Fjörbrot fjölmenningarríkisins

Það kemur sífellt betur í ljós hve stefna Vestur-Evrópuríkja í innflytjendamálum hefur misheppnast.  Upp eru komin jaðarsamfélög í stórríkjunum, svo sem Frakklandi og Svíþjóð, og þessi samfélög eru í úthverfum stórborganna.

Vegna þess hversu fjölmennir þessir jaðarhópar eru, sjá þeir enga eða litla ástæðu til að samsinna sig við ríkjandi menningu og þeir halda fast í siði sína og tungu enda hvattir til þess í nafni fjölmenningar.  Reiði þessara íbúa vegna jaðarsetningar brýst fram við og við eins og sjá má nú í Frakklandi.

Evrópubúar hafa reynt síðan þjóðernisstefnan varð til að búa til þjóðríki, þar sem íbúarnir eru sameinaðir undir hatt eins ríkis í nafni tungumálsins og stundum trúarbrögð og menningu.

Núverandi Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Bretland og fleiri ríki eru ung ríki í raun og urði til í núverandi formi á 19. öld. Þessi tilraun til myndunnar þjóðríkis heppnaðist og heppnaðist ekki.  Út brutust tvær heimsstyrjaldir á grunni þjóðríkisins en einnig friður í formi Evrópusamvinnu og -sambands.

Stundum er reynt að þvinga íbúanna saman, samanber Júgóslavíu, Sovétríkin, Tékkóslavíu en um leið og límið fer, brýst út borgarastyrjöld eða íbúarnir kjósa í kosningum að aðskila sig frá hinum þjóðernishópnum. Dæmi um ríki sem hangir saman, rétt svo, er Belgía.  Þar mun ástandið haldast óbreytt eða þar til næsta krísa steðjar að og þá verður fjandinn kannski laus.

Grundvöllur þjóðríkisins er brostinn í ríkjum eins og Frakklandi og Svíþjóð, sérstaklega ef menn ætla að halda fjölmenningar hugmyndinni uppi áfram. 

Hvað er þá til ráða?  Horfa má á ríki eins og Bandaríkin og Kanada en bæði ríkin láta alla nýja borgara sama sig við ríkjandi menningu og lýsa yfir hollustueið við nýja landið. Þetta hefur tekist stórkostlega vel, til dæmis eru engir minnihluta hópar Þjóðverja (afkomendur þeirra eru um 50 milljónir í Bandaríkjunum), Japana eða Rússa  til í Bandaríkjunum, allir eru þessir nýju borgarar Bandaríkjamenn. Það er reyndar komnir brestir í þetta, sérstaklega í Kaliforníu en þar eru stórir hópar spænskumælandi vegna þess að hóparnir sem setjast þar að eru svo fjölmennir að ríkisstjórn Kaliforníu hefur ekki undan að samlaga þá að bandarískri menningu.

Sama hugsunarleysið er í gangi á Íslandi, ekki er rýnt í söguna og reynt að læra af reynslu annarra þjóða.  Hér eru opin landamæri og streymi útlendinga hingað stjórnlaust. Til er að verða tvær þjóðir á Íslandi, Íslendingar og svo hinir sem eru ekki mæltir á íslensku og búa í iðnaðarhverfunum, jaðarsettir. Hinn venjulegi Íslendingur þarf að vera tvítyngdur, kunna íslensku og ensku til að komast í gegnum daginn. Og við erum kvött til að aðlaga okkur að fjölmenningunni en útlendingarnir ekki að íslenskri menningu.

Væri ekki skynsamlega að halla aðeins landamærahliðinu, hafa stjórn á innflutninginum og gera vel við þá sem hingað vilja búa og lifa? Velja þá úr sem líklegir eru til að vilja samlagast en vísa hina á braut. Kenna þeim íslensku og gera þá að Íslendingum en ekki gera þá að annarri þjóð sem deilir sama land og Íslendingar.

Ef útlendingunum er leyft að halda í sína menningu og tungu í nafni fjölmenningar (hvað er annars fjölmenning? Íslensk menning og hvaða aðrar menningar?), verða þeir alltaf utangarðsmenn og ekki hluti af íslenskri menningu.  Þá gætum við kannski átt von á ástandi eins og er í Frakklandi, óeirðir og ósamstöðu sem gæti jafnvel brotist út í borgarastyrjöld.

Lærum til dæmis af Rússum, sem er sambandsríki, þar búa íbúar af ýmsum þjóðernisuppruna en allir eru þeir samt Rússar með rússnesku sem megið tungumálið og rússnesk menningu er grundvöllur ríkisins. 

Hætt er við að út brjótist borgarastyrjaldir víðsvegar um Evrópu ef ekkert er að gert. Landamæri Evrópu eru tilbúin og eins og púsluspil sem er sífellt að breytast. Friðartímabilið er á enda, 78 ár frá lokum seinni heimsstyrjaldar og stríð geisar í Úkraníu.


Bloggfærslur 3. júlí 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband