Ófyrirleitin árás á Trump (bandaríska lýðræðið)

Eins og þeir vita sem fylgjast með bandarískum stjórnmálum, þá keppast Demókratar við að búa til afar hæpnar ákærur á hendur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna,  Donald Trump. Mér er þvert um geð að verja manninn en málið er stærra en hann. Hér er atlaga að rótum öflugasta lýðræðisríki heims, BNA og ef það klikkar, er hinn frjálsi heimur í hættu, þar á meðal Ísland. 

Þrjár ákærur hafa verið lagðar á hendur hans, allar byggðar á samsuðu ákæruliða sem við nánari skoðun standast ekki. Sumar varða ekki refsi lög nema ákæran tengd 6. janúar óeirðirnar. Hún er alvarlegust en ákæruliðirnir byggjast á lögum frá borgarastríðinu 1861-65. Fjórða ákæran er á leiðinni. 

Í grunninn varðar þetta mál hvort það megi mótmæla kosninga úrslitum, eins og það má í lýðræðisríkjum, og hvort að forsetinn hafi málfrelsi.

En af hverju er verið að birta ákærur á hendur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna tveimur og hálfu ári eftir síðustu forsetakosningar?

Jú, raunverulegt spillinga mál er komið upp er tengjist Joe Biden. Það er svo alvarlegt að talað er um landráð og samkrull við óvinveitt ríki. Því reyna Demókratar að beina athyglinni annað og að hættulegasta andstæðing sinn, Donald Trump. 

Ef ég reyni að spá í spilin, þá verða dómsmálaráðherra, innanríkisráðherra og sjálfur forsetinn ákærðir fyrir misbeitingu valds, framfylgja ekki lögum, pólitískar ofsóknir með aðstoð stjórnkerfisins og síðan en ekki síst landráð Joe Bidens. 

Þetta Pandóru box hefði aldrei verið opnað ef Demókratar væru ekki svona hræddir við Trump, en svo hræddir eru þeir, að þeir eru tilbúnir að eyðileggja stjórnkerfi Bandaríkjanna til að klekkjast á mann fólksins en vinsældir hans hafa aukist og við hverja ákæru. Fólkið veit að djúpríkið er hrætt við hann og af hverju hann er ákærður. Nú er staðan sú að hætta er á að báðir flokkar fari í hefndar leiðangra og fórnarlömbin verða réttarríkið og bandarískur almenningur.

Þegar Nixon var ákærður fyrir embættis afglöp, stóðu bæði Demókratar og Repúblikanar að því. Honum var því ekki stætt í embætti og sagði af sér áður en til formlegs ákæruferils kom. Í tilfelli Trumps, aðeins Demókratar stóðu að embættisafglapa ákærunum tveimur og því öllum ljóst, að ljót pólitík var þarna að baki.

Verst er að nú er verið ákæra forsetaframbjóðandann Trump og því er þetta gróf aðför að forseta kosningunum 2024. Á "we, the people" ekki að hafa endanlegt vald um hvern það kýs sér til forseta? Ekki láta bananaríkis aðferðir ráða kosningaúrslitum, þar sem sitjandi og spilltur forseti geti ofsótt helsta pólitíska andstæðing sinn? Er þetta ekki orðið óþægilega líkt Rússlandi, þar sem helsti pólitíski andstæðingur Pútíns situr í fangelsi, líkt og Demókratar vilja gera við Trump?

Lokaorð

Stjórnmálaástandið í BNA er ekki eðlilegt og bandaríska þjóðin hefur ekki verið eins póliseruð, ekki síðan í Víetnam stríðinu.   En þá gátu Demókratar og Repúblikanar a.m.k. sameinast í sumum tilfellum, t.d.  í að reka Nixon úr embætti fyrir spillingu.

Í dag er bæði þjóðin og flokkarnir báðir hættir að tala og vinna saman. Lýðræðið í landinu er beinlínis í hættu. Segjum svo að Demókrötum verði að ósk sinni og Trump fari í fangelsi. Hvað haldið þið að þá gerist? Þá held ég að hægri menn grípi fyrst til vopna og fjandinn verði laus. Hætta á borgarastyrjöld.

Sterkur leiðtogi eins og Trump verður bara bolað í burtu með kosningum, ekki með pólitískum ofsóknir.  

Hæstiréttur Bandaríkjanna mun eiga síðasta orðið í málum Trumps og 6 af 9 eru skipaðir af Repúblikana forsetum.....


Standa íslenskufræðingar ekki með íslensku?

Svo virðist vera ef marka má ummæli íslenskufræðings í viðtali og ef hann er málsvari hinna.

Greina má pirring en jafnframt uppgjöf hjá íslenskufræðingnum. Betra væri ef hann myndi ekki segja neitt.

En hver er vandinn? Of margir útlendingar setjast hér að og þjóðfélagið hefur ekki undan að kenna fólkinu íslensku,  þ.e.a.s. ef því er kennt íslensku á annað borð. Í skólum landsins fer fram frábært starf og útlensku börnin læra íslensku á skömmum tíma.

Vandinn liggur hjá fullorðna fólkinu sem kemur hingað til að vinna en nennir ekki að aðlaga sig. En vandinn er minni en ætla má. Það ætti að vera skilyrði að það fari í íslensku nám eftir þriggja mánaða störf en það fólk sem ætlar að vinna við afgreiðslu störf, sem krefjast samskipta á íslensku, fari fyrst á íslensku námskeið. Eru þetta óeðlilegar kröfur? Er það ekki lítilvirðing við viðskiptavini að þeir þurfi að vera tvítyngdir til að versla sig í matinn ?

Það er enginn að tala um þetta fólk læri gullaldar íslensku, bara að það kunni grunn setningar og hafi lágmarks orðaforða. Þetta er vel hægt, vantar bara viljan.

Sjá slóðina: Eigum ekki að geyma íslensku í formalíni

 


Bloggfærslur 3. ágúst 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband