Nú eru kennarar að fara í skæru verkföll. Athyglisverð taktík sem er í gangi sem tíminn verður að leiða í ljós hvort beri árangur.
En spurningin er hverjum er að kenna hvernig íslenskum börnum gengur í lærdómi sínum? Í raun er ekki hægt að hengja einn aðila og segja hann vera sekan. Margt sem spilar inn í. Fyrst og fremst er um að ræða breytt þjóðfélag. Tæknibreytingar hafa leitt til þess að börn lesi síður heima og eru frekar föst í snjalltækjum þar sem allt umhverfið er á ensku. Engin æfing í íslensku þar og það heyrist á máli barnanna. Þar með er bókalestur lúxus og sjaldgæft fyrirbrigði. Líklega lesa börnin meira í skólanum svo í kallaðan yndislestur en heima við.
Foreldrarnir hafa afhent uppeldið að miklu leyti til skólanna og ætlast til að þeir séu uppalendur enda þeir fastir í vinnu og heimilisstörfum megnin hluta dagsins. Lítill tími fyrir gæða stundir og eða lestur.
Svo er það að stór hluti nemenda er af erlendum uppruna, sem annað hvort eiga foreldra sem eru erlendir eða af erlendum uppruna. Íslensku kunnáttan verður fyrir vikið lítil og oft kunna börnin betri íslensku en foreldrarnir. Er ekki sagt að íslensku nám hefjist á fyrsta aldurs ári? Þegar svona stór hópur sem hefur engan bakgrunn í íslensku, birtist þetta óhjákvæmilega í almennum námsárangri í íslensku og í raun öllum öðrum kennslugreinum, því þær byggja allar á íslenskunni. Líka stærðfræðin. Enginn sem ræðir þessa ástæðu opinberlega.
Svo er það spurningin um kerfið eða kennarann....hver ber meiri ábyrgð á ástandinu? Svarið er einfalt, kerfið. Af hverju? Jú, síðan opnum skóla var komið á og grunnskólinn færður í hendur sveitafélaga, hefur skort fjármagn og mannskap.
Aldrei, og þá meinar bloggritari aldrei hefur fjármagn verið tryggt til þess að stoðþjónustan (sérkennarar og þroskaþjálfarar og aðrir sérfræðingar eins og atferlisfræðingar) sé næg í skólakerfinu. Í bekkinum er allt litróf mannlífs sett undir sama hatt, þótt allir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Kennarinn, án aðstoðar, er látinn sinna 20+ nemendum og það sjá allir sem kunna að leggja saman, að hann nær ekki að sinna öllum í 40 mínútna kennslustund. Ekki möguleiki. Þarna sitja eftir nemendur sem þurfa mikla athygli og stuðning. Bæði þeir nemendur sem teljast slakir námslega séð en einnig þeir sem eru afburðar námsmenn (þeir fá aldrei athygli né námsefni við hæfi).
Úr þessu kemur miðjumoð þar sem engum er þjónað er kennsludegi er lokið. Þeir foreldrar sem fylgjast grant með námi barna sinna ná að fylla í skarðið þar sem kerfið bregst. Allir eru af vilja gerðir, kennarinn og foreldarnir en ekki kerfið sem segir, við eigum ekki til fjármagn....
Talandi um kennarann, þá er hann ekki betur settur en úttaugaður hjúkrunarfræðingurinn sem hleypur stöðugt hraðar til að uppfylla allar skyldur. Kennarinn er ekki bara kennari, hann er uppalandi, hann er ráðgjafi (fyrir foreldra), hann þarf stöðugt að vinna í teymisvinnu, með öðrum kennurum, skólastjórnendum og foreldrum. Hann þarf stöðugt að upplýsa alla í kringum sig hvernig gengur með nemandann eða bekkinn.
Kennarinn er allt í senn, verkefnastjóri en gríðarleg skipulagning er krafist af honum og hver mínúta skipulögð. Hann er líka mannauðsstjóri en hann er leiðtogi bekkjarins og tengir saman nemendur innbyrðis, bekkinn í heild sinni og er milliliður skólans við foreldra. Hann er líka sérfræðingur í kennsluefninu sem hann kennir, vei honum ef hann veit ekki hvað hann er að kenna. Kennarinn tekur með sér starfið heim enda eltir tölvupósturinn hann heim.
Nú standa kennarar í kjarabaráttu og vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þeir vilja styttingu vinnutímans en fá eins og hundurinn sem snýkir mat af kapitalistanum, skottið af sjálfum sér sem sá síðarnefndi sker af honum. Ekkert bitstætt og engin raunveruleg stytting skólaárs eða skyldu. Aðeins er skorið af undirbúningstíma, sem er bráðnauðsynlegur fyrir faglegt starf.
Skóladagurinn, skólavikan, skólaönnin og skólaárið er það sama fyrir kennarann. Kennarastéttin var það skyni skroppin að semja af sér sumarfríið 2006 um tvær vikur, skólaárið lengt sem því nemur en launahækkunin sem kennarar fengu hvarf á einu ári í verðbólgu.
Það er næsta furða að enn veljast frábært fólk, sem nú er hámenntað og með meistaragráðu í faginu, til starfa í skólum landsins. Á herðum þeirra hvílir sú ákvörðun hvort hér þróast hátækni samfélag eða þriðja flokks ríki. Þetta er í höndum stjórnvalda sem verða að girða sig í brók, ekki bara varðandi menntakerfið, heldur einnig heilbrigðiskerfið, sem er efni í aðra langa grein.
Bloggar | 11.10.2024 | 18:42 (breytt 12.10.2024 kl. 09:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 11. október 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020