Ein stutt dæmisaga eftir þrælinn og heimspekinginn Esóp
Það var einu sinni gamall köttur sem bjó í hlöðu bónda nokkurs ásamt fjölda músa eins og verða vill. Hafði kötturinn verið settur þangað af eiganda hlöðunnar einmitt til að útrýma músunum. Og kötturinn iðkaði þann leik samviskusamlega að drepa eins margar mýs og hann gat. Brátt leit út fyrir að hann mundi á endanum ná að útrýma öllum músunum í hlöðunni.
Þá ákváðu mýsnar sem eftir voru í hlöðunni að halda fund til að ræða þetta alvarlega mál og reyna finna lausn á vandanum, þ.e. kettinum. Og þar skorti ekki hugmyndirnar. Allar mýsnar töldu sig hafa einhver ráð til að forðast köttinn.
"Þið skuluð gera eins og ég segi," sagði gömul grá mús sem álitin var greindust allra. "Þið skuluð hengja bjöllu um hálsinn á kettinum. Þannig munum við alltaf heyra í honum þegar hann nálgast."
"Frábært! Frábært!" sögðu allar mýsnar í kór. "Þetta er þjóðráð." Og ein þeirra hljóp undireins af stað að sækja bjöllu.
"Jæja," sagði gamla gráa músin þá, hver ykkar ætlar að hengja bjölluna um háls kattarins?"
"Ekki ég! Ekki ég!" sögðu þær allar í kór. Og með það tvístruðust þær hver í sína músarholu. Segir sagan að fljótlega eftir þetta hafi kettinum tekist að útrýma öllum músunum úr hlöðunni.
Hvað segir dæmisagan okkur?
Fólk talar og gerir ekkert í málunum, tekur ekki ábyrgð. Það þarf að taka afleiðingunum....sem í þessu tilfelli var að stað í þess að ein fórnaði sér, drápust allar. Að taka af skarið í máli, þótt það sé hættulegt. Aðgerðarleysi og ákvörðunarfælni leiðir til falls. Þetta á við um allt mannlíf, í lífi einstaklinga, hópa eða þjóða.
Bloggar | 23.10.2024 | 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 23. október 2024
Nýjustu færslur
- Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa áhrif á stríðið í Mi...
- Formaður Samfylkingarinnar berst við að gera flokkinn að hægr...
- Alþingis kosningarnar framundan - hvað er að vera Alþingismaður?
- Ákvörðunarfælni Íslendinga í gegnum aldir - vistarbandið
- Það er til betri aðferð en niðurdæling Co2 í berg
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020