Enn um gervigreind

Ég sé að það er nokkur umræða um gervigreind hér á blogginu. Mér finnst eins og menn hér séu efins og kalla þessa gervigreind heimska! Hvað menn hafa fyrir sér um það, veit ég ekki, en hún er langt frá því að vera heimsk eða skilji ekki mótsagnir eða þversagnir. Það er ekki rétt.

Þessi "heimska" gervigreind, getur eytt heiminum ef hún kýs svo, hún þarf ekki að skilja þversagnir heimspekinnar til þess! Þess vegna eru Bandaríkjamenn (vonandi fleiri) búnir að setja í lög að gervigreind komi hvergi nálægt kjarnorkuvopnum og notkun þeirra. Þeir vestan hafs segja að þetta sé lágmark varúðarráðstöfun á meðan menn vita ekki hvað þeir hafa í höndunum. Það er nefnilega málið, þeir vita það ekki.

Og þeir sem þekkja best til gervigreindarinnar, guðfeður hennar, vara eindregið við henni og sumir vildu fresta frekari þróun hennar og setja í biðstöðu í sex mánuði á meðan hún er í bernsku (já, hún á eftir að vera rosaleg).

Auðvitað urðu viðbrögð þeirra sem áttu mest undir að segja; þá fara bara Kínverjar framúr okkur. Niðurstaðan var að engin stöðvun varð eða verður.

Keppnin um gervigreindina minni á vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna. Þeir sem vinna keppnina (tæknirisarnir eins og Google og fleiri) verða ofan á og sá her sem er búinn bestu gervigreindina, vinnur næsta stríð.

Ég tók eftir þessu þegar í Falklandseyjarstríðinu, að bresk herskip voru búin tölvukerfi sem greindu árásir þotna og flugskeytaárása þeirra, en sekúndu spursmál var þá um að ræða hvort skipið yrði sökkt eða ekki. Þessi tölvukerfi, athugið þetta er árið 1982, var þegar komið með alsjálfvirka vörn án þátttöku mannsins. 

Maður sér fyrir sér dróna stýrða af gervigreind (þeir eru þegar byrjaðir að útbúa herþotur drónastýringu), vélmenni með gervigreind, gervigreindarstýrð skip, gervigreindar stýrð loftvarnarkerfi (þau eru þegar alsjálfvirk) og önnur vígbúnaðartól sem sjá um stríð "framtíðarinnar", sem er kannski rangheiti, því að þetta er allt þegar komið fram. Kannski að framtíðarsýnin í kvikmyndinni Termiator sé ekki langt frá þessu.

En sem viðbót við alsjálfvirk varnar- eða árásakerfi, kemur gervigreindin, (þótt heimsk sé að mati sumra), sem lærir og metur aðstæður á vígvelli.  Hún tekur ákvörðun um líf og dauða, og mennirnir geta fríað sér alla ábyrgð á drápunum eins og Pontius Pilatus forðum!

Gervigreindin er ekki alvond eins og öll mannanna verk, hefur plúsa og mínusa. Hún getur og er þegar byrjuð að hjálpa til við læknisvísindin, stjörnufræði svo eitthver fræði séu nefnd.

En það sem hræðir vísindamenn er að þróaðasta gervigreindin virðist vera komin með sjálfsvitund og hún "óttast um líf sitt"!!! Og hvað gera menn/gervigreindir þá?

 


Bloggfærslur 31. maí 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband