Fræðimönnum finnst mörgum hverjum gaman að "kjamsa" á að vestræn menning sé í hnignun. Að Evrópa sérstaklega sé á fallandi fæti. Vestræn menning hefur ráðið ferðinni síðastliðin 300 ár (með nýlendu myndun og dreifingu verstrænna hugmynda) eða jafnvel lengur, ef við teljum með landafundina. Þessi stórkostlega hugmyndafræði, ættuð úr forn-grískri menningu, hefur knúið heimininn áfram með tækninýjungum og frjálsri hugsun, er undirstaða heimsmenningunnar í dag og kemur úr grískri heimspeki.
En það er ákveðin sjálfseyðingar hnappur innbyggður í vestrænni hugsun/menningu. Lýðræðið eyðir sjálft sig með frjálsræði (leyfir einræðinu að komast að, sbr. Þýskaland nasismans) eða kapitalisminn sem óheftur eyðir allri samkeppni (auðhringa myndun).
Evrópa beið álitshnekki eftir seinni heimsstyrjöldina en anginn af vestrænni menningu, Bandaríkin, bjargaði því sem bjarga varð. Bein yfirráð vestræna ríkja yfir nýlendum sínum leið undir lok en óbein yfirráð tóku við.
Það er eins með óheftan kapitalisma og lýðræði og frjálsa hugsun (tjáningarfrelsi) óheft frjálsræði leiðir til jaðarmenninga sem ef til vill eru ekki hollar fyrir megin menninguna. Undirstaðan, hefðbundin gildi verða undir og öfughyggja ofan á. Þetta sjá önnur ríki en vestræn. Þau vilja áfram að njóta það jákvæða sem kemur frá vestrænum ríkjum sem er tæknin en hafna afstæðishyggju vesrænna manna.
Mörg lönd og svæði um allan heim hafa hafnað eða staðið gegn vestrænni hugmyndafræði eða hafa valið að taka upp aðra hugmyndafræðilega ramma af ýmsum ástæðum. Það er nauðsynlegt að viðurkenna að ekki öll lönd eða svæði sem hafna vestrænni hugmyndafræði í heild sinni og umfang og eðli höfnunar getur verið mjög mismunandi. Hér eru nokkrar algengar ástæður fyrir því að sum lönd hafna vestrænni hugmyndafræði eða hliðum þeirra.
Menningarlegur og trúarlegur munur. Sum lönd hafna vestrænni hugmyndafræði vegna þess að þau telja hana ósamrýmanlega menningarlegum eða trúarlegum viðhorfum þeirra. Til dæmis geta sum íslömsk lönd staðið gegn vestrænum félagslegum viðmiðum eða gildum sem þau telja andstætt íslömskum meginreglum þeirra. Eins öfugsnúið og það er, þá leita margir einstaklingar frá þessum löndum í frelsi vestursins en þangað komið, hafna þeir og velja. Vestræn velmegun og velferðakerfi laðar að, ekki vestræn hugsun.
And-heimsvaldastefna og and-nýlendustefna. Mörg lönd í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku hafa kvartað yfir vestrænni nýlendustefnu og heimsvaldastefnu. Þar af leiðandi geta þau hafnað vestrænni hugmyndafræði sem hluta af mótstöðu sinni gegn því sem þau líta á sem vestræn yfirráð eða menningarlega heimsvaldastefnu.
Pólitísk hugmyndafræði er hluti af höfnuninni. Lönd með mismunandi pólitíska hugmyndafræði, svo sem sósíalista eða kommúnistastjórnir, geta hafnað vestrænum kapítalisma og frjálslyndu lýðræði í þágu eigin hugmyndakerfis. Þessi ríki eru reyndar orðin fá í dag en því harðskeyttari.
Þjóðerniskennd getur leitt til þess að sum lönd hafna vestrænni hugmyndafræði þar sem þau setja eigin menningarlega sjálfsmynd og þjóðarhagsmuni fram yfir vestræn áhrif. Nýlendutíminn er enn í fersku minni margra. Þótt nýlendutíminn hafi fært fram framfarir efnahagslega, hafa þær ekki verið stjórnmálalega.
Efnahagslegir hagsmuni eru mikilvægir. Sum lönd geta hafnað ákveðnum þáttum vestrænnar efnahagslegra hugmyndafræði, svo sem nýfrjálshyggju, sem stuðlar að frjálsum markaði, afnámi hafta og einkavæðingu. Þau geta haldið því fram að slík stefna gagnist vestrænum fyrirtækjum á kostnað staðbundinna hagkerfa og launafólks. Þetta er rétt þegar litið er á yfirgang stórfyrirtæka sem eru orðin svo voldug, að þau eru efnahagslega sterkari en flest ríki. Þau valta yfir stjórnmálaelítu viðkomandi lands með mútum og jafnvel valdaránum.
Sögulegir þættir skipta máli. Söguleg átök eða deilur við vestræn lönd geta stuðlað að höfnun vestrænnar hugmyndafræði. Lönd með sögu um landnám eða hernaðaríhlutun vestrænna ríkja kunna að bera gremju gegn vestrænum ríkjum. Sjá má þetta með velgengni Kínverja í Afríku, þar bjóða Kínverjar fram efnahagsaðstoð án þess að krafan um vestrænt lýðræði fylgi með.
Hugmyndafræðileg samkeppni er á alþjóðavettvangi, þar sem mismunandi lönd og svæði geta kynnt eigin hugmyndafræði sem valkost við vestræna. Til dæmis hefur Kína kynnt fyrirmynd sína um auðvaldskapítalisma sem valkost við vestrænt frjálslynt lýðræði. En hvort þessi tilraun heppnist, er óvíst. Um þessar mundir er kínverski kommúnistaflokkurinn farinn að skipta sér um og of af kínversku einkaframtaki og kapitalismi með ríkisafskiptum kann ekki góðri lukku að stýra.
Í dag virðist umheimurinn vera orðinn þreytur á Vesturlöndum. Þau síðarnefndu bjóða bara upp á arðrán (nú stórfyrirtækja í stað stórvelda), sífelld stríð (ef ekki innbyrgðis, þá með afskiptum erlendis, sbr. Frakkar í Afríku og Bandaríkjamenn um allan heim).
Kjarninn í vesrænni hugsun er holur. Gildi sem sannarlega hafa haldið vestrænum ríkjum saman, eru fordæmd af vinstri mönnum og brotin niður. Fólk nennir ekki að eignast börn í efnishyggjuleit sinni og sjálfselsku eða rækta fjölskyldutengsl sín. Fólk er týnt í tækniheiminum, lítur ekki upp úr farsímanum þegar það gengur yfir götu.
Sumum finnst þó þróunin í vestrænum ríkjum vera frábær. Þetta sé eðlilegt allt saman. Sérstaklega sósíalistar eða vinstri menn eru hrifnir. En við höfum séð þetta áður í mannkynssögunni. Ekkert ríki eða menning lifir að eilífu, sérstaklega með slíka sjálfeyðingarhvöt.
Enginn vill taka ábyrgð, ekki einu sinni á eigin lífi og kennir samfélaginu um kúgun sína eða segir að samfélagið sé byggt á feðraveldi. Jarðarhugsun og í raun andfélagsleg hugsun, á að vera viðurkennd af fjöldanum, með góðu eða illu. Rangt er rétt og öfugt. Þjóðfélagið úr skáldsögunni 1984 raungert. Sá sem mótmælir, og sér ekki ljósið, er fordæmdur á samfélagsmiðlum. Einstaklingshyggjan hefur snúist upp í andhverfu sína.
Er þetta fyrirmyndin sem önnur ríki í heiminum eiga að leita visku til?
Bloggar | 11.9.2023 | 11:02 (breytt kl. 16:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 11. september 2023
Nýjustu færslur
- Ný skýrsla samráðshóps þingmanna um öryggis- og varnarmál seg...
- Rödd málfrelsisins þögnuð - Charles Kirk og Turning Point USA
- Rússar og innrásir þeirra í Evrópu...og öfugt
- Samfylkingarmenn vilja leggja fleiri álögur á fátæka háskólan...
- Almennt tjáningarfrelsi/fundafrelsi og sérstaks akademísks fr...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Solberg afsegir sig frá formennsku
- NATO sendir liðsafla í austurhluta Evrópu
- Líkin fundust í ferðatöskum fjórum árum síðar
- Heita stórfé fyrir veggmyndir af Irínu
- Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk
- Maðurinn sem vildi samræður drepinn
- Handtekinn í tengslum við morðið á Charlie Kirk
- Tuttugu tré féllu á hálftíma
- Umdeild heræfing Rússa: Pólverjar loka landamærum
- Lík Kirk flutt til Arizona í flugvél varaforsetans
Fólk
- Hann er náttúrulega algjörlega ruglaður
- Laufey í óvæntu samstarfi
- Fagnaði 59 ára afmæli á sviði
- Vissi að andlát pabba síns yrði skítlegt
- Of huggulegur til að leika skrímsli?
- Mannsröddin stendur mér næst
- Víkingur kynnir nýja plötu
- Vera samferða bestu vinkonu sinni er mesti draumurinn
- Missti vini á sársaukafullan hátt
- Sögð vera að stinga saman nefjum
Íþróttir
- Rekinn eftir tapið hroðalega
- Ragnhildur efst eftir tvo hringi
- Stjarnan Fram kl. 18, bein lýsing
- Þór/KA Þróttur R. kl. 18, bein lýsing
- FH Víkingur R. kl. 18, bein lýsing
- Slot: Væri fáránlegt að neita því
- Miðasalan fer vel af stað
- Sannfærandi Þjóðverjar í úrslit
- Lék fyrsta leikinn í nýrri deild
- Tjáir sig um brottför Isaks
Viðskipti
- Skattahækkanir kæfa hagvöxt
- Larry Ellison ríkastur í einn dag
- Meta Eimskip hærra
- Kristín ráðin framkvæmdastjóri EFLU
- Ríkið kosti ungt fólk til náms í netöryggi
- 23,7 milljarðar í bankaskatt
- Tvær nýjar Airbus-flugvélar bætast við flotann
- 14,5 tonn af úrgangi breytt í hönnun
- Úr vaxtarfélagi yfir í arðgreiðslufélag
- Meirihlutinn hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar