Barist um málfrelsið á Twitter

Eins og öllum er kunnugt, er ég baráttumaður fyrir málfrelsi. Ég hef skrifað ótal greinar hér um það og reyndar var fyrsta grein mín um málfrelsið, e.k. stefnuyfirlýsing.

Mbl.is er með grein um yfirtökutilraunir Elon Musk og heitir greinin Stjórn Twitter grípur til varna gegn Musk . Mbl.is er ágætis fréttamiðill en hér vantar allt kjöt á beinin. Í fréttinni segir: "Stjórn Twitter hef­ur gripið til aðgerða vegna mögu­legr­ar fjand­sam­legr­ar yf­ir­töku (e. host­ile takeo­ver) í kjöl­far þess að millj­arðamær­ing­ur­inn Elon Musk gerði 43 millj­arða doll­ara kauptil­boð í fyr­ir­tækið." Einnig þetta: "Fram kem­ur í frétt BBC að til­boð um yf­ir­töku sé talið fjand­sam­legt þegar fyr­ir­tæki reyn­ir að yf­ir­taka annað gegn ósk­um stjórn­anda þess fyr­ir­tæk­is – í til­felli Twitter fram­kvæmda­stjórn þess. Regl­urn­ar eru svo kallað eitrað peð (e. poi­son pill) sem er síðasta vörn fyr­ir­tækja gegn fjand­sam­legri yf­ir­töku." Skrýtið að vísa í BBC um bandarískar fréttir.

Það sem vantar er Musk hefur lýst þungar áhyggjur af ritskoðun framkvæmdarstjórnar Twitters. Hann vill eignast fyrirtækið alfarið og opna á ný fyrir frjálsar umræður.

Einhvern hluta vegna telst Twitter aðal samfélagsmiðill hvað varðar samfélagslegar umræðu, sem ég hélt að Facebook væri. En hvers vegna vill framkvæmdarstjórnin ekki taka hagstætt kauptilboð? Jú, þeir segjast gera það til að vernda !!! lýðræðið og það gera þeir með því að loka á skoðanafrelsið! Þetta er grátbrosleg skýring og sýnir hversu gerspillt stjórn þess er. Þeir eru svo tilbúnir að vernda ritskoðun að þeir taka hana fram yfir efnahagslega hagsmuni fyrirtækisins. 

En það vill oft gleymast að stjórn fyrirtækja er oft ekki eigandinn og eigendurnir gætu verið ansi óhressir með þessa ákvörðun.  Það er því hætt við lögsóknir og baráttu um yfirráðin.

Alls staðar er tekist á um málfrelsið, í háskólum, í skólum almennt, í viðskiptum, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og í samskiptum fólks almennt, í daglegu tali manna á milli. Meira segja berst þessi barátta hér inn á bloggið. Við sem skrifum hér, vitum hvað mál ég er að tala um.

Það hallar á málfrelsið sem er grunnstoð lýðræðis.  Það er hin frjálsa hugsun og skoðannaskipti sem leiða til efnahagslegra framfara. Er það tilviljun að vestræn ríki eru enn brautryðjendur á svið tækni og vísinda en einræðisríkin skapa lítið sem ekkert, og stela sem mest og copy/paste það sem þau stela? Er það ekki staðreynd að kommúnisminn og efnahagsstefna hans varð gjaldþrota á endanum, því þrátt fyrir valdboðið að ofan, skorti hugsunafrelsi einstaklingsins sem einmitt skapar verðmæti.

Baráttan um Twitter er baráttan um málfrelsið. Ég held eftir sem áður að kjósa ekki að nota Twitter. Ég læt ekki ritskoða mig.

 

 

 

 


Bloggfærslur 16. apríl 2022

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband