Það er ágætis þáttaröð á Netflix um ættbálk apa, nánar tiltekið simpasa. Hún heitir Chimp Empire. Hún er heillandi en vekur um leið umhugsun. Það sem kemur mest á óvart er hvað aparnir eru líkir okkur.
Þeir mynda ættbálka, með báðum kynjum, karldýr og kvendýr (já bara tvö kyn hjá þeim) og afkvæmi þeirra. Það er einn leiðtogi, alfa api sem situr völtum fótum á toppnum. Aðrir karlapar mynda hóp eftir virðingastöðu sem og kvenaparnir með afkvæmin. Allir hafa hlutverk og sumir eru utangarðs.
Hegðun þeirra er afar lík mannanna. Þeir eigna sér land eða svæði sem þeir verja með harðri hendi. Þeir vakta landamærin og sjá til þess að aðrir apahópar komist ekki inn á svæðið. Þeir veiða sér apaketti til matar.
Svo er farið í stríð. Þáttaröðin sýnir hvernig það gengur fyrir sig. Einn apinn varð hræddur að vera við landamærin í eftirlitsferð og hélt heim á leið. En hann var óheppinn, því að hann gekk í flas innrásarhóps annans ættflokks og var drepinn.
Það er greinilegt að maðurinn er ekkert þróaðri en aðrir mannapar. Við erum villidýr sem drepum allt sem verður á vegi okkar (milljarða dýra árlega sem og aðrar manneskjur) og pökkum "veiðina" inn í fallega pakka sem við verslum í næstu matvælaverslun. Það er mjög "þróað" að þurfa ekki að standa í drápum sjálf.
Nú stendur yfir fundur Evrópuráðsins í Hörpu til að ræða stríðið í Úkraníu. Ekki er minnst einu orði á að koma á friði, nei, það á að búa til tjónaskrá. Mun hún hvetja Rússa til að leita friðar? Held nú ekki.
Maðurinn hefur ekkert lært á milljón ára þróunarferli sínum. Og svo velta menn fyrir sér af hverju geimverur hafi ekki samband við mannkynið. Kannski hafa þær komið og hreinlega ekki líst á blikuna. Á þessari plánetu drepa allir alla og dýrin eru jafn dugleg við drápin.
Verður einhvern tímann friður á jörðu? Hef enga trú á því á meðan eðli mannsins er eins og það er. Því er best fyrir örþjóð eins og Íslendinga að mynda bandalög sér til verndar en einnig að tryggja eigið öryggi með til dæmis her. Það hefur enginn eins mikla hagsmuna að gæta en við sjálf við að verja land og þjóð. Þegar á reynir geta bandamenn okkar verndað okkur?
P.S. Það var ein niðurstaða á fundinum. Það var staðfest að Íslendingar lúta algjörlega ESB en "samþykkt" var að Ísland fengi undanþágu varðandi mengun í flugi. Katrín Jakobsdóttir þóttist vera ansi hörð á sameiginlegum blaðamannafundi með Ursula von der Leyen framkvæmdarstjóra ESB með undanþágu í farteskinu til 2026! Ísland er hreinasta land í heimi hvað varðar mengun en samt haga leiðtogar Íslendinga sér eins og hamfara hlýnun eigi sér stað á landinu í miðri norðan hríð maí mánaðar. Fólk verður stundum galið þegar það fylgir hugmyndafræði og skynsemin fljót að hverfa.
Bloggar | 17.5.2023 | 10:21 (breytt kl. 10:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 17. maí 2023
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020