Robert Burke, aðmíráll og yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu og Afríku, viðraði í viðtali fyrir tveimur árum möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi.
Við veltum því fyrir okkur hvort ekki séu einhver verðmæti fólgin í því að hafa lítið, varanlegt bandarískt fótspor á Íslandi, sagði Burke í samtali við Vísir - sjá slóðina: Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi.
Hann kom til Íslands í tilefni af yfirstandandi loftrýmisgæslu bandaríska flughersins á landinu.
Burke sagði aðspurður að lítið fótspor gæti falist í því að vera í upphafi með sérhæfða greinendur í tengslum við verkefni kafbátaleitarflugvéla af gerðinni P-8 Poseidon. Þar væri um að ræða 50 manna hóp.
Þá sagði Burke að fótsporið gæti falist í staðsetningu á Íslandi á flugsveit P-8 véla en henni myndu fylgja hundruð manna, byggingaframkvæmdir og húsnæði. Slíkar flugvélar koma nú óreglulega til landsins frá herstöðum í Flórída eða á Ítalíu. Í flugsveit eru að jafnaði 12 flugvélar en fjöldinn getur verið mismunandi að sögn talsmanns bandaríska flotans.
Við höfum rætt þetta sem möguleika og þetta er eitthvað til að skoða betur, sagði Burke. Hann sagði að einnig væri verið að skoða hafnaraðstöðu á Austurlandi með áherslu á leitar- og björgunarstarf.
Þó að Bandaríkjamenn hafi ekki varanlega aðstöðu á Íslandi þá fljúga P-8A kafbátaleitarflugvélar annað veifið til Keflavíkur og þaðan út á Norður-Atlantshafið.
Að jafnaði dvelja 100 300 liðsmenn aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu en vegna þess að alltaf er verið að skipta um sveit, þá er erfitt að kalla þessar sveitir hafi fast aðsetur á Keflavíkurflugvelli.
Það er ekkert sem segir að ekki sé hægt að þjálfa Íslendinga í kafbátaeftirlit og þeir skipi kafbátaeftirlitsflugvélarnar. Íslendingar reka með myndarbragð loftrýmiseftirlit fyrir hönd NATÓ og ættu með réttri þjálfun að geta rekið kafbátaeftirlitið á ársgrundvelli.
Bloggar | 9.3.2022 | 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 9. mars 2022
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020