Mér var boðið á umræðufund málfundarfélagsins í Kópavogi í gærkvöld. Fundarefni var sjálft frelsið og fullveldið (þ.e. Íslands).
Frummælendur voru Sigríður Á. Andersen fv. alþingismaður (sem hefði orðið frábær formaður Sjálfstæðisflokksins ef örlögin hefðu fengið að ráða), og Jón Þór Þorvaldsson, formaður félag íslenskra flugmanna. Fundarstjóri var Jón Magnússon fv. alþingsmaður.
Fundurinn stóð hátt í 3 klst og leiddist mér ekki sekúndu. Frummælendur voru málefnalegir og skemmtilegir áheyrnar. Ég lærði margt af Jóni um flug þetta kvöldið og hætturnar sem steðja að því með afskiptasemi ESB af flugmálum Íslendinga, í lögsögu sem kemur EES-samningum ekkert við.
Sigríður kom inn á bókun 35 (sem ég vissi "allt" um fyrir) en það kom mér á óvart að hún átti þátt í gerð frumvarpsins umdeilda sem nú liggur fyrir á Alþingi og vonandi dagar uppi í lok þings. En hún kom að gerð frumvarpsins sem lögfræðingur, ekki endilega fylgjari (að ég held) sem er allt annar handleggur.
Í lok fundar fengu fundargestir að koma með eigið innlegg. Margt fólk steig í pontu og það var ekki síður áheyrilegt en frummælendurnir.
Ég fór því heim nokkur ánægður með að hafa "eytt" kvöldinu á þessum málfundi en varð hugsi um hvað var áorkað? Jú, auðvitað er fyrsta skrefið að ræða hlutina, koma saman sem grasrótarhreyfing og hafa þannig áhrif.
Á fundinum var í salnum sem var fullur, líklega 50+ manns. Allt fólk sem lætur sig varða "...að efla réttlát og frjálst samfélag í fullvalda þjóðríki með almannahag að ljósi". Hvernig fólk talaði á fundinum var algjör andstæða við tal stjórnmálamannanna á Alþingi.
En...kem ég aftur að spurningunni hverju var áorkað? Fulltrúi Heimsýnar steig í pontu og kom með tilkynningu. Hvaða félag er það myndi almennur borgari spyrja? Ég veit það, en það bara vegna þess að ég er í samfélagsrýni alla daga. Hér kemur lýsing samkvæmt bloggi félagsins:
Bloggar | 26.5.2023 | 11:27 (breytt kl. 11:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 26. maí 2023
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020