Ríkisborgararétturinn er háður efnahagslegu frelsi millistéttarinnar

Byrjum á hlutverki leiðtogans. Ég skildi það þegar í námi mínu að grísku borgríkin, lýðræðisríkin, urðu að velja sér leiðtoga gegn harðstjórnarríkin grísku.

Þótt valddreifingin er mikil í þróuðu lýðræðisríki, verður alltaf að vera einhver oddviti. Besti oddvitinn er sá sem er hæfastur og valinn þess vegna. Ef til vill þess vegna hafa lýðræðisríkin komið reglulega með stórkostlega leiðtoga sem hafa stýrt lýðræðisríkjunum til sigurs gegn einræðisríkjunum. Í þeim síðarnefndu veljast úrhrök sem láta ekkert eftir sig nema dauða og eyðileggingu. Þessir leiðtogar lýðræðisríkjanna koma oftast úr röðum fólks úr efri millistétt, menntað, efnað og vel upplýst.

En svo er það Akkelishæll lýðræðisríkjanna, að þau eru of frjálslind, opin og tækifærið til valdaráns innan kerfisins of mikið. Erdogan og Pútín eru dæmi um þaulsetna leiðtoga í lýðræðisríkjum (lýðræðisríki að nafninu til a.m.k.).

Hóphugsun eða hópákvörðun eins og sjá má í lýðræðisríkjum getur verið afdrifarík og hættuleg, til dæmis með yfirfærslu borgararéttinda til annarra en borgara ríkisins. Enginn stígur í ístað og stöðvar þetta. Allt í einu eiga allir erlendir borgarar rétt til réttinda sem eiga samkvæmt stjórnarskrávörnum réttindum aðeins að tilheyra viðkomandi borgurum ríkisins. Yfirstéttin styður þetta oft, enda að leita sér að ódýru vinnuafli sem hefur engin réttindi né getur mótmælt.

Lykilstétt þróaðs lýðræðisríkis er millistéttin, sem er fjárhagsleg sterk og frjáls, sem myndar mótvægi við yfirstéttina sem er rík og voldug og hefur alla þræði og úræði undirstéttinnar í hendi sér.

Victor Davis Hanson sagnfræðingur skrifaði bókina "The dying Citizen" (fullur titill er: The Dying Citizen: How Progressive Elites, Tribalism, and Globalization Are Destroying the Idea of America (2021)) þar sem hann komst að þessari niðurstöðu (með innskotum frá mér hér og þar).

Efnahagslegt frelsi og fjárráð var og er lykillinn að velgengni millistéttarinnar. Það er engin tilviljun að það voru menntaðir einstaklingar úr efri millistétt sem stýrðu byltingunum í Frakklandi og Bandaríkjunum á 18. öld (og öðrum byltingum, svo sem rússnesku o.s.frv.).

Hanson segir að í Grikklandi til forna var samfélaginu skipt í þrjá efnahagshópa: mjög ríka, mjög fátæka og fólkið í miðjunni.

Heimspekingar þess tíma töldu að einungis væri hægt að treysta millistéttinni til að halda uppi lýðræðislegum hugmyndum um lagalegt jafnrétti, eignarrétt og sanngjarna pólitíska framsetningu. Aftur á móti höfðu hinir ríku tilhneigingu til að vera aðgerðalausir og höfðu aðeins áhyggjur af því að afla sér meiri auðs. Aftur á móti voru mjög fátækir svo svangir að pólitískir ofstækismenn létu auðveldlega stjórna þeim - sem sögðu þeim að hata hina ríku.

Sjá má þetta í Kaliforníu í dag, þar sem öreigar (heimilislausir og eignalausir) eru orðnir risahópur fyrir utan milljónir ólöglegra innflytjenda án ríkisborgararéttinda en yfir þessum tveimur hópum drottna hinu ofurríku. Millistéttin flýr umvörpum sæluríkið Kaliforníu sem svarar hundruð þúsunda á ári og fer sífellt minnkandi. Hún flýr ofurskatta og háa glæpatíðni. En förum aftur í bók Hansons.  

Hvers vegna fannst stjórnmálaheimspekingum Grikklands til forna að millistéttin væri áreiðanleg og best til fallinn að verja lýðræðið?

Í fyrsta lagi var ekki auðvelt að stjórna slíku fólki; það hafði tilhneigingu til að vera sjálfbjarga landeigendur sem framleiddu ólífur og vín í gnægð og höfðu því fjármagn að eigin vali. Þeir voru lausir úr erfiði daglegs amsturs og höfðu meiri tíma til að eyða í pólitíska hugsun. Ólíkt hinum ríku hafði miðstéttin þó ekki efni á að vera aðgerðalaus. Þess í stað fóru þessir landeigendur í að bæta laga- og stjórnmálakerfin í kringum sig, þannig að þeir gætu látið börn sín fara frjálst með landið sitt. Í meginatriðum var millistéttin eini hópurinn sem sameinaði vinnusemi, sjálfstæða hugsun og áhuga á pólitískum stöðugleika.

Vestræn miðstétt nútímans heldur enn þessum dýrmætu einkennum

En, það er áhyggjuefni, að Bandaríkin verða vitni að því að miðstéttin er holuð út – og að stétt sem á meira sameiginlegt með miðaldabændastétt Evrópu er að rísa upp á ný. Þetta eru fátækir Bandaríkjamenn sem eiga ekki sitt eigið heimili, sem eru alltaf einn launaseðill frá örbirgð og sem eru arðrændir fjárhagslega af auðmönnum. Þessir nútíma bandarísku "bændur" eru nú um 46 prósent íbúanna. Þetta er vandamál fyrir okkur öll segir Hanson, því samfélag án millistéttar er ekki til þess fallið að virkja lýðræði.

Hvað það þýðir að vera ríkisborgari samkvæmt Hanson

Nú á dögum búa aðeins rúmlega 50 prósent jarðarbúa undir fullkomnu samþykki ríkisstjórna og njóta frelsis sem verndað er af lögum. Þeir eru nánast allir Vesturlandabúar, eða búa að minnsta kosti í vestrænum löndum.

Ríkisborgari, samkvæmt þýska heimspekingnum Immanuel Kant, er einhver sem nýtur „löglegs frelsis“. Með öðrum orðum, borgarar hlýða þeim lögum sem þeir hafa samþykkt.

Þegar kemur að nútímaupplifun Bandaríkjamanna, þá felur frjáls og pólitískt sjálfstæður ríkisborgari í sér að borgarar Bandaríkjanna ættu að fylgja lögum sem þeir hafa samþykkt af kjörnum fulltrúum þeirra. Þingmenn og forsetar eru þjónar en ekki herrar fólksins. Þeir geta ekki þröngvað vilja sínum upp á Bandaríkjamanninn. Bandarískir ríkisborgarar hafa réttindi sem Guð hefur gefið og aðeins þeir bera ábyrgð á eigin vali og gjörðum.

Í skiptum fyrir frelsi þeirra til að velja sér leiðtoga og setja sín eigin lög verða Bandaríkjamenn að virða hefðir og gildi lands síns. Þeir verða að heiðra minningar þeirra sem skildu eftir sig svo mikla þjóð með því að verja tíma sínum, peningum og stundum eigið öryggi til að þjóna landi sínu.

Ríkisborgararétturinn í Bandaríkjunum er í meginatriðum safn réttinda og forréttinda sem bandaríska stjórnarskráin tryggir borgurum sínum, þar á meðal tjáningarfrelsi, rétt til að eiga og bera vopn og kosningaréttur óháður kynþætti, trúarbrögðum og kyni, meðal annarra.

Bandaríkin er jafn góð og borgarar hverrar aldar sem kusu að vernda og hlúa að réttindunum fyrir komandi kynslóðir. En sagan er ekki kyrrstæð og siðmenningin þróast ekki alltaf fram á við. Reyndar fer hún oft í gegnum hnignunarskeið, er afvegaleidd og afturför á sér stað og stundum hrynur menningin.

Ríkisborgararétturinn samkvæmt hugmyndum Forn-Grikkja

Hugmyndin um samþykkja ríkisstjórn þróaðist ekki fyrr en fyrir um það bil 2.700 árum, í borgríkjum Forn-Grikklands, einkum í Aþenu. Borgarar þessara borgríkja voru að mestu leyti einstaklingar í millistétt sem töldu sig njóta verndar með lögum fremur en yfirstétta hylli og höfðu þannig vald til að vinna og skapa.

Grikkir töldu að til þess að borgarnir næðu sjálfsstjórn yrðu þeir að vera efnahagslega sjálfstæðir. Þeir lýstu sjálfsbjargarviðleitni sem formi frelsis frá efnahagslegri ánauð og þar af leiðandi að vera ekki pólitískri háðir auðmönnum eða ríkinu. Þeir töldu að borgarar gætu ekki notið og verndað réttindi sín án þess efnislega öryggis sem aðeins efnahagslegt sjálfræði millistéttarinnar getur veitt.

Ef við yfirfærum þetta yfir á Ísland, þá er ljóst að íslenska millistéttin er enn þokkalega sjálfstæð og efnuð, þótt sótt hefur verið hart að henni og hún nánast brotin á bak aftur með efnahagshruninu 2008.  Enn stendur hún höllum fæti í kjölfar covid faraldursins og harðri samkeppni við innflutt vinnuafl sem keppir við hana um húsnæði, velferðaþjónustu og störf.

Hér eru viðtöl við Victor Davis Hanson um bókina The dying Citizen:

 

 

 

 

 


Konungsefni Íslands - Friedrich Christian zu Schaumburg-Lippe

Gleðilegan fullveldisdag Íslendingar!

Í dag á íslenska ríkið 105 ára afmæli en þennan dag, fyrir þá sem ekki vita, varð Ísland fullvalda ríki 1918 en deildi áfram konung með Dönum. Kristján 10. varð þar með sérstakur konungur Íslendinga allt til lýðveldisstofnun 17. júní 1944.

Á þriðja áratugnum dreymdi Íslendinga um að losna algjörlega við dönsk áhrif og losa sig við kóng sinn og upp kom hugmynd að fá þýskan prins til að verða konungur Íslands. Friedrich Christian zu Schaumburg-Lippe hét kappinn.

 
Hér kemur fróðleikur um kappann: Árið 1938 gerði sendinefnd þriggja Íslendinga í Berlín Friedrich tilboð um að gerast konungur Íslands eftir áætluð sambandsslit Íslands við dönsku krúnuna. Friedrich tók boðinu alvarlega og þáði það að endingu með því skilyrði að það hlyti velþóknun þýskra stjórnvalda.
 
Nasistar réðu þá ríkjum í Þýsklandi. Áróðursmeistarinn Goebbels var að orðinu til samþykkur því að Friedrich tæki við konungdómi á Íslandi en utanríkisráðherrann Joachim von Ribbentrop var mótfallinn hugmyndinni og því runnu þessar ráðagerðir út í sandinn og fóru endanlega út um þúfur þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og Ísland var hertekið af Bretum.
 
Friedrich hafði þó áfram áhuga á upphefð á Íslandi og kom meðal annars í heimsókn til landsins árið 1973 til að þreifa fyrir sér í þeim efnum.
 
Veit ekki hvort það hefði verið vera betra að fá kóng í stað forseta. Sá siðarnefndi hagar sér eins og kóngur á Bessastöðum, hefur öll forréttindi og skyldur konungs hvort sem er. Eini munurinn er að það er hægt að reka forsetann en erfiðara að losna við kónginn. Ætli það sé ekki best að geta rekið menn ef þeir standa sig ekki, það er lýðræðið í verki.

John Locke og þrískipting valdsins á Íslandi - endurgerður pistill fyrir 1. des. 2023

Það er ekki úr vegi, á þessum degi, 1. desember, afmælisdag Íslands, að birta endurgerðan pistil um John Locke, hugmyndir hans sem höfðu áhrif á hvaða stjórnskipan varð ofan á Íslandi sem og öðrum vestrænum ríkjum. Þessi pistill er endurbirtur og birtist hér á blogginu 2021. En eins og maðurinn sagði, góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hér er pistillinn en lagaður til og bætt við.

John Locke, enski heimspekingurinn, setti fram á 18. öld fram kenninguna um þrískiptingu valdsins: Framkvæmdarvald, dómsvald og löggjafarvald. Frábær hugmynd sem hefur ekki enn komið til framkvæmda á Íslandi. Hins vegar tel ég, að bæta verði fjórða valdinu við sem myndi þjóna eins konar eftirlitshlutverki með hinum þremur valdaörmunum. Það er t.d. ótækt að dómsvaldið eða framkvæmdarvaldið séu að feta fingur í störf hvers annars.

Það er kominn vísir að þessu nýja eftirlitsvaldi, sem kallast umboðsmaður Alþingis en það er bara ekki nóg. Hann verður að geta slegið á fingur alla valdaþættina með reglustiku - með raunverulegu boðvaldi. Landsdómur er t.d. fæddur andvana og í raun stjórnað af framkvæmdarvaldinu eins og er. Varanleg og með raunveruleg völd, það er málið. En þá kemur spurningin, hver á að fylgjast með eftirlitsvaldinu? Locke leit svo á að valdaarmarnir þrír fylgdust með hver öðrum.

Það er fáránlegt að ríkisstjórnin (framkvæmdarvaldið) sitji á löggjafarþingi landsins og sitji þannig beggja megin borðs. Kannski væri betra að fyrirkomulagið væri eins og í Frakklandi, Finnlandi og Bandaríkjunum, það er að segja að kosinn væri forseti (í stað forsætisráðherra) sem svo myndaði ríkisstjórn. Það myndi spara okkur kostnaði við að reka forsetaembættið sem er kostnaðarsamt. Það ætti að vera hægt að koma öryggisventlinum fyrir í höndum annars aðila eða með breytingu á stjórnarskránni. 

Ríkisstjórnin á að leita stuðnings til þings ef hún vill breyta lögum en ekki sitja beggja megin borðs. Alþingi á svo að setja leikreglurnar (lögin) og einbeita sér að því. Ríkisstjórnin á því sem sagt að einbeita sér að því að stjórna landinu.

Ef til vill mun virðing Alþingi aukast, þegar völd þess vera raunveruleg og almennir þingmenn fá að starfa í alvörunni. Starfsdagar Alþingis eru nú bara rúmlega hundrað dagar á ári en samt hafa þingmenn aðstoðarmenn.

Hér er fróðleikur um John Lockes

John Locke (29. ágúst 1632 – 28. október 1704) hafði feikileg áhrif með ritum sínum í þekkingarfræði og stjórnspeki. Hann var einn helsti upphafsmaður bresku raunhyggjuhefðarinnar og lagði grunninn að hugmyndafræði frjálshyggju með frjálslyndum kenningum sínum. Kenningar Locke eiga rætur sínar að rekja til náttúruréttarhefðarinnar sem og nafnhyggjunnar. Hann var mikilvægur boðberi upplýsingarinnar.

Hugmyndir hans um mannlegt eðli voru ekki síður merkilegar. Hann var þeirrar skoðunar að maðurinn fæddist sem autt blað (l. tabula rasa) og það væri hlutverk menntunar að móta einstaklinginn frá grunni.

Í bókinni Ritgerð um ríkisvald (e. The Second Treatise on Civil Government, 1689) kom Locke orðum að tveimur hugmyndum, sem margir tóku undir á næstu öldum.

Hin fyrri var, að einkaeignarréttur gæti myndast af sjálfu sér og án þess að raska náttúrlegum réttindum manna, en hlutverk ríkisins væri að gæta eignarréttarins.

Hin síðari var, að ríkið væri reist á þegjandi samkomulagi milli borgaranna, sem nefnt er samfélagssáttmálinn, en þegar valdhafar ryfu þetta samkomulag og virtu lítils eða einskis réttindi borgaranna, væri það réttur þeirra að rísa upp og hrinda þeim af höndum sér. Sjá má þetta í bandarísku stjórnarskránni en þar er réttur borgaranna til að bera skotvopn stjórnarskrárvarinn. Vopnaburðurinn er einmitt réttlætur með að borgararnir geti gert uppreisn gegn óréttlátum stjórnvöldum.

Með síðari hugmyndinni varði Locke Dýrlegu byltinguna í Bretlandi 1688 og rökstuddi þrískiptingu ríkisvaldsins. Hún varð frjálslyndum stjórnmálahreyfingum 18. og 19. aldar mikil hvatning, til dæmis í bandarísku byltingunni 1776 og frönsku stjórnarbyltingunni 1789, og krafan um þingbundnar konungsstjórnir, sem hljómaði víða í Norðurálfunni á 19. öld, meðal annars í Danmörku og á Íslandi, var ekki síst runnin undan rifjum Lockes.

Gleðilegan fullveldisdag Íslendingar!


Bloggfærslur 1. desember 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband