Dyggðir í stjórnmálum og íslensku samfélagi horfnar?

Ég hef grenilega lifað tímanna tvenna. Mér sýnist Íslendingar vera búnir að tapa sjálfum sér í nútímanum. Gömul og góð gildi (dyggðir) farin veg sinn veraldar og fólk týnir sér í alsnægtunum, bæði í mat og afþreyingu, og gleyma gamla góða sálartetrinu og út á hvað íslenskt samfélag stendur fyrir.

Það er nú ekki lengra en 40 ár síðan menn voru þéraðir og töluðu vandaða íslensku og höfðu góðan orðaforða. Slíkt er ekki fyrir að fara í dag, enda lesa fáir og sá orðaforði sem krakkarnir hafa, fá þeir upp úr tölvuleikjum og Youtube og er nokkuð konar blanda af íslensku og ensku.

Kurteisi og gestrisni gagnvart gestum var mikil en nú á að blóðmjólka gestina sem í dag eru erlendir ferðamenn. Mannúðin gagnvart þeim sem standa höllu fæti, svo sem fatlaða og aldraða er nú upp á náð og miskunn ópersónulegra stofnana sem telja það vera sitt höfuðmarkmið að skammta sem minnst til nútíma "þurfalinga" og "ómaga".

Íslendingar dagsins í dag eru svo veraldarvanir og heimsborgarar að þeir hafa meiri áhyggjur af erlendum flökkulýð sem kemur hingað undir fölskum forsendum og með ærnum kostnaði fyrir íslenska skattborgara. Vildi að það væri komið svo vel fram við erlendu ferðamennina sem þó kosta velferðina hérlendis.

Stjórnmálamenn ræða ekki lengur opinberlega um dyggðir og samfélag. Allt tal þeirra snýst um stjórnun og fjármál.  Helstu siðrænu dygðirnar sem voru í hávegum í íslensku samfélagi fyrri tíma (sem þó var grimmt enda börðust menn hart fyrir lífinu í gamla Íslandi) voru hugrekki (að þora að standa fyrir máli sínu og sannfæringu en líka líkamlegt); hófstilling (græðgisvæðingin gagnsýrir íslensk samfélag, allir vilja eiga nýjustu tæki og tól); veglyndi (enn til á Íslandi); háttvísi og sannsögli (horfið í heimi internetsins, þar sem allir hallmæla öllum); vinátta (enn í hávegum haft og menn rækta almennt) og réttlæti (hefur kannski aldrei verið til á Íslandi?). Allir að níðast á öðrum? 

Svo má nefna innri dyggðir eins og sjálfsagi og geta farið eftir ytri aga (á að vera kenndur í skólum en þar ríkir agaleysi eða agi sem her kennir - ekki til á Íslandi).

Kannski ætti sameiningartákn þjóðarinnar að vera boðberi dyggðanna, sjálfur forseti Íslands. Mér sýnist núverandi forseti þeigja þunnu hljóði og hann virðist ekki hafa nein einkunnarorð eða markmið. 

Tökum dæmi af tveimur fyrirrennurum hans. Vigdís Finnbogadóttir vildi rækta landið (skógrækt) og rækta tunguna (í dag þakkar maður fyrir að fara í gegnum daginn án þess að tala ensku). Ólafur Ragnar Grímsson lagði áherslu á ytri tengsl Íslands og upphefja landið í samfélagi þjóðanna. Hann stóð líka með þjóðinni þegar á reyndi (Icesave málið). Mikill myndugleiki sveif yfir Vigdísi og Ólafi (var ekki hrifinn af hvorugum í upphafi en dáðist svo að síðar). Voru þjóðarleiðtogar (man einhver eftir Vigdísi og Reagan saman?).

En það hefur farið fram hjá mér fyrir hvað núverandi forseti stendur? Ekki fyrir sigrum í fortíðinni, sbr. ummæli um þorskastríðin og er hann þó sagnfræðingur. Hann mætti líta meira upp úr bókaskrifum sínum og tala oftar við þjóðina, bæði í sorg og gleði. Ekki vera ósýnilegur og sitja í þögn. Vera sameiningartákn Íslendinga og segja þeim að þeir megi vera stoltir af að vera Íslendingar í fögru landi. Hefur hann einhvern tímann sagt það?

Fjölþjóða ríkið (ekki fjölmenningar en í Bandaríkjunum er bara ein ráðandi menning) Bandaríkin veit sem er að hvað er límið sem heldur þeirra þjóðfélag saman og það er bandaríska stjórnarskráin (ekki kennt í íslenskum skólum, jafnvel ekki í framhaldsskólum) og tungumálið - enska. Kennt er í bandarískum skólum hollusta við ríkið og stolt (nýir innflytjendur látnir sverja hollustueið við Bandaríkin sem þeir gera glaðir og þakklátir), með öðrum orðum ættjarðarást. Hér á Íslandi er hugtakinu snúið upp í andhverfu sína, hugtakið þjóðernisrembingur!

Yfir lýðnum ríkja mafíuættir íslenskar og vildarmenn þeirra og passa upp á að kerfið hygli nú örugglega fáa en útvalda og skammta naumt til almúgans. Stjórnmálamenn tala ekki lengur um gildi eins og ættjarðarást eða hvert Ísland eigi að stefna almennt í menningarmálum. Til dæmis að berjast fyrir að íslenskan sé eina tungumálið leyft opinberlega samkvæmt lögum, ekki í núverandi lögum svo langt sem ég sé.  Tryggja að þeir útlendingar sem kjósa að vera íslenskir ríkisborgarar verði Íslendingar í raun og tileinki sér íslenskuna og íslensk gildi. Marghyggja samtímans berst á móti slíkri aðlögun og gerir þá í raun að utangarðsmönnum með tímanum með fjölgun þeirra.

Borgias og Medici ættirnar ítölsku myndu líta með velþóknun á slíka samfélagsbyggingu sem hér ríkir. Skapar auðurinn á Íslandi (sem er þó misskiptur) aukna hamingju á landinu? Til hvers að vera auðugur en fátækur í anda? Sjá ekki lengra en nefið nær?

 


Joseph Biden Bandaríkjaforseti slær met

Demókratinn Joe Biden og forseti Bandaríkjanna er nú að slá öll met en samkvæmt skoðanna könnunum þar í landi, mælist hann með minnsta fylgi forseta á fyrra tímabili eða um 36%. Allar kannanir hníga í sömu átt, líka í könnunum svo kallaðra frjálslyndra fjölmiðla.  Yfirgnæfandi meirihluti Demókrata vilja einhvern annan í framboð í næstu forsetakosningar, bara einhvern annan. Fylgi svartra er komið niður í sögulegt 25% en í síðustu kosningum var það 75%. Svartir hafa alltaf kosið Demókrata sögulega séð en án atkvæði þeirra nær Demókrataflokkurinn ekki kosningum. Vegna afburðar lélega stjórnun, réttara sagt stjórnleysi, stjórnar Bidens, eru kjósendur að gefast upp á honum og hans stjórn.

Óveðurskýin hrannast upp yfir fjölskyldu hans og hann sjálfan en búast má við sprengju í dag þar sem a.m.k. níu meðlimir fjölskyldunnar verða afhjúpaðir fyrir fjármálaspillingu og hagsmundapot fyrir erlend öfl, sem kallast á mannamáli föðurlandssvik og landráð.

Þetta er alveg ótrúlegt að forseti Bandaríkjanna skuli vera undir ægivaldi erlendra ríkja en spillingarmál Biden fjölskyldunnar ná til Úkraníu, Kazakhstan, Rússlands og Kína (og fleiri ríkja). Sérstaklega vekur það áhyggjur tengsl Biden fjölskyldunnar við kommúnistaflokk Kína en milljónir dollara  streyma þaðan til fjölskyldunnar sem hún dreifir til fjölskyldumeðlimi eftir ákveðnu kerfi og inn á mismunandi bankareikninga.

Svo er það "laptop from hell" eða fartölvan frá helvíti hans Hunter Bidens sem ég fyrst Íslendinga vakti athygli á fyrir 3 árum.  Í þessari tölvu er alls kyns skítur, klám, upplýsingar um fjármála misgjörninga og margt fleira.  Líklegt er að Hunter fari í fangelsi fyrir skattsvik sem eru í beinu sambandi við múturgreiðslur erlendra ríkja til Biden fjölskyldunnar. En klíka yfirmanna í FBI hefur grafið málið og þannig haft áhrif á forsetakosningarnar 2020.  FBI á að heita löggæslustofnun og ein sú virtasta í heiminum en mikill meinbugur er þar innandyra og pólitísk spilling. Svo er CIA sérkapituli fyrir sig, ríki í ríkinu og stendur engum skil.

En að sjálfsögðu er ekkert fjallað um þetta í íslenskum fjölmiðlum en í uppsigi er mesta hneyksli Bandaríkjasögunnar, mál sem gerir Watergate innbrotið að minniháttar broti!

Djúpríkið er raunveruleiki í Bandaríkjunum og lýðræðið misnotað og brotið. Þetta er mikið áhyggjuefni ef bandarískir borgarar missa trúnna á kerfinu.  Svo höfum við Íslendingar okkar eigin gerð af djúpríki en það er embættismannastéttin sem stjórnar landinu áratugi saman á meðan kjörnir stjórnmálamenn koma og fara á fjögurra ára fresti.  


Bloggfærslur 10. maí 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband