Richard Wagner

Ég er núna að horfa á sjónvarpsþáttaröð frá 1983 um Wagner en Richard Burton, hinn breski stórleikari, leikur tónskáldið.
 
Ég vissi lítið um hann persónulega nema í gegnum tónlist hans og antisemistmann sem hann var illa haldinn af. Svo að ég renni aðeins yfir lífsferil hans og hvers vegna hann er svona merkilegur, þá er það að segja að hann fæddist 1813 og dó 1883. Hann var ekki bara þýskt tónskáld, heldur einnig leikstjóri og hljómleikastjóri.Óperur hans (eða, eins og sumir af síðari verkum hans voru síðar þekkt undir, "tónlistar sjónleikir eða drama").
 
Ólíkt flestum tónskáldum sem fengust við óperusmíði,skrifaði Wagner bæði texta og tónlist fyrir hvert sviðsverkum sínum. Wagner gjörbylti óperuformið gegnum hugmyndina sína á svokallað "Gesamtkunstwerk" ("allsherjar listaverki"), en hann leitaðist til að mynda til saman eða búa til eina heild úr ljóðforminu, hinu sjónræna, tónlistinni og dramatískum listum og var tónlistin þar undirgrein leiklistarinnar, eins og kom fram í verkum hans og sem hann kynnti til sögu í röð ritgerða milli 1849 og 1852.
 
Wagner veruleika gerði þessar hugmyndir að mestu og að fullu á fyrri hluta óperuraðarinnar Der Ring des Nibelungen sem voru fjögur óperuverk bundin saman lauslega í eitt verk. Ég er ekki búinn að klára þáttaröðina en það sem kom mér mest á óvart var að hann var ekki bara áhorfandi á atburði líðandi stundar, sem var reyndar eitt allsherjar umbrotaskeið, heldur beinn þátttakandi. Hann tók þátt í uppreisnunum 1849 og var aðalsprautan í uppreisninni í heimaborg sinni, Dresden. Hann var rekinn í útlegð og fór til Sviss.
 
Þangað til á allra síðustu árum hans, einkenntist líf Wagner af pólitískum útlegð, umbrotatímum, ofsafengnum ástarmálum, fátækt og sífelldum flótta frá kröfuhöfum sínum. Umdeild skrif hans á tónlist, leiklist og stjórnmálum hafa vakið mikla athygli á undanförnum áratugum, sérstaklega þar sem þær er tjá antisemismtísk viðhorf.
 
Wagner spilaði töluverða rullu í pólitík fyrri hluta 20. aldar. Adolf Hitler var einlægur aðdáandi hans alla sína ævi og Wagner ættin var nátengd nasistum á tímaskeiði þeirra. Tilraunir hafa verið gerðar í Ísrael til að spila tónlist hans en það fallið í grýttan farveg vegna helfarar eftirlifandi sem hafa ekki tekið í mál að tónlist einn mesta gyðingahatara 19. aldar í Þýsklandi fái hljómgrunn.
 
Áhrif hugmynda Wagners almennt má rekja í mörgum listgreinum alla 20. öldina; áhrif þeirra má m.a. gæta í heimspeki, bókmenntum, myndlist og leiklist. Ég hlakka til að klára þáttaröðina, þar sem fara saman á kostum leikhæfileikar Burtons og frábær tónlist Wagners. 
 

Gyðingur eða Ísraeli - er einhver munur?

Það er nokkuð merkilegt hversu mönnum verður heitt í hamsi þegar talið kemur að Ísrael og málefni Miðausturlanda. Vissulega er það skiljanleg í ljósi þess að þrjú helstu trúarbrögð heimsins eiga uppruna sinn að rekja til þessa svæðis og landið liggur á krossgötum Asíu og Afríku og í vegi herja síðastliðin árþúsund. En samt eru málefni Miðausturlanda fjarri Íslandi og hagsmunum Íslendinga.

Menn, líka á Íslandi, virðast skiptast í tvo ólíka hópa gagnvart gyðingum en sérstaklega Ísraelum. Menn hata gyðinga eða elska þá. Engin millivegur virðist vera. En málið er ekki svona einfalt. Og ekki ber að rugla saman gyðingum og Ísraelum eins og ber á í umræðunni.

Gyðingar búa nefnilega flestir utan Ísrael. Fjölmennasta gyðingaríki heims eru sjálf Bandaríkin. Þar búa 7,3 milljónir gyðinga en í Ísrael um 7,2 milljónir. Í öllum heiminum búa 15,2 milljónir gyðinga sem nóta bene er ekki einsleitur hópur. Bandarískir gyðingar eru t.d. upp til hópa frjálslindir og styðja demókrata og eiga lítið sameiginlegt með gyðingum í Ísrael sem hafa aðra sýn á umheiminn.

En Ísraelar sjálfir eru ekki einsleitur hópur. Það vill gleymast að í Ísrael búa rúmar 2 milljónir Arabar, flestir með ísraelskan ríkisborgararétt. Gyðingar eru sum sé um 74% íbúa, Arabar um 21,1% en svo eru aðrir minnihlutahópar sem hafa búið á svæðinu í árþúsundir. Um 513 þúsundir eru af öðrum uppruna (5,3%) þ.m.t. Drúsar, Aramear, Armenar, Assýringar, Sirkassar, Samverjar og aðrir.

En hvaða hagsmuni hafa Íslendingar að gæta gagnvart átökunum í Miðausturlöndum? Enga í raun, bara að vonast að Miðausturlandamenn í innbyrðis deilum komi ekki þriðju heimsstyrjöldinni af stað. Sömu hagsmuni og við eigum gagnvart stríði Úkraínumanna og Rússa, bara að vona að þeir komi ekki af stað kjarnorkustyrjöld!

Í stað þess að skipa okkur í lið með öðrum hvorum deiluaðila, eigum við sem þriðji aðili að stuðla að friði, alls staðar í heiminum. Mótmælagöngur eða deilur á Íslandi breyta ekki heimssögunni nema við ákveðum að beita okkur sem sáttamiðlarar líkt og í kalda stríðinu. Engin slík stefna er af hálfu íslenskra stjórnvalda sem virðist vera lömuð, hver höndin upp á móti hvor annarri. Engin ást eða samstaða. Líkt og gömul hjón með eitt fullorðið barn sem hanga saman af gömlum vana á stjórnarheimilinu.


Bloggfærslur 27. desember 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband