Menn fara á límingunum við lestur af fyrstu fréttum af innanlandsátökunum innan Rússland og byrja strax að tala um borgarastyrjöld. Menn rugla saman hugtökum og kalla þetta borgarastyrjöld. Þetta er enn ekki orðið að borgarastyrjöld og verður hugsanlega aldrei. Lykilhugtök eru í þessu samhengi:
1) Uppreisn. Ákveðinn hópur gerir uppreisn, getur verið óskipulögð uppreisn almennings, sjálfsprottið, eða vopnaðir hópar standi á bakvið. Athuga verður að það er alltaf einhver kjarnahópur sem stýrir á bakvið. Það er eins og skrúfað sé af krana og vatnið (uppreisn almennings) streymir áfram.
2) Valdarán. Skipulögð vopnuð valdaránstilraun herseiningar eins og sjá mátti í Tyrklandi 2016, þegar reynt var að steypa Tyrklandsforseta af stóli, Recep Tayyip Erdogan. Hann fór á taugum og reyni í fyrstu að flýja land en uppreisnarmennirnir sem komu úr rana tyrkneska hersins, voru ekki nógu fjölmennir og skipulagðir og vopnin snérust í höndum þeirra.
3) Borgarastyrjöld. Vopnaðir uppreisnarmenn, oftast hluti úr herafla landsins eru nógu öflugir til að heyja langvinna innanlandsstyrjöld við opinber yfirvöld.
Af fyrstu fréttum að dæma er Yevgeny V. Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, að reyna að vernda eigið lið og eigið líf með þessari uppreisn. Ekki er að sjá að hér sé um skipulagða vandaránstilraun, þar sem er reynt að skipta um leiðtoga landsins, Vladimir Pútín. Hann segist eiga sökótt við ákveðna aðila innan rússneska hersins og reiði sín beinist að þeim.
En þegar snjóboltinn byrjar að renna er erfitt að stöðva hann. Prigozhin verður að halda áfram, því að hann veit að ef hann stoppar núna, verður hann handtekinn, leiddur fyrir dómstóll og dæmdur fyrir landráð.
Mér sýnist þessi uppreisn muni renna út í sandinn. Til að borgarastyrjöld bresti almennilega á, þurfa margir hlutir að renna saman í einn graut.
Sá grautur er: Íbúarnir skiptast í tvo andstæða hópa með ósættanlegan ágreining (upphafið að bandarísku borgarastyrjöldinni); tap hersins á vígvelli (1917 í Rússlandi og í Þýskalandi 1918); langvinn óánægða almennings með leiðtoga landsins, en Pútín hefur verið vinsæll lengi vel, þótt þær vinsældir hafa dvínað eitthvað; efnahagsþrengingar og hungursneyð sem er ekki fyrir að fara í Rússlandi og stór hluti hersins, sem hefur flesta valdaþræðina innan hersins í höndum sér, ákveður að gera uppreisn. Valdaránstilraun hers.
Mér sýnist þessi uppreisn Wagnerliða (sveitirnar að miklu leiti skipaðar af fangelsislýð) vera knúin áfram af örvæntingu, vera óskiplögð, gerð í nauðvörn og rússneski herinn styðji ekki uppreisnina (skv. því sem ég best veit). Það fer því fyrir henni eins og valdaránstilrauninni í Tyrklandi 2016, hún rennur í sandinn ef Pútín heldur haus (KGB haus sínum) sem ég efast ekki um að hann gerir. En þetta gæti flýtt fyrir endalokum stríðsins í Úkraníu.
Ekki láta stríðsletur fjölmiðla blekkja ykkur, þeir eru að selja fréttir. Málið skýrist á nokkrum dögum. Það fer því fyrir Wagnerliði Pútíns og SA lið Hitlers (Sturm Abteilung), þessi hernaðararmur verður upprætur. Endalok Wagnerssveita er framundan.
Ástæðan fyrir að Wagnerliðið yfirhöfuð geti gert svona upphlaup, er að liðið er einkaher, að mestu skipaður af glæpamönnum. Málaliðaherinn er ekki gamall og skortir styrk til að stýra valdaránstilraun. Tíminn vinnur aldrei með valdaráns- eða uppreisnarliði. Valdarán verður að koma á óvart og standa stutt yfir, ef það á að heppnast.
Hver kyns stríðsátök virka alltaf ruglingsleg og alltaf erfitt að átta sig á hvað er að gerast í orrahríð dagsins. En á meðan rússneski herinn er á bakvið Pútín, þarf hann ekkert að óttast.
Bloggar | 24.6.2023 | 13:40 (breytt kl. 14:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggfærslur 24. júní 2023
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020