1150 ára afmæli byggðar á Íslandi 2024 - hver er árangurinn?

Landnámsöld stóð frá 874 - 930 eða 56 ár. Líklega stóð tímabilið í lengri tíma en hvað um það, segjum 60 ár. Þarna nam fólk land án laga og réttar. Engin sameiginleg lög né hefðir.  Þessi byggð gekk nokkurn veginn upp, því að fólkið tók með sér germönsk lög og hefðir úr heimabyggðum. Íslendingasögur segja frá að menn hafi tekið sér hnefaréttinn, skorað mann á hólm eða annan um kvennfólk eða bæ. Það hefur því verið róstursamara en  menn vita á þessu tímabili. 

En fólkinu til lukku voru það ríkir menn, höfðingjar, sem voru í fararbroddi og skikkuðu mál og voru snemma kallaðir goðar. Svo tók við þjóðveldið og það gekk upp í u.þ.b. 300 ár án framkvæmdarvalds eða ríkisvalds. En svo fór allt í bál og brand þegar mönnum var ljóst að valddreifingin gekk ekki upp. Ísland yrði að vera miðstýrt...eða fjarstýrt. Niðurstaðan var fjarstýring fursta/konungs. Allt í lagi að hafa kóng ef hann var einhver staðar erlendis og kom aldrei til Íslands. Menn gátu ráðið sínum málum í friði.

En til langframa gengur þetta ekki upp því að samfélög Evrópu þróuðust og valdaþjöppun átti sér stað. Miðstýringin/framkvæmdarvaldið efldist. Með því allar framfarir, nema á Íslandi. Hér stóð tíminn í stað í 1000 ár. Loks náði tíminn til Íslands á 19. og 20. öld og menn vildu gera eitthvað fyrir íslenskt samfélag. Menn börðust fyrir sjálfræði og innlent framkvæmdarvald. Það hófst með heimastjórninni 1904 og ferlinum lauk með fullu sjálfstæði Íslendinga 1944. 

En hvernig hafa Íslendingar farið með fjöreggið síðan þeir einir réðu yfir því? Getum við virkilega staðið ein og óstudd?  Ekki alveg, því við látum erlendar yfirþjóðlegar stofnanir ráða för fyrir hönd Íslands. Síðan 1944 hefur ríkinu verið afskaplega illa stjórnað, hátt verðlag, verðbólga, hallafjárlög, sérhagsmunapot smákónga o.s.frv.

En þrátt fyrir allt, eru við hér enn, sama menning sem hefur varið í 1150 ár, en hversu lengi mun það vara? Það er undir okkur komið og næstu tvær kynslóðir. Miðað við hvernig nútíma Íslendingurinn hagar sér, þá er framtíðin ekki björt. Hann hefur misst öll tengsl við sjálfan sig, samfélag sitt og meira segja íslenska nátttúru. Hann mun glaður tala ensku í náinni framtíð eins og Skotar og Írar gera í dag. Hann verður sáttur að vera í einhvers konar ríkjasambandi, með smá sérstöðu, en ekki mikla. Eina sem hann mun eiga sameiginlegt með forfeður sínum er búseta í þessu hrjóstuga landi...annað ekki. Svo er það spurning hvort það sé ekki bara í lagi...eða ekki?

 


Bloggfærslur 16. október 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Okt. 2024

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband