Gamli sáttmáli og EES-samningurinn

Vandasamt er að gera samninga við önnur ríki eða ríkjasambönd. Íslendingar gerðu milliríkjasamninga við erlend ríki þegar á þjóðveldisöld en Alþingi Íslendinga samdi við Noregskonung um réttindi Íslendinga í Noregi og öfugt. Vanda verður gerð slíkra samninga enda geta áhrifin varað í hundruð ára ef ekki er vel að gætt. 

Hér er fróðlegt og jafnvel lærdómsríkt að kíkja á Gamla sáttmálann svonefnda sem Íslendingar gerðu við Noregskonung 1262-64 og hvernig hann hafði áhrif á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga upp aldarmótin 1900. Lítum fyrst á skilning Jóns Jónssonar sagnfræðings sem skrifað ritið Nýji sáttmáli. Gamli sáttmáli. Afsal eða ekki? Hann segir:

Hér skal þá í stuttu máli gerð grein fyrir, hver réttur Íslendingum er áskilinn í »Gamla sáttmála«, því þetta skjal ber að réttu lagi að skoða sem forn grundvallarlög um stöðu Íslands í sambandinu við Noreg.

Með »Gamla sáttmála« er íslendingum trygt fult og óskorað sjálfstæði í öllum innanlandsmálum og alþingi Íslendinga fult löggjafarvald í öllum slíkum málum án afskifta eða íhlutunar frá nokkurs manns hendi nema konungs eins. — Íslendingum er trygt hið æðsta dómsvald í öllum málum sínum, nema að því leyti, er alþingi kynni að dæma eitthvert mál á konungsvald. — Íslendingum er trygt fult jafnrjetti við Norðmenn í öllum greinum, og því heitið, að stjórnarvöldin á Íslandi skuli jafnan fengin íslenzkum mönnum í hendur.

Þetta er aðalinntak »Gamla sáttmála« að því er til sérmálanna kemur. Eftir þessu er þá ísland frjálst sambandsland Noregs með fullu sjálfstæði eða fullveldi í öllum innanlands málum.

En hver eru þá eftir »Gamla sáttmála sameiginleg mál Noregs og Íslands? Eftir »Gamla sáttmála« er konungur sameiginlegur með Íslendingum og Norðmönnum, en konungi sjálfum fylgja utanríkismálin. Þessa atriðis verða menn vel að gæta, því á því veltur aðalþrætan um þessar mundir, á því veltur deilan um, hvort hér er um nokkurt afsal að ræða eða eftirgjöf á fornum rétti. Utanríkismál eru að vísu hvergi nefnd berum orðum í »Gamla sáttmála«, en þess ber að gæta, að íslendingar áttu þá eigi önnur utanríkismál en verzlunarmálin, og þau er nefnd berum orðum í grein þeirri, er áskilur Íslendingum 6 skipsfarma árlega, með öðrum orðum: Þeim er skipað á vald konungs. Að þetta hafi svo verið í raun og veru, þótt því hafi eigi verið næg eftirtekt veitt hingað til, — að utanríkismálin (verzlunarmálin) hafi verið falin konungi til meðferðar á þann hátt, er honum sjálfum þóknaðist, og að hann hafi ráðstafað þeim einn eða í samvinnu við hið norska ríkisráð, án nokkurrar íhlutunar af hálfu Íslendinga, er hægt að sanna með óyggjandi rökum. Frá því á síðari hluta 13. aldar, nokkru eftir að landið gekk undir konung, hafa Noregskonungar einir og Danakonungar eftir þá, skipað til um verzlun Íslands, hafa leyft og bannað erlendum þegnum verzlun á Íslandi, gert samninga við aðra þjóðhöfðingja um slík mál, og það að Íslendingum fornspurðum, án nokkurrar íhlutunar eða afskifta af hálfu alþingis Íslendinga. Eg skal tilfæra hés nokkur dæmi þessu til sönnunar.

Árið 1269 leyfir Eiríkur konungur Magnússon Hamborgurum verzlun og vetrarsetu í öllu ríki sínu (Ísl. fornbréfasafn II, 302). Bréfið er á latínu og hefir því eigi verið lagt fyrir alþingi íslendinga. Árið 1302 gefur Hákon háleggur ásamt með ríkisráði sinu út bréf, er bannar útlendingum verzlun í norðurhluta Noregs og á Íslandi (Ísl. fornbrs. II, 332). Þessu bréfi er á engan hátt mótmælt af alþingi Íslendinga, en öllum kröfum öðrum, er Krók-Álfur kom út með um þessar mundir (1301—1305), t. d. um skipun norskra lögmanna á Íslandi, og skatt-tekju, er harðlega mótmælt og taldar ólögmætar eftir »Gamla sáttmála. Árið 1348 bannar Magnús konungur Eiríksson útlendum kaupmönnum verzlun í skattlönd(Ísl. fornbrs. II, 845). Árið 1419 leyfir Arnfinnur hirðstjóri Þorsteinsson í umboði konungs utanríkiskaupmönnum verzlun og útróðra á íslandi (Ísl. fornbrs. V. 269). Árið 1432 gera þeir Eiríkur af Pommern og Hinrik VI. Englakonungur samning sín á milli út úr sundurþykkju og óeyrðum, og ná nokkrar greinar í þeim samningi sérstaklega til Íslands (Ísl. fornbrs, IV, 523). Samningurinn er á latínu og hefir því eigi verið lagður fyrir alþingi íslendinga.

Svo mætti lengi halda áfram, en þetta nægir til að sýna, að afskifti konungs af þessum málum verða eigi skoðuð sem gjörræði, heldur fullheimil. Þetta eru mál, sem algerlega eru á valdi konungs og hann getur skipað til um og hagað eftir vild sinni. Því er hvað eftir annað mótmælt, að konungur hafi nokkurn rétt til að skipa fyrir um innanlandsmál án samþykkis landsmanna, en hinu aldrei. Og það er hinsvegar eigi kunnugt, að alþingi Íslendinga hafi á þessum tímum nokkru sinni skipað til um utanríkismál að sínu leyti.

Nánar ákveðið er þá réttarstaða Íslands eftir »Gamla sáttmála« þessi: Ísland er frjálst sambandsland Noregs, og Íslendingum er áskilið fullveldi í öllum sérmálum sínum, en konungi í utanríkismálum.

Þetta er sá réttargrundvöllur, sem Íslendingar hafa jafnan staðið á í stjórnmálabaráttu sinni við Dani frá því á dögum Jóns Sigurðssonar. Að fá þessum kröfum framgengt, að fá afstöðu Íslands til Danmerkur kipt í þetta horf, hefir sífelt vakar fyrir Íslendingum sem hin heitasta þjóðarósk. Um það hafa þeir meun orðið á eitt sáttir, er drengilegasta framgöngu hafa sýnt í hinni löngu stjórnmálabaráttu vorri."

Heimild: Nýji sáttmáli. Gamli sáttmáli. Afsal eða ekki?, eftir Jón Jónsson sagnfræðing, útg. 1908. Sjá slóð: Nýji sáttmáli. — Gamli sáttmáli. Afsal eða ekki?

Hvers vegna skiptir þetta máli í dag? Jú, við höfum afsalað okkur völdum til erlends aðila, í þetta sinn til yfirþjóðlegs valds - ESB í formi EES samningsins - í stað Noregskonungs.  Við erum að leyfa erlendum aðila að koma með inngrip í íslenska löggjöf og stýringu á íslenskum utanríkismálum. Fyrsta skrefið í valdaafsalinu er að gefa erlenda yfirvaldinu heimild til að leyfa að erlend lög (ekki einu sinni lög, geta verið reglugerð eða ályktun EES) gildi umfram íslensk lög samkvæmt bókun 35 ef þau erlendu stangast á við þau íslensku. Þetta virðist vera saklaust á yfirborðinu, við bara breytum íslenskum lögum. En þá komum við að framkvæmdinni og raunveruleikanum. Því þótt EES - samningurinn ætti að samkvæmt hljóðana orða að vera samningur milli tveggja eða fleiri aðila, hafa íslenskir stjórnmálamenn aldrei hafa dug eða "pung"  til standa á sínu og neita einstaka reglugerðum síðan samningurinn tók gildi 1992. ALDREI.

Þessi sakleysislega  breyting eða innlimun inn í íslensk lög, getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Eru það ekki bara ýkjur kunna sumir að segja? Nei, er einhver búinn að gleyma ICESAVE? Eins og með gamla sáttmála, hefur EES-samningurinn áhrif á verslun og samgöngur Íslands við Evrópu. Nú nýjasta nýtt svokallaði mengunarskattur á flug- og skipasamgöngur við Íslands sem gerir Íslendingum erfitt fyrir að ferðast til annarra landa og aukaskattur á vörur sem koma til landsins.

Eigum við ekki aðeins að anda með nefinu og hugsa aðeins lengur? Nú er tilvalið að endurskoða EES-samninginn enda orðinn meira en 30 ára gamall. Er hann enn samkvæmt íslenskum hagsmunum?

 

Bloggfærslur 7. október 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband