Á að banna skotvopn?

Það er alltaf þannig, að ef voðaverk verður,þá reyna menn að leysa málið á sem einfaldasta hátt. Nú tala menn um að hamla aðgengi að skotvopnum. En er ekki þegar hömlun á aðgengi? 

Jú, það gilda nú þegar reglur og lög um meðferð skotvopna. Það er ekki hver sem er sem fær skotvopn í hendur, sérstaklega ef menn hafa forsögu um andleg veikindi tengd ofbeldishneygð.  Það eru nefnilega ekki allir sem eru andlega veikir sem eru ofbeldisfólk, langt í frá og er þetta alltaf einstaklingsbundið mat hverju sinni.

Það er eitt við núverandi umræðu, en það er farið í "tækið" ekki manninn.  Eins og oft er sagt, vopn drepa ekki fólk, heldur fólkið sem heldur á vopnunum.

Ef menn ælta sér að koma í veg fyrir manndráp, þá dugar skammt að banna skotvopn.  Þeir sem ætla sér eða eru í einhverju sturluástandi grípa til næsta hluts sem er við hendi og fremja voðaverkið.  Þessi morð sem hafa verið framin síðastliðin ár og áratugi, hafa verið framin með alls konar verkfærum, handslökkvutæki, steina, berar hendur, straujárn og svo hnífa.  Ekki vilja menn banna hnífa? 

Ef borið er saman New York og London, þá er fólk oftast drepið með skotvopnum í New York en í London með hnífum og hefur verið hnífafaraldur þar lengi. Reykjavík virðist vera að breytast í hnífastungu borg, en fregnir berast af hnífaárásum um hverja einustu helgi.

Lausnin er því ekki boð og bönn, heldur þarf samfélagsfræðslu (afnám ákveðið "subculture" sem er glæpaheimsmenningin) og vistun þeirra sem eru ekki samfélagshæfir, eru hættulegir samfélaginu.  Þetta er því ákveðið velferðarvandamál.

 


Bloggfærslur 23. ágúst 2022

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband