Að hlusta á börn tala í dag getur verið tyrfið. Þau eru flest öll í tölvuheiminum drjúgan hluta dagsins. Þar er ríkjandi tungumál enska.
Foreldrar eiga í raun frekar lítinn tíma með börnunum sínum dags daglega, a.m.k. á virkum dögum. Börnin eru í skóla. Foreldrar geta því ekki leiðbeint um rétt málfar. Svo taka húsverkin, matarinnkaupin og eldamennskan við í lok vinnudags og komið er fram á kvöld þegar sest er niður. Það eru því frekar fáir tímar sem foreldrar eyða með börnum sínum og geta þannig haft áhrif á málfar þeirra.
Það er því skólinn, vinirnir sem eru á sama aldri og netið/tölvuleikirnir sem kenna börnunum íslensku að mestu leyti. Tölvuleikirnir taka tíma frá lestri bóka. Fyrir vikið er orðaforði barna minni en áður og í raun frekar fábrotinn. Þau grípa því til ensku og búa til blending af íslensku og ensku. Openaðu gluggann; seifaðu playið o.s.frv. segir barnið þegar það skortir orð.
En þrátt fyrir litla samveru með barnið (þetta er alhæfing sem á ekki við um alla foreldra en virðist vera algengt) geta foreldrar haft áhrif. Þeir geta leiðrétt börnin þegar þau koma með enskusléttur. En ég er ekki svo viss um að foreldrar yfirleitt nenna því eða hafi orðaforða sjálft til að leiðrétta. Þegar maður hlustar á ungt fólk, sem e.t.v. er orðið foreldrar, finnst manni orðaforði þess og málfar ábótavant. Mikið um enskusléttur hjá fullorðnu fólki.
Það þarf ekki annað en að fylgjast með athugasemda reiti samfélagsmiðlanna til að sjá urmull stafsetningavilla, ranga málfræði en síðan en ekki síst dónaskapinn í athugasemdum þess til að hugleiða að eitthvað er að í uppeldi og námi fólks í dag.
Íslensku nám er ekki bara að læra að lesa og skrifa íslensku, auka orðaforða og læra stafsetningu í skóla; það er vegferð lífsins og við erum alla ævi að læra íslensku.
----
Þeir sem kunna að lesa geta eflt sjálfa sig, fjölgað möguleikum sínum, gert lífið fyllra, þýðingarmeira og áhugaverðara.
Aldous Huxley
Bloggar | 8.9.2023 | 18:21 (breytt kl. 21:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það eru ýmsar reglur sem gilda um gömul og úreld lög. Löggjafinn, ef þingmenn eru góðir í lagfrumvarps gerð sinni, getur beitt ýmsum ráðum til að afnema lög fyrirfram.
Þegar lög eru samþykkt á Alþingi, er venja að þau hafi takmarkaðan gildistíma sem er tilgreindur í lögum sjálfum. Það er algengt að lög verði gilt í ákveðinn tíma, t.d. í fjögur eða fimm ár, en gildistíminn getur verið lengri eða skemmri, eftir því hvaða lög það er um.
Lög geta einnig verið úrelt þegar þau verða endurskoðuð eða endurbætt. Alþingi hefur það vald að laga eða endurskoða lög, ef þörf krefur. Þetta getur verið vegna breytinga á samfélagsþörfum, nýrra upplýsinga eða þess að lög hafa ekki haft þá áhrif sem vænta mátti.
Stundum geta lög verið úrelt vegna breytinga á aðstæðum eða nýrra lagasetninga. Ef ný lög verða samþykkt eða breytingar verða á gildandi lögum, þá gilda ný lög eða breytingar í stað þeirra gömlu.
Tímalaus lög. Sum lög geta gilt án takmarkaðs tíma, það er, þau gilda þar til þau verða formlega brotin eða endurskoðuð. Þessi lög eru kölluð "tímalaus lög" og geta verið til vandræða.
Til að lög verði afnumin eða endurskoðuð á Alþingi, þarf að leggja fram lagafrumvarp og fá þau samþykkt með meirihluta atkvæða. Það er því ekki sjálfsagt hvernig lög úreldast, heldur fer það eftir því hvernig lagasetjandi stjórnvöld ákveða að haga því.
Lög geta því dagað uppi og verið til í gegnum aldir eins og ég kom hér inn á. Til dæmis eru til gildandi lög frá miðöldum á Íslandi. Sjá má þetta með lestur gamalla lögbóka sem gildu í árhundraði á Íslandi og tóku ekki breytingu fyrir en Alþingi fékk löggjafavaldið raunverulega í hendur sér 1874. Lagatextar úr Grágás, Jónsbók og fleiri lögfræðiskrár, eru enn meðalhelstu heimildir stjórnsýslunnar.
En það þarf líka líta á nýrri lög, frá 1874 og til dagsins í dag og athuga hvort þessi lög eiga við í dag. Það þarf að vera til tæki innan Alþingis sem endurskoðar gömul lög. Til dæmis mætti Alþingi setja upp þingnefnd sem einmitt vinnur að þessum málaflokki.
Mér datt þetta í hug með því að fylgjast málaferlum gegn Donald Trump en reynt er að ákæra hann eða koma í veg fyrir að hann gegni embætti forseta aftur með tilvísun í lög sem sett voru til höfuðs forvígismanna Suðurríkjanna eftir borgarastyrjöldina 1865. Þeir voru sannarlega uppreisnarmenn en lögin áttu að koma í veg fyrir að þeir kæmust aftur til valda. Þau voru ekki hugsuð til að koma í veg fyrir framboð pólitískra andstæðinga í nútímanum. Gömul lög geta því verið misnotuð eða verið til trafala.
Að lokum. Lög eru mannanna verk. Þau fylgja því ekki réttlætinu eins og sumir skilgreina það. Það er því innbyggt í sumum stjórnarskrám rétturinn til uppreisnar og vopnaburður. Vantar það hér á Íslandi, þegar valdhafarnir beita borgurum valdníðslu? Eða afsala völdin til yfirþjóðlegra stofanna og ríkjasambanda án leyfis borgaranna í landinu?
Bloggar | 8.9.2023 | 08:12 (breytt kl. 13:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 8. september 2023
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020