið landið í leit að betra lífi ef illa var farið með hann og það gerðu margir Íslendingar eins og sjá má af búsetuskráningum þeirra í Englandi. Enn verstnaði staða stórbokka á Íslandi þegar Hansakaupmenn hófu einnig siglingar til Íslands á seinni helmingi 15. aldar. Þá varð höfðingjum nóg boðið og úr urðu umdeild lög, Piningsdómurinn. 

Í Piningsdómi frá 1490 voru refsingar fyrir brot á vistarbandinu harðari. Þeir sem höfðu ekki húsbónda eða störfuðu í vist gátu átt á hættu að verða reknir úr landi eða teknir í fangelsi. Erlendum mönnum var bönnuð veturseta og stóð það ákvæði allt til loka 18. aldar. Tryggja átti lög gegn erlendri samkeppni um íslenskt vinnuafl.

Með þessu var það staðfest að vistarbandið var ekki lengur samtrygging gegn fátækt og hungur, heldur leið til að tryggja aðgang að vinnuafli. Svona var þetta næstu aldir, tvíbent sverð, til góðs eða ills fyrir almúgann. Ekki sérfyrirbrigði fyrir Ísland, danskir bændur höfðu það margir hverjir það verra. 

En svo vill gleymast að að hreppurinn var ekki einn til bjargar. Kaþólska kirkjan var drjúgri í fátækra umönnun en hreppurinn. Hér er leitað í ChatGPT og spurt um muninn á fátækrahjálp hreppsins og kaþólsku kirkjunnar:

"Kaþólska kirkjan hafði almennt meiri áhrif en hrepparnir á hjálp til fátækra og aldraðra á Íslandi á miðöldum. Kirkjan var lykilstoð samfélagsins og sinnti umfangsmikilli fátækraframfærslu með rekstri klaustra, sjúkrahúsa og öðrum velferðarstofnunum. Hún átti jarðeignir, sem notaðar voru til að framleiða mat og viðhalda fjárhagslegum styrk til að sinna fátækrahjálp og velferð þjónustu.

Munurinn á hreppnum og kirkjunni í fátækrahjálp


Hreppirnir sinntu vissulega vissri fátækraframfærslu, en hlutverk þeirra var takmarkaðra og einblíndi að mestu á að tryggja stuðning innan sveitarfélagsins og sjá til þess að enginn fátækur eða vistlaus yrði fyrir utan samfélagið. Þó hrepparnir hafi haft vissar skyldur í þessum efnum, var fjármagn þeirra takmarkað í samanburði við auð kirkjunnar og hennar víðtæku velferðarstarfsemi. Kirkjan hafði einnig þekkingu og siðfræðilegan grundvöll í trúarskyldum til að veita náungakærleika og aðstoða þá sem voru sjúkir, aldraðir eða bágstaddir, með sterkum trúarlegum rökum fyrir því.

Breytingin með siðaskiptunum 1550

Þegar siðaskiptin urðu 1550 og kaþólskur siður lagðist af, urðu miklar breytingar á þessum málum. Með því að Danakonungur eignaðist kirkjujarðir og eignir klaustra og biskupsstóla misstu þær að stærstum hluta fjárhagslegan grundvöll til að halda uppi fátækra- og sjúkraþjónustu. Lífslíkur þeirra sem voru fátækir og hjálparþurfi versnuðu verulega. Þar sem lúterska kirkjan lagði mun minni áherslu á velferðarstarfsemi en sú kaþólska, var hluti af þeirri hjálp sem áður var veitt um kaþólsku kirkjuna einfaldlega tekinn af án þess að jafngild þjónusta kæmi í staðinn.

Þó hrepparnir hafi að einhverju leyti reynt að bæta upp fyrir það sem áður hafði verið á herðum kirkjunnar, höfðu þeir takmarkaða möguleika til að mæta þörfum íbúa. Smám saman var reynt að bæta fátækralöggjöf, en raunverulegar úrbætur komu ekki fyrr en langt á 18. öld með nýrri löggjöf og aðgerðum, þegar yfirvöld í Danmörku fóru að leggja meiri áherslu á fátækrahjálp og almenningsþjónustu í samfélaginu."

Þegar hreppurinn og kaþólska kirkjan lifðu hlið við hlið, var ekki slæmt að vera fátækur á Íslandi (miðað við tímabilið) og stóð þetta tímabil hátt í 500 ár. Eins og komið hefur fram hér að ofan breyttist þetta við siðaskiptin. Ímyndin um fátæka Íslendinginn, búandi í torfkofa við ömurlegar aðstæður varð þar með til og stóð þetta tímabil í rúm 200 ár.

Vistarbandið var ekki björgunarhringur, heldur hlekkur sem batt allt samfélagið niður við moldina. Á meðan önnur lönd í Evrópu fóru í gegnum hagsældartímabil á árnýöld, borgir stækkuðu og efnahagur varð fjölbreyttari, héngu menn hér við sult og volæði. Ekki var það til heilla að valdið (og skattféð)færi úr landi og til fjarlægu Kaupmannahöfn. Á meðan svo var ekkert gert á Íslandi, engir vegir eða brýr lagðar, bókstaflega ekki neitt var gert til framfara fyrir land og þjóð.

Höfðingjarnir sem fóru út og sáu alla dýrðina í Kaupmannahöfn og allar hallirnir, hlustuðu á nýjar hugmyndir, höfðu ekki rænu á að gera eitthvað í málinu. Ákvörðunarfælnin var algjör.  Það þurfti ofurhuga til að breyta heilu samfélagi og eitt stykki móðuharðindi til að grafa bændasamfélagið niður í gröf og loks fara að nýta sjávarsíðuna og auðlindir hafsins Ísalandinu til heilla.

Hér er verið að tala um Skúla Magnússon landfótgeta.  Saga hans sýnir að einstaklingur getur breytt heilu samfélagi og mér finnst baráttan hans ekki nógu vel sómi sýndur.

Afrek Skúla: dreif Íslendinga úr eymd og volæði upp úr 1750 yfir í trú á að Íslendingar gætu séð um sín innri mál (í fyrsta sinn síðan 1550). Hann stofnaði fyrsta íslenska stórfyrirtæki (ekki bara fyrirtæki) Íslands sem keppti við danska einokunarverslunina.

Skúli stuðlaði að því að Reykjavík varð fyrsta sjávarþorp Ísland (sveitarþorp höfðu verið til áður) og höfuðstaður Íslands. Skúli varð fyrsti Íslendingurinn til að gegna embætti landfótgeta og í öllum sínum gerðum varði hann lítilsmagnann gegn embættismönnum (félögum sínum) sem var geysilegt erfitt verk. Hann þurfti þess ekki. Það var auðveldara að gera ekki neitt eins og sumir gera og hreykja sér af. Hann var ekki haldinn ákvörðunarfælni.

Skúli fór í stríð við kerfið í raun og vann! Skúli er eitt af mikilmennum Íslands og ætti að gera bíómynd um hann...hún væri bæði spennandi og sorgleg í senn. Maðurinn var þó beyskur á margan hátt.

Vistarbandið lifði samfélagsbreytingarnar af á 18. öld og fram á þeirri 19.  En brestirnir voru komnir. Með verslunarfrelsinu 1855, íslenskt löggjafarvald 1874 og framkvæmdarvald 1904, hættu Íslendingar að vera áhættufælnir og við sjáum árangurinn í dag. Velferðaríkið Ísland.

Lærdómurinn af þessu er að góð lög geta snúist í andhverfu sína og orðið að helsi. Íslendingar eiga taka það besta sem kemur erlendis frá en hafna því versta. Við eigum að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð í eigi ríki og bara bindast erlendum alþjóðsamtökum eða ríkjum lausum böndum. Valdið þarf að liggja á Íslandi og hjá fólkinu. Ekki hjá íslenskri elítu eða erlendu valdi.

Við þurfum að vita hvaðan við komum, hvar við erum og hvert við ætlum að stefna. Við þurfum að taka ákvörðun!

 


Bloggfærslur 25. október 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband