Ég átti í rökræðum við einn ágætan bloggara í sambandi við grein mína um EES samninginn. Honum tókst ekki að sannfæra mig um að bókun 35 væri lögleg gagnvart stjórnarskránni og ég er ekki einn um það að telja þetta vera lögbrot. Svo segir einnig Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómari. Hérna koma svör mín í athugasemdum við blogg mitt.
Samkvæmt bókun 35 á ESS - samningurinn að yfirtrompa íslensk lög. 2. gr. stjórnarskránnar segir ekkert um að reglurgerðir ESB (byggðar á erlendum lögum) gildi umfram íslensk lög....sjá hér að neðan. Alþingi verður að leiðrétta eftir á ruglið frá EES.....
Í 2. gr. stjórnarskránnar segir:
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið. Ekkert um að erlend lög yfirbjóði íslensk lög.
Geta Íslendingar sagt nei við innleiðingu á reglum EES? Hvað gerist þá? Svo virðist sem Alþingi vilji ekki láta reyna á þetta eða geti það ekki, sbr. þetta:
Utanríkisráðherra segir ákvörðun Evrópuþingsins í morgun, um að staðfesta breyttar reglur um losunarheimildir í flugi, ekki hafa áhrif á Ísland. Taka þurfi málið upp í EES-samninginn til þess, og vinna við undanþágur er enn í gangi.
Til að taka af allan vafa um hvað ég er að tala, kem ég með eftirfarandi rök:
a) Ég hef aldrei efast um að Alþingi hafi ekki löggjafarvald til að setja í lög reglugerðir ESB í gegnum EES-samninginn. En hver er ferillinn? Evrópuþingið setur reglur, þær innleiddar í ESS-samninginn og sendar til aðilaríkja EFTA-ríkja. Þar eru þau þýdd, hér hjá þýðingardeild utanríkisráðuneytisins. Þau áframsend til Alþingis sem "vottar" og innleiðir í íslensk lög hinu erlendu lög. Þetta er kannski ekki ólöglegt en þetta copy/paste aðferð og tekur yfir hlutverk Alþingis að setja íslensk lög fyrir íslenskar aðstæður. Þar með er Alþingi að fara í kringum 2. gr. stj.skr. um að um semja lögin sjálft!!! Líkt og við myndum innleiða reglur sem efnahagsbandalag Norður-Ameríku inn í íslenska löggjöf og löggilda það með stimplum Alþingis.
b) Ef við getum sagt nei við reglur ESB, af hverju þurfum við "undanþágu" frá reglugerðinni um losunarheimildir í flugi? Getum við ekki sagt nei? Sett íslensk lög um málið og málið dautt?
c) Eftir stendur óhaggað fullyrðing mín um að ekkert ákvæði er um framsal löggjafarvalds Alþingis til yfirþjóðlegrar stofnunnar (þótt íslensk stjórnvöld fari í kringum þetta með EES - samninginn og þykjast ráða ferðinni með því að beita stimpla Alþingis til að gera ólöglega hluti löglega). Þetta er eins og að undirrita dauðadóm yfir sjálfum sér og hreykja sig af því að hafa ákveðið með undirskrift að viðkomandi ráði yfir eigi lífi!
Þeir sem skrifuðu stjórnarskránna sáu ekki fyrir að Alþingi yrði eins og það var um aldir framkvæmdaraðili Danakonungs (lesist í dag, framkvæmdaraðili ESB), sem innleiddi erlend lög án andsvars. Löggjöf gamla Alþingis (Alþingis samþykktir kölluðust þetta) var í mýmynd og breytingar voru í formi bængerðir sem sendar voru til Danakonungs með von að hann sjái aumur á fátæku Íslendingunum. Nú eru við að senda bænir til ESB um flugmálið!
d) Bókin 35 getur tæknilega séð verið lögleg, ef Alþingi samþykkir hana, en er ekki samkvæmt stjórnarskránni. Alþingi er þar með að gerast lögbrjótur en 2. gr. stj.skr. segir að Alþingi eitt setji lögin en ekki að erlend lög yfirbjóði íslensk lög sjálfkrafa en Alþingi verði svo að leita réttar síns eftir á.
Ef við höldum að Alþingi sé æðsti dómur (eins og það er samansett í dag af einstaklingum) og að það geti yfirtrompað stjórnarskránna, þá er það megin misskilingur! Dómsvaldið gæti til dæmis ákveðið að Alþingi sé að brjóta lög gagnvart stjórnaskránna og þurfi að leiðrétta sig. Forsetinn gæti líka tekið upp á því að neita að undirrita lög og skjóta málinu til þjóðarinnar. Ég efast um að núverandi forseti hafi bein í nefinu til að gera eitt eða neitt.
Svona hljómar frumvarpið: ,,Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.
Það er ekki nóg að ESS-samningurinn gangi fram fyrir íslensk lög, heldur einnig reglugerðir sem ráðherra setur! Þetta hlýtur að vera stjórnarskrá brot. Að hugsa sér að reglugerðir komnar frá Evrópuþingi eru breyttar í íslensk lög og eru rétthærri þar til Alþingi "leiðréttir" málið.
Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrum hæstaréttardómari hefur þetta að segja um málið:
Hér virðist vera gert ráð fyrir að skuldbindingar samkvæmt EES- samningnum, sem ekki hafa verið leiddar í lög hér á landi, heldur aðeins með stjórnvaldsfyrirmælum, skuli ganga framar yngri almennum lagafyrirmælum ef ekki er efnislegt samræmi. Í þessu felst í reynd að lagasetningarvaldið er í þessum tilvikum tekið úr höndum íslenska löggjafans (Alþingis) og fengið í hendur erlendum aðila sem ákveður efni skuldbindinga samkvæmt EES-samningnum.
Að mínum dómi er ljóst að efni fyrrgreinds frumvarps stenst ekki fullveldisrétt þjóðarinnar sem allir virðast vera sammála um að felist í stjórnarskránni. Það er því ástæða til að benda ríkisstjórn Íslands á að ekki er unnt að samþykkja nefnt frumvarp sem lög í landinu nema fyrst hafi stjórnarskránni verið breytt í þá veru að heimila svona lagasetningu.
Er hægt að stefna eða ákæra ríkissstjórnina fyrir brot á stjórnarskránni ef þetta gengur í gegn?
Er ekki tími kominn á að segja upp EES - samningum?
Bloggar | 20.4.2023 | 13:17 (breytt kl. 13:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 20. apríl 2023
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020