Allur hægri armur Sjálfstæðisflokksins er á leið út af þingi. Það eru þeir Jón Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson og Birgir Þórarinsson. Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, snýr að öllum líkindum aftur í stjórnmálin og tekur sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar en honum er hent í baráttusæti.
Jón og Ásmundur eru gamlir kappar og njóta mikilla vinsælda í sínu kjördæmi. Kapallinn er hafður svona til þess að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir falli ekki af þingi en fyrirséð er að flokkurinn bíði afhroð í næstu kosningum. Eina mál hennar ósjálfstæðis málið bókun 35.
Áhöfninni er hent í sjóinn en stýrismenn og skipstjórinn fá að vera áfram um borði í öryggi skútunnar. En ég er hræddur um að yfirteymið þurfi að fara í minni skútu, smáfleyg, ef fram heldur sem horfir. Það á að sigla á sker aftur með handónýta stefnu, klíkustjórnmál og spillingu í farteskinu. Hef áhyggjur fyrir hönd hægri manna að eiga engan opinberan málsvara.
DV segir: "Trúlega hafa aldrei orðið önnur eins umskipti á þingflokki Sjálfstæðisflokksins eins og núna. Þingflokkurinn hefur talið sautján fulltrúa en níu þeirra eru annað hvort fallnir út eða í bráðri fallhættu. Einungis átta af núverandi þingmönnum hafa vissu fyrir því að eiga afturkvæmt til setu á Alþingi eftir kosningarnar í lok næsta mánaðar." Blóðbað í Sjálfstæðisflokknum níu af sautján þingmönnum fallnir eða í fallhætt óbreyttir þingmenn hent út þegar sökin liggur hjá forystunni. Svona er að vera peð.
Skipstjórinn sem var farinn að leita að stjórnarformanns sæti hjá fyrirtækjum landsins, getur nú slakað á. Hann fær að vera áfram memm á Alþingi. Flokkurinn verður því áfram hægri krataflokkur, ekki hægri flokkur. Það fellur því í skaut Miðflokks að leiða hægri stefnu og hægri menn í næstu kosningum.
Bloggar | 21.10.2024 | 19:17 (breytt kl. 19:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslenska grunnskólakerfið er dýrt í alþjóðlegum samanburði, kennsluskylda er lítil og fjöldi nemenda á hvern kennara er með því minnsta sem þekkist. Veikindahlutfall kennara er auk þess mun hærra en hjá einkageiranum og hinu opinbera almennt.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri úttekt Viðskiptaráðs.
Gögn styðja orð Einars: Stöndumst ekki samanburð
Fyrsta spurningin sem vaknar er, hefur einhver í Viðskiptaráði nokkurn tímann kennt í grunnskóla? Hafa þeir sérfræðiþekkingu á þessu sviði? Og af hverju er það að hengja bakarann fyrir smiðinn? Ekkert af ofangreindum fullyrðingum stenst. Tökum þetta lið fyrir lið:
Kennsluskylda: Kennsluskylda umsjónarkennara eru 26 kennslustundir og heildarvinnutími er 43 klst. Enginn kennari mætir í kennslustund án undirbúnings. Því má segja 26 x 2 = 52 tímar (40 mínútna kennslustundir). Þetta er því ekki lítil kennsluskylda. Umsjón bekkjarinnar tekur gífurlegan tíma, allt utanumhald og samskipti við foreldra.
Fjöldi nemenda á kennara: "Í úttektinni kemur einnig fram að á Íslandi er fjöldi nemenda á hvern grunnskólakennara langt undir meðaltali OECD. Aðeins í Grikklandi og Lúxemborg er fjöldi nemenda á kennara minni." Hvernig menn reikna þetta út væri fróðlegt að vita. Þeir finna þetta út með því að setja alla sérgreinakennara, þroskaþjálfa og sérkennara inn í dæmið?
Staðreyndin er sú að hinn almennni kennari er með 20+ nemendur í umsjón. Og fjöldi nemenda segir ekki alla söguna. Þúsundir erlendra nemenda er hent inn í skólakerfið mállaust og kennarar sem sinna erlendum nemendum eru örfáir (ÍSAT kennarar) og taka bara nemendur til sín í einstökum tímum. Þau mæta svo í aðra tíma mállaus. Og svo eru öll börnin með þroskafrávið og greiningar sem eiga að fá sérþjónustu en fá hana oftast í skötulíki. Nemendur sem eru á öllu litrófinu og í sama bekk, veldur miklu álagi á kennarann.
Veikingahlutfall kennara: Samkvæmt rannsóknum er kulnun í starfi mest meðal kennara og hjúkrunarfræðinga (ef bloggritari man rétt). Hver er ástæðan? Mikið álag í starfi. Margir kennarar hrökklast úr starfi eftir 1-2 ár og kennaranemar skila sér ekki í starfið. Af hverju?
Eftir að kennsluskyldu lýkur og börnin fara heim, taka við endalaus námskeið, fundir, nefndarstörf, skýrslugerð, undirbúningur og teymisvinna. Heimilislæknar kvörtuðu nýverið yfir óþarfa skriffinnsku sem tæki of mikinn tíma frá læknisstörfum. Þeir fengu þessu breytt. Sama á við um starf kennarans, hann er bundinn of mikið við "önnur störf". Stytting vinnutíma kennarans sem nú er komin til framkvæmda, felst aðeins í að skera niður undirbúningstímann. Engin raunveruleg stytting er í gangi. Ekki styttist vinnuvikan, önnin eða skólaárið.
Niðurlag: Það væri eftir vill nær að líta á skólakerfið í heild. Er hinn opni skóli að ganga upp? Hvað eru t.d. margir sérskólar fyrir sértækar þarfir nemenda? Bara tveir á landinu! Stoðþjónustan á samkvæmt pappírunum að vera mikil en er í raun í skötulíki. Meðalmennskan er látin ráða ferðinni í skólakerfinu, þeir sem standa slakar í námi, fá ekki viðeigandi þjónustu og þeir sem teljast vera afburðagóðir í námi fá enga þjónustu. Ábyrgðin liggjur hjá öllu samfélaginu, hjá kennurum, foreldrum og skólakerfinu. Ekki hengja bakarann fyrir smiðinn!
Bloggar | 21.10.2024 | 14:53 (breytt kl. 21:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 21. október 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020