Ósigur rómverska hersins gegn barbörum norðursins

Ótrúlegt hvað það er mikið til af vopna- og herfræði á netinu. Hér kemur eitt myndband sem sýnir af hverju Rómverjar með fullkomnu stríðsmaskínu sinni réðu ekki lengur við barbarana í norðri:

Sjá slóð:

https://www.youtube.com/watch?v=0hfLKuLb-kQ&feature=relmfu

Nokkrar skýringar:

1) Vopnabúnaður Rómverja breyttist úr því að vera árásarvopn í varnarvopn. Sverðin urðu lengri og ekki lengur beitt í návígi. Spjótin hættu að vera kastspjót og urðu löng (sverðin og spjótin áttu að halda andstæðingnum í fjarlægð í stað þess að berjast í návígi). Skjöldurinn var minni en áður og rómverski hermaðurinn klæddist hringabrynju í stað þess að klæðast leðurvesti eða vesti með málmplötum. Rómverjar földu sig líka bakvið virki og girðingar í stað þess að æða út á vígvöllinn.

2) Erlendir málaliðarnir innan herja Rómverja voru illa þjálfaðir og áhugalitlir og þeir voru barbararar að meirihluta.

3) Barbararnir (fyrrum málaliðar hjá Rómverjum) lærðu af Rómverjunum hertaktík þeirra eftir margra alda baráttu við besta her allra tíma og skipulögðu hernað sinn í fyrsta sinn.

4) Baráttuandinn sem einkenndi rómverska herinn var farinn enda að mestu skipaður útlenskum málaliðum.

Barbarnir eða Germanir fundu upp svínfylkinguna svokölluðu sem var eins og spjótsoddur í laginu og þannig að tveir mestu kapparnir voru fremst, svo þrír eða fjórir fyrir aftan og o.s.frv. Íslendingar kunnu þessa aðferð á Sturlunguöld og höfðu lært hana af Norðmönnum.

Þessi uppstilling á heraflanum dugði til að klúfa fylkingu Rómverjanna í tvo hluta sem var eins og ferningur í laginu og kölluð skjaldbökufylking.

Einstakur Rómverji á móti einu barbara átti ekki möguleika, sérstaklega þegar hann var áhugalítill fyrir. Svínfylkingin klauf ferning Rómverjanna, svo var hörfað og bogliðar látnir skjóta niður leifarnar af liði Rómverjanna.


Borgias – ætt illmenna?

Gerð hefur verið sjónvarpsþáttaröð um endurreisnarpáfann Alexander VI (af spænsku ættinni Borgias) Páfi Alexander VI, fæddur Rodrigo de Borja (Valencian: Roderic Llançol i de Borja, spænskur: Rodrigo Lanzol y de Borja, 1. janúar 1431 - 18 Ágúst 1503), var páfi frá 11. ágúst 1492 til dauða hans 1503.

Þesi páfi og afkomendur hans kenna mann allt það sem maður þarf að vita um stjórnmál og hernað. Þar koma menn eins og Niccolo Machiavelli við sögu, sem sagði að politics have no relation to morals og There is no avoiding war; it can only be postponed to the advantage of others. Hann hefði lært margt af Alexander, meðal annars hvernig hægt er að forðast innrás með klækindum og etja andstæðingana saman.

Alexander hafði mikil afskipti af því hvernig Ameríku var skipt upp milli Portúgala og Spánverja og hann slakaði á með afstöðuna gegn þrælahaldi sem hafði afdrifaríkar afleiðingar varðandi þrælahald í Nýja heiminum. Hann var frumkvöðull að því að ný Vatíkan - bastilla var byggð og hann lagði grunninn að því að páfagarðurinn tók að treysta meira á tekjur af viðskiptum og öðru veraldlegu í stað aflátssölu sem Martein Lúther móttmælti svo.

Medici fjölskyldan hefur fengið mestan heiður af uppgangi endurreisnarinnar en Borgias - ættin var ekki síðri og er Alexander mikill verndari listamanna og mennta. Í einkalífinu braut hann allar reglur, átti mörg börn (9 börn) og átti a.m.k. 2 hjákonur meðan hann var páfi. Hann var sum sé með sömu ferilskrá í fjölskyldumálum og Jón Arason, síðasti kaþólski byskupinn á Íslandi.

Ótrúlegt hvað lítið efnið er til um þessa ætt á íslensku, nánast ekkert nema nokkrar setningar í yfirlitsritum sögurita. Á íslensku wikipedia segir að Cesare Borgia hafi fæðist 12. mars - og hann hafi verið ítalskur hershöfðingi og stjórnmálamaður (f. 1475). Puntkur.

En gagnrýnandi Morgunblaðsins tók þó eftir þessari athyglisverðu þáttaröð. Þetta hefur hefur hann um hana að segja: ,,Búið er að gera sjónvarpsþætti um hina hryllilegu Borgia-ætt sem allir þeir sem hafa kynnt sér spillingar- og sukksögu ítölsku endurreisnarinnar þekkja. Þættirnir byrjuðu á Skjá einum á sunnudagskvöldið.

Búið er að gera sjónvarpsþætti um hina hryllilegu Borgia-ætt sem allir þeir sem hafa kynnt sér spillingar- og sukksögu ítölsku endurreisnarinnar þekkja.Þetta er áhugaverð ætt á áhugaverðum tímum en eini aðdáandinn sem Borgia-ættin átti var Macchiavelli sem fannst hún standa sig afskaplega vel í pólitískum svikum og launráðum. Þess ber þó að geta að fordómar vegna spænsks uppruna fjölskyldunnar gætu hafa aukið mjög sögurnar sem gengu um hana á Ítalíu á þessum tíma....Börkur Gunnarsson

 

Sjá slóð: https://www.youtube.com/watch?v=eK6t8VpuFQg


Bloggfærslur 4. maí 2022

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband