Kosninga baráttan er hafin

Sjá má hjá öllum flokkum að allir eru að undirbúa sig undir kosningar. Ekki síst má sjá þetta hjá stjórnarflokkunum. Sigurður Ingi er t.d. byrjaður að tala um gamalt mál, hvalveiðibann málið og segir að hann hafi alla tíð verið á móti ákvörðun Svandísar. Hann er kominn í kosningagír.

"Ekki er hægt að takast á við viðfangsefni sem blasa við í íslensku samfélagi innan núverandi ríkisstjórnar, segir Halla Gunnarsdóttir félagi í VG. Augljóst sé að ríkisstjórnarsamstarfið sé búið og nú þurfi að grípa til aðgerða," segir í frétt RÚV.

Það er því mjög líklegt að það verði VG sem sprengi upp ríkisstjórnarsamstarfið, og það fyrr en seinna. Þeir telja sig hafa allt að tapa, sem er rétt, en  mikið að vinna, sem er rangt.  Flokkurinn er rúin trausti og fylgið er farið yfir til Samfylkingarinnar. 3,5% fylgi í kosningum er rausnarleg niðurstaða og þótt VG sprengi upp stjórnina, fer flokkurinn á ruslahauga stjórnmálanna.

Sjálfstæðisflokkurinn siglir andvaralaus áfram með handónýtan skipstjóra og engir stýrismanna líklegir til að auka fylgið. Áttleysan er algjör og í stað þess að stefna til hægri (sem engir trúir að þeir fylgi þeirri stefnu að loknum kosningum) er bara siglt stefnulaust.

Nýr flokkur er í fæðingu og spurning hvort að hægri fylgið aukis eða það dreifist. 

 

 

 


Bloggfærslur 1. október 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband