Könnun Útvarps sögu: Mikil andstaða við NATO herstöð á Reykjanesi

Í þessari könnun var spurt: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að NATO setji upp herstöð á Reykjanesi?  Þessi spurning er dálítið villandi. Um hvað er verið að spyrja? Að setja upp nýja NATÓ herstöð á Reykjanesi? Jú, eins og ég skil þetta er nú þegar starfrækt NATÓ herstöð á Miðnesheiði. Hún hefur verið starfandi síðan 1951 og í raun lengur ef maður tekur seinni heimsstyrjöldina með.

Hvað segir Wikipedía um Keflavíkurstöðina eins og hún er almennt kölluð?

"Keflavíkurstöðin (enska Naval Air Station Keflavik, í daglegu tali kölluð „Keflavíkurflugvöllur“ eða „Völlurinn“) var herstöð Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Miðnesheiði, við Keflavíkurflugvöll. Herstöðin var tekin í notkun eftir að Íslendingar og Bandaríkjamenn gerðu tvíhliða varnarsamning árið 1951. Eftir lok Kalda stríðsins fækkaði hermönnum á stöðinni jafnt og þétt þar til að Bandaríkjamenn yfirgáfu formlega stöðina í lok september 2006. Þá hafði stöðin verið rekin í 55 ár. Í dag nefnist svæðið Ásbrú og þar starfar Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs."

En þessi grein á Wikipedía er líka villandi. Þótt húsnæði hermanna hafi verið breytt og selt til íslensks almennings, er ennþá starfandi NATÓ herstöð á Keflavíkurflugvelli. Og það er ekki smáræðis starfsemi sem er þarna í gangi og fer stækkandi.

Ekki nóg með að NATÓ hafi þarna herflugvöll (já allir sem lenda á Keflavíkurflugvelli eru að lenda á NATÓ herflugvelli), heldur hefur bæst við starfsemi NATÓ í Helguvík.  Helsti munurinn á fyrir og eftir 2006, er að aðildarþjóðir NATÓ skiptast á að manna herstöðina í stað Bandaríkjamanna einna.  En Kaninn er þarna meira eða minna með starfsemi, sá töluna 500 manns að staðaldri og minnir það á ástandi frá 1946-51 þegar bandarískir "verktakar" starfræktu flugvöllinn undir því yfirskyni að þjónusta herafla Bandaríkjanna í Evrópu.

En úr því að mikil hreyfing er á mannskapnum sem mannar herstöðina, hverjir sá um utanumhaldið?  Jú, Landhelgisgæslan (LHG). Hún sinnir í raun varnarmál Íslands með beinum hætti með umsjón loftvarnarkerfis NATÓ. Á vef Landhelgisgæslunnar segir:

"Íslenska loftvarnakerfið er hluti af samþættu loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). NATO hefur kostað uppbyggingu loftvarnakerfisins. Flest mannvirkin eru á eignaskrá Atlantshafsbandalagsins. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar annast rekstur loftvarnakerfisins og mannvirkja Atlantshafsbandalagsins, þ.m.t. ratsjár- og fjarskiptastöðvar hérlendis.   Sá rekstur er eitt veigamesta framlag Íslands til sameiginlegra varna ríkja NATO."

En Loftrýmisgæslan er í höndum flugsveita aðildarríkja NATÓ.

"Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins fer fram hér á landi samkvæmt sérstakri ákvörðun fastaráðs Atlantshafsbandalagsins frá 2007. Yfirmaður herafla NATO í Evrópu (SACEUR) hefur umsjón með henni. Er hún liður í því að gæta að nyrðri mörkum NATO og auka samstarfshæfni og viðbragðsgetu þátttökuríkja." Segir á vef LHG.

Önnur varnartengd störf LHG falla undir flokkinn "Önnur verkefni varnarmálasvið" LHG. Of langt er að telja þessi störf upp, sjá frekar slóðina fyrir þá sem vilja lesa meira: Önnur verkefni varnarmálasviðs

En kannski eru mikilvægustu störfin undir þessum flokki heræfingar NATÓ á Íslandi sem haldnar eru reglulega, á sjó, landi og lofti.

Ef könnun Útvarps sögu spyr hvort eigi að setja upp aðra herstöð, þá er niðurstaðan afgerandi, þátttakendur vilja ekki tvær herstöðvar á Reykjanesi, það "meikar ekki séns" eins og einhver myndi segja. Eða var útvarpsstöðin að spyrja um hvort það eigi að leggja af núverandi herstöð?

 

 

 


Bloggfærslur 21. ágúst 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband