Formaður VG veit ekkert um starfsstjórn eða þingrof - hér er það útskýrt

Hugtökin "þingrof" og "starfsstjórn" eru bæði  í íslenskri stjórnskipan og tengjast því hvernig þing og ríkisstjórn starfa þegar atburðir hafa leitt til slitanna á reglubundnu starfi Alþingis og ríkisstjórnarinnar rétt eins og nú gerðist nýverðis.

Þingrof er sú aðgerð þegar forseti Íslands rýfur Alþingi fyrir tímann, oft í tengslum við vantrauststillögu á ríkisstjórnina eða formaður eins stjórnraflokksins hendir inn handklæðinu eins og Bjarni Benediktsson gerði óvænt, en getur einnig komið til vegna sérstakra aðstæðna. Hér vegna taktískra mistaka Svandísar er hún las pólitíkina vitlaus og ætlaði að pönkast í Sjálfstæðisflokknum í vetur og slíta sambandinu á sínum eigin forsendum og fyrir kosningar. Þegar þing er rofið, er boðað til nýrra kosninga. Aftur að þingrofi. Þetta er eitt af völdum forseta samkvæmt stjórnarskránni, þó það sé í reynd oftast gert í samráði við forsætisráðherra og er gert núna.

Starfsstjórn er sú ríkisstjórn sem situr á meðan beðið er eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar eða þegar núverandi ríkisstjórn hefur sagt af sér eða fengið vantraust. Starfsstjórnin fer með vald og heldur daglegum rekstri ríkisstjórnarinnar áfram, en hún tekur ekki stórar ákvarðanir eða setur nýja stefnu. Hún sinnir eingöngu bráðnauðsynlegum málum þangað til ný stjórn hefur verið mynduð. Það er eins dæmi að einn stjórnarflokkanna neitar að taka þátt eins og VG gera nú. Og það að formaður VG viti ekki hvað starfsstjórn gerir. Guði sé lof að flokkurinn þurrkast væntanlega út í næstu kosningum.

Í framkvæmd hefur starfsstjórn takmarkaða pólitíska getu til að hrinda í framkvæmd nýrri stefnumótun, enda situr hún aðeins til bráðabirgða. Þingrof leiðir hins vegar oft til átakakenndra kosninga þar sem óánægja eða pólitísk átök liggja að baki. Menn munu þó reyna að setja saman fjárlög fyrir kosningar.

Að lokum. Það hlýtur að vera Íslandsmet hversu fljótt nýr formaður stjórnmálaflokks getur klúðrað stjórnarsamstarfi sem flokkurinn er í og leitt til þingrofs og að lokum til útrýmingu flokksins.

Forveri hennar, Katrín Jakobsdóttir hélt að hún væri öskubuska endurborin en hún einnig las vitlaust á pólitísku spilin og spilaði sig úr íslenskum stjórnmálum. Þessi flokkur skilur ekkert eftir sig nema rjúkandi rústir íslenskt efnahagslífs og kveikti um leið í hugsjónablaði sínu, t.d. gagnvart NATÓ. Stefnan var ekki beisin, vera á móti öllu og gera ekki neitt nema að útdeila peningum sem ekki eru til né leyft fyrirtækjum að búa til skattfé fyrir íslenskt samfélag. Þarf að minnast á Hval ehf í því sambandi eða byggðakvóta?


Bloggfærslur 17. október 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband